feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Rabb-a-babb
20.09.2020
kl. 10.27
oli@feykir.is
Nafn: Frímann Gunnarsson.
Fjölskylduhagir: Ég gæti sagt einhleypur, en mér finnst einstakur hljóma betur.
Hvernig nemandi varstu? Til fyrirmyndar. Ég ræddi það svo sem ekki mikið við „kennara“ mína, enda fannst mér ég sjálfur hafa besta yfirsýn yfir mitt nám, því þó ég hafi að nafninu til gengið í gegnum hið hefðbundna íslenska skólakerfi, þá stjórnaði ég námi mínu sjálfur frá 1.bekk grunnskóla, enda stóð íslenska skólakerfið engan veginn undir væntingum mínum. Ég reyndi í einhvern tíma að koma mínum hugmyndum að en talaði fyrir daufum eyrum, þannig að á móti lokaði ég mínum eyrum fyrir boðskap „kennaranna“ og fór mínar leiðir. Þetta mættu miklu fleiri börn gera, a.m.k. bráðger börn og börn af mínu kaliberi, sem eru auðvitað ekki mörg.
Meira