Rabb-a-babb 171: Evelyn Ýr
feykir.is
Rabb-a-babb
19.12.2018
kl. 15.53
Nafn: Evelyn Ýr.
Fjölskylduhagir: Gift Sveini Kunningja á Lýtingsstöðum, við eigum saman eðaleintakið hann Júlíus Guðna.
Starf / nám: Ferðaþjónustubóndi og bóndakona, húsmóðir með mastersgráðu í menningarfræði, leiðsögumaður og stundakennari í ferðamálum í Háskólanum á Hólum
Hvernig slakarðu á? Með því að syngja, fara í reiðtúr eða taka myndir. Svo er gott að setjast niður með glas af rauðvíni, kveikja á kertum og lesa.
Hver er elsta minningin sem þú átt? Komin á hestbak á dráttarhesti hjá afa. Ég var örugglega ekki eldri en tveggja ára.
Meira