Rabb-a-babb 166: Sólborg Una
feykir.is
Rabb-a-babb
05.09.2018
kl. 11.54
Nafn: Sólborg Una Pálsdóttir.
Hverra manna ertu og hvar upp alin: Alin upp í Austur-Húnavatnssýslu og er reglulega minnt á það hér í Skagafirði. Foreldrar eru þau Páll Þórðarson og Ingibjörg Guðmundsdóttir, stórbændur á Sauðanesi.
Starf / nám: Héraðsskjalavörður Skagfirðinga. Er sagnfræðingur og fornleifafræðingur.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Man eiginlega bara eftir bleika dressinu og hárgreiðslunni. Hlýt að hafa misst meðvitund út af stórkostlegu magni hárlakks.
Hvernig slakarðu á? Sötra kaffi, smjatta á súkkulaði og les eitthvað gáfulegt.
Meira