Rabb-a-babb 211: Ásdís Ýr
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Rabb-a-babb
10.08.2022
kl. 14.41
Nafn: Ásdís Ýr Arnardóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Ég er barnabarn Manna og Maju á Vindhæli, dóttir Önnu og Össa í Vélsmiðjunni sálugu. Ég lærði að lesa og hjóla á Blönduósi, tók út gelgjuna í Mosfellsbæ og varð fullorðin í Vesturbæ Reykjavíkur en ákvað svo um þrítugt að flytja aftur á Norðurlandið. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Túnfisksalatið mitt er himneskt. Börnin myndu segja lasanga. Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? . Ég væri til í að vera Michelle Obama, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna. Ég myndi eyða deginum á Íslandi og vera með fyrirlestur í Hörpu fyrir ungar konur.
Meira