Rabb-a-babb

Rabb-a-babb 183: Lulla

Nafn: Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Fyrst ætlaði ég að vera búðakona og vinna í Díubúð (KS Varmahlíð). Svo ætlaði ég að vera flugfreyja og svo var ég búin að búa til starfslýsingu sem var blanda af sálfræðingi og lögfræðingi, eina sem ég var alveg ákveðin að verða ekki er reyndar það sem ég starfa við í dag. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Spasla stofuvegginn. Já svo er ég svolítið flink að leggja hluti frá mér svona hér og þar, sem er stundum bras þegar ég þarf svo að finna þá aftur.
Meira

Rabb-a-babb 182: Ingileif skólameistari

Nafn: Ingileif Oddsdóttir. Starf: Skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Hvernig nemandi varstu? Ég var sennilega fyrst og fremst samviskusamur nemandi. Alltaf með góða mætingu og gekk þar af leiðandi vel í skóla. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Öll skartgripaskrínin sem ég fékk í fermingargjöf. Held að þau hafi verið 10.
Meira

Rabb-a-babb 181: Alexandra sveitarstjóri

Nafn: Alexandra Jóhannesdóttir. Starf / nám: Sveitarstjóri á Skagaströnd / Lögfræðingur. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Mjög líklega Gullbylgjuna. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Ég er mjög óþolinmóð og óhandlagin sem fer illa saman. Enda get ég aldrei hengt neitt upp eða lagað á heimilinu nema eyðileggja eitthvað í leiðinni.
Meira

Rabb-a-babb 180: Sigga Garðars

Nafn: Sigríður Sigurbjörg Garðarsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Foreldrar mínir voru hjónin Svanhildur Steinsdóttir bóndi og skólastjóri og Garðar Björnsson bóndi og rollusál Neðra-Ási og hjá þeim er ég alin upp, í dalnum sem Guð elskar. Hvar og hvenær sástu núverandi maka þinn fyrst? Hann var að spila á balli á Hlíðarhúsinu, sennilega 1967 eða 8. Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Sjaldan flýtir asinn.
Meira

Rabb-a-babb 179: Þuríður Harpa

Nafn: Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Búseta: Í Mekka sjálfstæðismanna. Besti ilmurinn? Ilmur af birki og blóðbergi eftir duglegan rigningarskúr á sólríkum sumardegi. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Ég fylgist nú ekkert sérstaklega með íþróttum en Arna Sigríður Albertsdóttir, sem stefnir á að keppa á handhjóli á Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó 2020 finnst mér afbragðis íþróttamaður.
Meira

Rabb-a-babb 178: Gunnar Sandholt

Nafn: Gunnar Magnús Sandholt. Fjölskylduhagir: Einbúi, sjö barna faðir með hjálp annarra og rúmlega 10 barnabörn. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Leggur, kjálki og skel í sveitinni að Skriðlesenni í Bitru á Ströndum. Besti ilmurinn? Af mömmu, svo konum mínum og á síðari árum af barnabörnunum ungum. Svo er ég hrifinn af 4711 – Echt Kölnische Waßßer – ekta Kölnarvatni sem við reynum að eiga í morgunsundinu.
Meira

Rabb-a-babb 177: Ingveldur Ása

Nafn: Ingveldur Ása Konráðsdóttir. Starf / nám: Bóndi, þroskaþjálfi og sveitarstjórnarfulltrúi. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Þegar pabbi þurfti að taka allar spennurnar úr hárinu á mér með sína 10 þumalputta. Hélt að þetta myndi engan endi taka. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Sko...
Meira

Rabb-a-babb 176: Gummi Sveins

Nafn: Guðmundur Sveinsson. Árgangur: 1960. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Plötuspilarinn sem ég fékk í fermingargjöf frá mömmu og pabba. Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ég myndi eyða einum degi á Furðuströndum með Jóni Ósmann frænda mínum, það yrði eflaust forvitnilegur dagur.
Meira

Rabb-a-babb 175: Séra Gísli

Nafn: Gísli Gunnarsson. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Einhvern veginn situr það í minningunni þegar stjúpamma mín, sem búsett var á Seyðisfirði, faðmaði vin minn, sem ég hafði boðið í veisluna, kyssti hann og óskaði honum innilega til hamingju með ferminguna. Við vorum reyndar ekki ósvipaðir og áttum eins fermingarföt og langt var frá því að hún hafði séð mig og því mistökin vel skiljanleg. Þessi vinur minn var Gunnar sem nú er bóndi á Akri í A-Hún. Hvernig slakarðu á? Í lazyboy-num (segir Þuríður).
Meira

Rabb-a-babb 174: Gigga

Nafn: Þorgerður Þóra Hlynsdóttir. Árgangur: 1969. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Ég átti æðislegt Lundby dúkkuhús og alls konar húsgögn og litla dúkkufjölskyldu sem bjó í því. Það var endalaust hægt að leika sér í þeirri veröld. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Raða í uppþvottavélina og brjóta saman þvott, engin spurning!
Meira