Rabb-a-babb

Rabb-a-babb 161: Gauja Hlín

Nafn: Guðríður Hlín Helgudóttir en alltaf kölluð Gauja. Búseta: Á besta stað á Hvammstanga. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði mér að verða rannsóknarlögreglumaður, arkitekt eða lýtalæknir og varð því augljóslega ferðamálafræðingur. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? „Ég sagði ykkur að þetta myndi reddast!”
Meira

Rabb-a-babb 160: Arna Björg

Nafn: Arna Björg Bjarnadóttir. Búseta: Valþjófsstaður í Fljótsdal. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Ég er alin upp í Ásgeirsbrekku í Skagafirði en er ½ Norður-Þingeyingur, ¼ Skagfirðingur og ¼ Svarfdælingur. Hver er uppáhalds bókin þín eða rithöfundur? Jón Kalman – bækurnar hans eru einfaldlega konfekt eða öllu heldur eins og bláber með sykri og rjóma. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Þetta er snilld.
Meira

Rabb-a-babb 159: Halldór Gunnar

Nafn: Halldór Gunnar Ólafsson. Árgangur: 1972. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Sonur Óla Benna og Gunnu Páls en þau ólu mig upp á Skagaströnd. Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Sjálfstætt fólk. Hún hafði sterk áhrif á mig þegar ég las hana fyrst.
Meira

Rabb-a-babb 158: Kristín Þöll

Nafn: Kristín Þöll Þórsdóttir. Árgangur: 1972. Starf / nám: Klæðskeri.Vinn sem verslunarstjóri í Vogue Akureyri og tek að mér sérsaum. Hættulegasta helgarnammið? Malaco hlaup – ég Tryllist! Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Allt er hey í harðindum, nema heybabilula she´s my baby.

Meira

Rabb-a-babb 157: Lee Ann

Nafn: Lee Ann Maginnis. Árgangur:1985. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Ég er dóttir Alla og Jóhönnu og er alin upp á Blönduósi frá sjö ára aldri. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu í heild sinni. Fylgdist með þeim í Hollandi og þrátt fyrir slæmt gengi brostu þær framan í alla stuðningsmennina og sinntu okkur eftir leik með eiginhandaáritunum, myndatökum og spjalli.
Meira

Rabb-a-babb 156: Óli Björn

Nafn: Óli Björn Kárason. Árgangur: 1960. Starf / nám: Alþingismaður – hagfræðingur að mennt. Besta bíómyndin? Citizen Kane. Orson Wells var snillingur og leikstýrði og lék aðalhlutverkið. Myndin er meistaraverk en höfðar auðvitað sérstaklega til mín þar sem fjallað er um fjölmiðla, stjórnmál, völd og spillingu.
Meira

Rabb-a-babb 155: Beta

Nafn: Elísabet Helgadóttir. Árgangur: 1976. Fjölskylduhagir: Gift Stebba Lísu og á með honum þrjár stelpur. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Hvað drasl fer mikið í taugarnar á mér og hvað skítaþröskuldurinn minn er lágur. Alveg glatað að eyða svona miklum tíma í að taka til og þurrka af eldhúsborðinu.
Meira

Rabb-a-babb 154: Halldór á Molastöðum

Nafn: Halldór Gunnar Hálfdansson. Árgangur: 1974. Hvað er í deiglunni: Að halda haus. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Ég er húsbóndi á mínu heimili og ræð hvenær ég skúra. Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? „Sjitt maður, sólin er farin“ – þetta sagði frændi minn þegar hann sofnaði í berjamó í Stíflurétt og vaknaði þegar farið var að dimma.
Meira

Rabb-a-babb 153: Óli Sindra

Nafn: Ólafur Atli Sindrason. Árgangur: 1977. Hvað er í deiglunni: Svona fyrir utan að grípa í kennslu eru það hauststörfin á búgarðinum sem nú hellast yfir. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði alltaf að verða bóndi - en líka leikari (hvernig sem það átti nú að passa saman). Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Nú er ég léttur með Geira.
Meira

Rabb-a-babb 152: Ástrós

Nafn: Ástrós Elísdóttir. Árgangur: 1982. Hvað er í deiglunni: Ég er að kaupa mér hús. Hvernig er eggið best? Þegar það kennir hænunni. Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Sigurður Pálsson heitinn. Ljóðin hans snerta við mér og svo er hann albesti kennari sem ég hef haft.
Meira