Fréttir

Framkvæmdir við nýjan golfskála hefjast senn

Framkvæmdir hefjast senn við nýjan golfskála á Hlíðarendavelli Það standa fyrir dyrum framkvæmdir á svæði Golfklúbbs Skagafjarðar en nú í lok ágúst verður hafist handa við að fjarlægja golfskálann og í framhaldinu verður ráðist í jarðvegsvinnu og uppsetningu á nýjum og stærri golfskála. Sá verður um 230 fermetrar og því talsvert meira en helmingi stærri en sá gamli.
Meira

Grenvíkingar fengu að líta 18 spjöld en fóru heim með stigin

Topplið Magna frá Grenivík mætti á Sauðárkróksvöll í gærkvöldi þar sem Tindastólsmenn biðu þeirra. Það fór svo að gestirnir hirtu öll stigin með marki á fimmtu mínútu í uppbótartíma en þá voru aðeins orðnir eftir nítján leikmenn á vellinum. Miðað við leikskýrslu hlýtur dómari leiksins að vera með strengi í spjaldahandleggnum eftir leikinn því hann sýndi spjöldin sín tvö alls 26 sinnum í leiknum – þar af gestunum 18 sinnum! Lokatölur 0-1.
Meira

Lífræn ræktun í Lýtó

Í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi býr Elínborg Erla Ásgeirsdóttir og stundar þar lífræna grænmetisræktun. Einnig er hún í býflugnarækt svo það er nóg við að vera. Elínborg hefur vakið athygli fyrir þessa starfsemi og er hún formaður í VOR, sem er félag framleiðenda í lífrænum búskap og fullvinnslu. Blaðamanni Feykis lék forvitni á að fræðast nánar um málið. Var þá bara eitt að gera en það var að fara í heimsókn í Breiðargerði.
Meira

Gaman að kenna honum ný trix | Ég og gæludýrið mitt

Það eru systurnar Tara Dögg og Emma Karen sem ætla að svara þættinum Ég og gæludýrið mitt að þessu sinni en þær eiga heima í Iðutúninu á Króknum. Foreldrar þeirra eru Helga Sif Óladóttir og Sverrir Pétursson og flutti fjölskyldan á Krókinn árið 2018 en Sverrir á tengingu í Hjaltadalinn. Jólin 2022 voru eftirminnileg fyrir stelpurnar en þá fengu þær Herbert í jólagjöf frá foreldrum sínum og hefur hann heldur betur lífgað upp á heimilið.
Meira

Grísk lambaveisla með rótargrænmeti og hrísgrjónum | Matgæðingur Feykis

Erla Júlíusdóttir var matgæðingur vikunnar í tbl. 13 en hún flutti með foreldrum sínum til Sauðárkróks þegar hún var átta ára gömul því faðir hennar, Júlíus Skúlason (Júlli skipstjóri), fékk skipstjórastöðu á Hegranesinu og síðar Klakk. Erla starfar í dag sem kennari og býr í Reykjavík og á þrjú börn. „Ég hef sérstakt dálæti á grískum mat þar sem sameinast ferskleiki, dásamleg krydd, næringargildi og hollusta,“ segir Erla.
Meira

Loforð hafa verið margsvikin

Húnahornið segir frá því að sveitarstjórn Húnabyggðar harmar þann trúnaðarbrest sem orðið hefur milli sveitarfélagsins og yfirvalda vegna stjórnunar samgöngumála. Sveitarfélagið hefur í sumar gert alvarlegar athugasemdir við upplýsingagjöf Vegagerðarinnar, m.a. um frestun framkvæmda við Skagaveg og breytingar á framkvæmdum við Vatnsdalsveg.
Meira

Hvers vegna Pride?

Listasýningin „Hvers vegna Pride?“ opnar á Blönduósi – list, samfélag og fjölbreytileiki í forgrunni. Hillebrandtshús í gamla bænum á Blönduósi verður vettvangur litríkra verka þegar listasýningin Hvers vegna Pride? opnar föstudaginn 15. ágúst kl. 16:00. Sýningin stendur til 30. ágúst og verður opin alla daga frá 16:00 til 18:30. Aðgangur er ókeypis.
Meira

Maggi kláraði með stæl

Eins og við á Feyki sögðum frá í gær hjólaði Magnús frá Brekkukoti hringinn í Skagafirði á handaflinu einu til að safna áheitum til að kaupa sér rafmagnsfjórhjól. Er skemmst frá að segja að Maggi kláraði verkefnið eins og að drekka vatn og kom síðdegis í Hofsós þar sem fjöldi fólks tók á móti honum.
Meira

Stólastúlkur nældu í stig í blálokin gegn Þrótti

Tindastólsstúlkur fengu lið Þróttar Reykjavík í heimsókn í kvöld í Bestu deildinni. Eins oft vill verða þá vildu bæði lið stigin sem í boði voru en það fór svo að þau fengu sitt hvort stigið sem gerði kannski ekki mikið fyrir gestina í toppbaráttu deildarinnar en gæti reynst dýrmætt í botnslagnum fyrir lið Tindastóls. Lokatölur 1-1.
Meira

Hinir miklu lýðræðissinnar | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fyrr á árinu skrifaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undir samkomulag við Evrópusambandið sem meðal annars felur í sér að Ísland aðlagi sig að utanríkisstefnu sambandsins. Þar segir með skýrum hætti: „Aðlögun að utanríkisstefnu ESB […] aðlögun EFTA/EES-ríkjanna að ákvörðunum, yfirlýsingum og refsiaðgerðum ESB.“ Þorgerður hefur þvertekið fyrir þetta þrátt fyrir að það standi beinlínis í skjalinu sem hún undirritaði.
Meira