Rabb-a-babb 191: Stefý
feykir.is
Rabb-a-babb
07.10.2020
kl. 16.22
Nafn: Stefanía Fanney Björgvinsdóttir. Hvernig nemandi varstu? Pottþétt óþolandi fyrir kennara, en stuðpía fyrir samnemendur. Ég var alltaf dugleg og stóð mig vel í skóla, en ég talaði meira en góðu hófi gegnir og held að ég geri það enn. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Ég horfi lítið á sjónvarpið, en RuPauls Drag Race er eitthvað sem ég þarf að sjá. Hvernig er eggið best? Poched með gráðostasósu á skonsu og með smá beikoni on the side.
Meira