Rabb-a-babb 207: Helga Margrét
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Rabb-a-babb
02.02.2022
kl. 13.46
Nafn: Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Fjölskylduhagir: Trúlofuð Mána Atlasyni lögmanni og eigum við saman Atla Stein sem er 17 mánaða orkubolti. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Dóttir Aðalheiðar Böðvarsdóttur og Þorsteins Sigurjónssonar, alin upp á Reykjum 2 í Hrútafirði. Starf / nám: Læknir, akkúrat þessa stundina starfa ég á kvenna- og fæðingadeild Landspítalans. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Mig langaði alltaf að vinna í apótekinu á Hvammstanga eða í gróðurhúsinu hjá Huldu frænku. Hver er elsta minningin sem þú átt? Ég er nokkuð viss um að ég muni eftir því þegar ég var enn á brjósti og systkini mín voru að stríða mér yfir því, enda að nálgast 4 ára aldurinn.
Meira