Breytingar á merkingum á Skagfirðingabraut
feykir.is
Skagafjörður, Fréttir
10.08.2016
kl. 11.45
Í sumar hefur umboðsaðili Sjóvár á Sauðárkróki, ásamt bæjarstarfsmönnum, unnið að því að breyta merkingum á Skagfirðingabraut.
Nú er óbrotin miðlína á milli akgreina sem þýðir að framúrakstur er bannaður. Markmiðið er að draga úr hættulegum framúrakstri og fækka umferðarslysum sem hafa verið of algeng á þessum stað. Einföld lausn sem vonandi eykur öryggi.
/Fréttatilkynning
