Rabb-a-babb

Rabb-a-babb 141: Sigríður Kristín

Nafn: Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir. Árgangur: 1956. Hvað er í deiglunni: Vinna og aftur vinna! Og skriftir í hjáverkum. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum?
 Hárgreiðslan hennar systur minnar sem ég var í laumi hund-óánægð með. Hún setti rúllur í hárið á mér og túberaði það og mér fannst það kellingarlegt, vildi slöngulokka. En vildi ekki særa stóru systur.
Meira

Rabb-a-babb 140: Sveinn Sverris

Nafn: Sveinn Sverrisson. Árgangur: 1969. Hvað er í deiglunni: Hefðbundin haustverk sem miðast m.a. við að veiða eitthvað í kistuna fyrir veturinn. Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Er með þá áráttu að flauta eða humma alltaf það lag sem ég heyrði síðast, þannig að líklegast tæki ég sama lag og var sungið á undan mér.
Meira

Rabb-a-babb 139: Bjarki Már

Nafn: Bjarki Már Árnason. Árgangur: 78. Hvað er í deiglunni: Það er nú að njóta þess aðeins lengur að hafa unnið 3. deildina með Tindastóli og svo er ég nú reyndar að fara til Los Angeles í byrjun október og orðinn frekar spenntur fyrir því. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Ég var að hlusta mikið á U2, hef hlustað mikið á þá og geri enn.
Meira

Rabb-a-babb 138: Halla Rut

Nafn: Halla Rut Stefánsdóttir. Árgangur: '77 árgangur. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Það var nú margt, en aldrei datt mér í huga að ég yrði prestur. Hver er elsta minningin sem þú átt? Ég man vel eftir mér og Berglindi systur minni inn í herbergi í Raftahlíðinni, hún hágrátandi og ég að reyna að troða henni í allt of lítil föt. Fékk skammir, man það.
Meira

Rabb-a-babb 137: Sóley Björk

Nafn: Sóley Björk Guðmundsdóttir. Árgangur: 1988. Hvað er í deiglunni: Andlegur undirbúningur fyrir Laufskálarétt svona mestmegnis. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ruslakall, ég átti lítinn dótaruslabíl og langaði afskaplega mikið að vita hvar ruslið allt endaði.
Meira

Rabb-a-babb 136: María Gréta

Nafn: María Gréta Ólafsdóttir. Árgangur: 1956. Hvað er í deiglunni: Það helsta er að við stefnum á að flytja á Krókinn aftur eftir 16 ár í Hjaltadal og þurfum því að selja húsið okkar í sveitinni, með nokkurri eftirsjá reyndar. Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? Rosa Parks, þeir sem ekki þekkja þetta nafn ættu að kynna sér það, þetta var ein merkilegasta kona allra tíma.
Meira

Rabb-a-babb 135: Róbert Daníel

Nafn: Róbert Daníel Jónsson. Árgangur: 1975. Hvað er í deiglunni: Það er alltaf eitthvað í deiglunni, ég er áhugaljósmyndari og er að fara af stað með ljósmyndasýningu í haust sem heitir Náttúran í Austur Húnavatnssýslu svo eitthvað sé nefnt. Besti ilmurinn? Lyktin af Íslandi þegar umhverfið okkar er í blóma yfir há sumarið.
Meira

Rabb-a-babb 134: Vignir Kjartans

Nafn: Vignir Kjartansson. Árgangur: Hinn frábæri 1976 árgangur sem á stórafmæli um þessar mundir. Fjölskylduhagir: Í sambúð með Áslaugu Helgu Jóhansdóttur. Við eigum svo tvö börn, Víking Ævar 15 ára og Vigdísi Kolku 10 ára. Búseta: Suðurgatan á Sauðárkróki. Besti ilmurinn? Lyktin í klefa Molduxanna eftir grjótharða æfingu í Litla salnum.
Meira

Rabb-a-babb 133: Dagný Marín

Nafn: Dagný Marín Sigmarsdóttir. Árgangur: 1962. Fjölskylduhagir: Hef verið í sambúð með honum Dolla mínum (Adolf H. Berndsen) í bráðum 36 ár og eigum við þrjú, að sjálfsögðu, yndisleg börn, Sverri Brynjar, Sonju Hjördísi og Sigurbjörgu Birtu. Barnabörnin eru enn yndislegri þau Iðunn Ólöf og Sigmar Víkingur. Búseta: Á Skagaströndinni góðu. Besti ilmurinn? Lykt af nýhefluðu timbri því hún minnir mig alltaf á pabba. Hann vann sem smiður og angaði svo oft af timburlykt.
Meira

Rabb-a-babb 132: Guðrún Pálma

Nafn: Guðrún Hulda Pálmadóttir. Árgangur: 1972. Fjölskylduhagir: Bý með honum Gísla frá Lundi og saman eigum við Rakel Bryndísi, Rúnar og Kára... og ömmustelpurnar Bryndísi Huldu og Kristbjörgu Önnu.
Meira