Rabb-a-babb 196: Ragnhildur lögga
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Rabb-a-babb
17.03.2021
kl. 09.18
Nafn: Ragnhildur Haraldsdóttir. Starf / nám: Starfa hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, nánar tiltekið á Blönduósi. Er hestafræðingur og leiðbeinandi frá Háskólanum á Hólum, eins hef ég lokið BA gráðu í lögreglu- og löggæslufræðum við Háskólann á Akureyri. Upp á síðkastið hef ég verið að dunda mér í meistaranámi í lögfræði sem ég ætla að reyna að taka í einhverjum skömmtum. Svo, ef starf eða áhugamál má kalla, þá er ég í sveitarstjórn sem er ótrúlega lærdómsríkt og skemmtilegt en þó lúmskt tímafrekt. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Þessi spurning var borin undir fjölskyldumeðlimi og vakti titillinn Margan hef ég skammað mesta kátínu og fékk flest stig. :o)
Meira