Rabb-a-babb

Rabb-a-babb 209: Selma Hjörvars

Nafn: Selma Hjörvarsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Fædd og uppalin í Reykjavík en segist alltaf vera að vestan. Pabbi (Hjörvar Óli Björgvinsson)var fæddur og uppalinn á Grímsstaðarholtinu en mamma (Bára Freyja Ragna Vernharðsdóttir) í Fljótavík á Hornströndum. Á mikið af skyldfólki fyrir vestan og ræturnar sterkar þangað. Við Tommi bjuggum svo fyrir vestan í 10 ár þannig að Vestfirðirnir kalla alltaf á mig. Ég á sex systkini sem eru dreifð um Ísland, Noreg og Svíþjóð. Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Ryan Reynolds, Miriam Margolyes og Sandra Bullock. Held að það væri bara rosalega skemmtileg blanda af skemmtilegu fólki.
Meira

Rabb-a-babb 208: Halla Mjöll

Nafn: Halla Mjöll Stefánsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Ég er dóttir Stefáns frá Gauksstöðum og Ólafar frá Sauðárkróki og Hofsósi. Ég er uppalin á Sauðárkróki. Starf / nám: Ég er menntaður fjölmiðlafræðingur og starfa sem sérfræðingur á ráðgjafasviði hjá Eignaumsjón hf, fyrirtæki sem sérhæfir sig í rekstri húsfélaga. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Atvinnumaður í fótbolta var efst í huganum. Svo átti ég mér alltaf leynilegan draum um að verða leikkona eða söngkona. Edda systir fékk sennilega alla sönghæfileikana í vöggugjöf, en hver veit nema að ég vippi mér upp á leiksvið einn daginn. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? „Kíkjum á þetta á morgun.“
Meira

Rabb-a-babb 207: Helga Margrét

Nafn: Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Fjölskylduhagir: Trúlofuð Mána Atlasyni lögmanni og eigum við saman Atla Stein sem er 17 mánaða orkubolti. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Dóttir Aðalheiðar Böðvarsdóttur og Þorsteins Sigurjónssonar, alin upp á Reykjum 2 í Hrútafirði. Starf / nám: Læknir, akkúrat þessa stundina starfa ég á kvenna- og fæðingadeild Landspítalans. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Mig langaði alltaf að vinna í apótekinu á Hvammstanga eða í gróðurhúsinu hjá Huldu frænku. Hver er elsta minningin sem þú átt? Ég er nokkuð viss um að ég muni eftir því þegar ég var enn á brjósti og systkini mín voru að stríða mér yfir því, enda að nálgast 4 ára aldurinn.
Meira

Rabb-a-babb 206: Margrét Gísla

Nafn: Margrét Gísladóttir. Fjölskylduhagir: Gift Teiti Birni Einarssyni og saman eigum við synina Gísla Torfa og Einar Garðar. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Dóttir séra Gísla Gunnarssonar og Þuríðar Kristjönu Þorbergsdóttur í Glaumbæ í Skagafirði þar sem ég er alin upp. Hvernig nemandi varstu? Mér gekk alltaf vel í skóla en í öllum umsögnum frá kennurum frá 6 ára aldri segir að ég sé ansi fljótfær og ég held það hafi lítið breyst. Ég átti það líka til að skipta mér af stjórn og skipulagi í samtölum við skólastjóra allt frá grunnskóla og upp í háskóla svo ég hef verið með sterkar skoðanir á öllu frá blautu barnsbeini – þeim líklega til ama. Hvernig er eggið best? Steikt og sólin upp.
Meira

Rabb-a-babb 205: Smári Eiríks

Nafn: Friðrik Smári Eiríksson. Fjölskylduhagir: Í sambúð með Sigríði Sól Hreinsdóttur og saman eigum við tvo ketti, en annars á ég þrjú yndisleg börn; Veroniku Hebu 20 ára, Nóa Fannar 13 ára og Óliver Kaj 11 ára. Starf / nám: Er stúdent frá FNV, skráður fáfræðingur í símaskránni og vinn í byggingageiranum. Hvað er í deiglunni: Þrotlaus undirbúningur fyrir næstu auglýsingaherferð fyrir verslum heima. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Horfi ekki á sjónvarpið eftir að Gísla Martein byrjaði þar.
Meira

Rabb-a-babb 204: Vivian

Nafn: Vivian Didriksen Ólafsdóttir. Starf / nám: Er starfandi leikkona. Hvernig nemandi varstu? Örugglega óþolandi, ætla að nota tækifærið og þakka gömlum kennurum fyrir kærleikann og þolinmæðina. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Ég er snillingur að gera heilandi mat, þá meina ég mat sem bústar meltingarveg og þar af leiðandi ónæmiskerfið. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Ég er roooosalega hvatvís, það fer að verða soldið þreytt.
Meira

Rabb-a-babb 203: Sara Ólafs

Nafn: Sara Ólafsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Ég er dóttir Óla Stebba og Huldu Einars á Reykjum. Er alin upp þar á bæ í hressilegu hrútfirsku sveitalofti. Hver er elsta minningin sem þú átt? Ein af mínum elstu minningum er þegar ég vaknaði um miðja nótt í stofunni heima eftir að hafa grenjað mig, ömmu og afa í svefn. Ástæðan var sú að ég fékk ekki að fara með foreldrum mínum á þorrablót. Þarna hef ég verið u.þ.b. 4 ára. Hættulegasta helgarnammið? Gott súkkulaði og rauðvín.
Meira

Rabb-a-babb 202: Karólína í Hvammshlíð

Nafn: Karólína Elísabetardóttir. Fjölskylduhagir: Hundarnir Baugur og Kappi, í kringum 60 kindur og þrír hestar. Hvað er í deiglunni: Næsta dagatal. Og riðurannsóknin mikla: að finna vonandi nýjar verndandi arfgerðir varðandi næmi fyrir riðusmiti til að útrýma vonandi þennan vágest án þess að skera bara endalaust niður! Og koma svo ostagerðinni af stað þegar leyfið verður loksins komið – sem virðist alveg á síðustu metrunum. Hvernig er eggið best? Ef framleiðandi (fuglinn) var búinn að vappa um úti –alveg sama hvort um hænu, grágæs eða hettumáf er að ræða.
Meira

Rabb-a-babb 201: Gunnar Birgis

Nafn: Gunnar Birgisson. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Þorgerður Sævarsdóttir og Birgir Gunnarsson eru foreldrar mínir, alinn upp í Hólatúninu á Sauðárkróki. Þvílík gata! Starf / nám: Starfa sem íþróttafréttamaður hjá RÚV og knattspyrnuþjálfari hjá Breiðabliki. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Það breyttist nokkurn veginn dag frá degi. En gjarnan þegar ég og Sævar bróðir vorum að keppa í hinum ýmsu greinum í Hólatúninu átti ég það til að lýsa þar til ég hætti eða varð of tapsár, þannig ætli það hafi ekki legið beinast við að ég kæmi til með að starfa við íþróttaumfjöllun einn daginn.
Meira

Rabb-a-babb 200: Guðbjörg Óskars

Nafn: Guðbjörg Óskarsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Faðir minn hét Óskar Stefán Óskarsson og var slökkviðliðsstjóri á Sauðárkróki, móðir mín heitir Olga Alexandersdóttir. Fyrstu níu árin bjó ég í Innri-Njarðvík en hef búið á Sauðárkróki frá þeim tíma. Starf / nám: Sérfræðingur á Fyrirtækjasviði hjá Byggðastofnun. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Sonum mínum, hefði aldrei trúað því að ég myndi hafa gaman að því að horfa á fótbolta þar til börnin mín fóru að stunda þá íþrótt. Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? 
Stelpukvöld með Rachel, Monicu og Phoebe (allar í karakter) hljómar vel.
Meira