Rabb-a-babb 201: Gunnar Birgis
feykir.is
Skagafjörður, Rabb-a-babb
25.08.2021
kl. 10.50
Nafn: Gunnar Birgisson. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Þorgerður Sævarsdóttir og Birgir Gunnarsson eru foreldrar mínir, alinn upp í Hólatúninu á Sauðárkróki. Þvílík gata! Starf / nám: Starfa sem íþróttafréttamaður hjá RÚV og knattspyrnuþjálfari hjá Breiðabliki. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Það breyttist nokkurn veginn dag frá degi. En gjarnan þegar ég og Sævar bróðir vorum að keppa í hinum ýmsu greinum í Hólatúninu átti ég það til að lýsa þar til ég hætti eða varð of tapsár, þannig ætli það hafi ekki legið beinast við að ég kæmi til með að starfa við íþróttaumfjöllun einn daginn.
Meira