Rabb-a-babb

Rabb-a-babb 179: Þuríður Harpa

Nafn: Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Búseta: Í Mekka sjálfstæðismanna. Besti ilmurinn? Ilmur af birki og blóðbergi eftir duglegan rigningarskúr á sólríkum sumardegi. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Ég fylgist nú ekkert sérstaklega með íþróttum en Arna Sigríður Albertsdóttir, sem stefnir á að keppa á handhjóli á Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó 2020 finnst mér afbragðis íþróttamaður.
Meira

Rabb-a-babb 178: Gunnar Sandholt

Nafn: Gunnar Magnús Sandholt. Fjölskylduhagir: Einbúi, sjö barna faðir með hjálp annarra og rúmlega 10 barnabörn. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Leggur, kjálki og skel í sveitinni að Skriðlesenni í Bitru á Ströndum. Besti ilmurinn? Af mömmu, svo konum mínum og á síðari árum af barnabörnunum ungum. Svo er ég hrifinn af 4711 – Echt Kölnische Waßßer – ekta Kölnarvatni sem við reynum að eiga í morgunsundinu.
Meira

Rabb-a-babb 177: Ingveldur Ása

Nafn: Ingveldur Ása Konráðsdóttir. Starf / nám: Bóndi, þroskaþjálfi og sveitarstjórnarfulltrúi. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Þegar pabbi þurfti að taka allar spennurnar úr hárinu á mér með sína 10 þumalputta. Hélt að þetta myndi engan endi taka. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Sko...
Meira

Rabb-a-babb 176: Gummi Sveins

Nafn: Guðmundur Sveinsson. Árgangur: 1960. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Plötuspilarinn sem ég fékk í fermingargjöf frá mömmu og pabba. Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ég myndi eyða einum degi á Furðuströndum með Jóni Ósmann frænda mínum, það yrði eflaust forvitnilegur dagur.
Meira

Rabb-a-babb 175: Séra Gísli

Nafn: Gísli Gunnarsson. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Einhvern veginn situr það í minningunni þegar stjúpamma mín, sem búsett var á Seyðisfirði, faðmaði vin minn, sem ég hafði boðið í veisluna, kyssti hann og óskaði honum innilega til hamingju með ferminguna. Við vorum reyndar ekki ósvipaðir og áttum eins fermingarföt og langt var frá því að hún hafði séð mig og því mistökin vel skiljanleg. Þessi vinur minn var Gunnar sem nú er bóndi á Akri í A-Hún. Hvernig slakarðu á? Í lazyboy-num (segir Þuríður).
Meira

Rabb-a-babb 174: Gigga

Nafn: Þorgerður Þóra Hlynsdóttir. Árgangur: 1969. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Ég átti æðislegt Lundby dúkkuhús og alls konar húsgögn og litla dúkkufjölskyldu sem bjó í því. Það var endalaust hægt að leika sér í þeirri veröld. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Raða í uppþvottavélina og brjóta saman þvott, engin spurning!
Meira

Rabb-a-babb 173: Katharina

Nafn: Katharina Angela Schneider Árgangur: 1980. Hvernig slakarðu á? Í sundlauginni á Blönduósi, eflaust ein besta sundlaug landsins, ekki bara af því þar er alltaf heitt kaffi í boði. Við laugina, sko. Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? „Þetta reddast“. Þurfti að læra allt um það þegar ég flutti til Íslands.
Meira

Rabb-a-babb 172: Regína Valdimars

Nafn: Regína Valdimarsdóttir. Árgangur: 1986. Starf / nám: Lögfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Það verður víst að vera Liverpool maður – Mohamed Salah. Hvernig er eggið best? Sunny side up – má ekki sprengja rauðuna!
Meira

Rabb-a-babb 171: Evelyn Ýr

Nafn: Evelyn Ýr. Fjölskylduhagir: Gift Sveini Kunningja á Lýtingsstöðum, við eigum saman eðaleintakið hann Júlíus Guðna. Starf / nám: Ferðaþjónustubóndi og bóndakona, húsmóðir með mastersgráðu í menningarfræði, leiðsögumaður og stundakennari í ferðamálum í Háskólanum á Hólum Hvernig slakarðu á? Með því að syngja, fara í reiðtúr eða taka myndir. Svo er gott að setjast niður með glas af rauðvíni, kveikja á kertum og lesa. Hver er elsta minningin sem þú átt? Komin á hestbak á dráttarhesti hjá afa. Ég var örugglega ekki eldri en tveggja ára.
Meira

Rabb-a-babb 170: Freyr Rögnvalds

Nafn: Freyr Rögnvaldsson. Búseta: Bý í Vesturbæ Reykjavíkur. Starf: Síðasta rúman áratug hef ég starfað við blaðamennsku á ýmsum miðlum, þar á meðal 24 stundum, Bændablaðinu og Eyjunni. Í dag er ég blaðamaður á Stundinni. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Ég dró á eftir mér gulan bangsa hvert sem ég fór þegar ég var smákrakki. Hann hét hinu virðulega nafni Guli bangsi, ekkert verið að flækja hlutina þar. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Aroni Einari Gunnarssyni. Svo Axel Kárasyni.
Meira