Skagafjörður

Torskilin bæjarnöfn - Ábær í Austurdal

Ábær í Austurdal. Elzta heimild um þetta bæjarnafn er Landnáma. Hún segir þannig frá: „Önundr víss, hét maðr, er land nam frá Merkigili, enn eystra dal alt fyrir austan; enn þá er Eiríkur vildi til fara at nema dalinn allan alt fyrir vestan, þá feldi Önundr blótspán til, at hann skyldi verða víss, hvern tíma Eiríkr mundi til fara at nema dalinn, ok varð þá Önundr skjótari ok skaut yfir ána með tundröru ok helgaði sér svá landit fyrir vestan, ok bjó milli á“. (Land- náma, bls. 142).
Meira

„Þú ert það sem þú borðar“

"Umsjónarkona þessa þáttar minnist þess að hafa fyrst rekist á hið margtuggna slagorð „þú ert það sem þú borðar“ á veggspjaldi í sveitaskóla á Vesturlandi. Fyrstu hughrifin sem það vakti á þeim tíma var að þá hlyti maður að vera bjúga! Í minningunni voru nefnilega alltaf bjúgu í matinn þegar íþróttamót voru haldin í umræddum skóla. Með öðrum orðum kjöt, salt og mör, ásamt einhverjum bindiefnum, pakkað í plast og reykt við tað. Seinna tók kannski við víðari túlkun á frasanum „að vera það sem maður borðar.“ Með það í hug gróf Feykir upp nokkrar uppskriftir af hollu og góðu haustfæði." Svo mælti umsjónarmaður matarþáttar Feykis í 37. tbl. ársins 2016.
Meira

Listin að lifa

Ég hitti nýverið konu sem spurði mig af kurteisissökum hver væru mín helstu áhugamál. Það runnu skyndilega á mig tvær grímur því í fljótu bragði mundi ég ekki eftir neinum raunverulegum áhugamálum, hverju skyldi ég svara.
Meira

Margt að gerast hjá Farskólanum

Nýlega hófst á vegum Farskólans námskeiðsröð í fullvinnslu ýmiss konar landbúnaðarafurða. Námskeiðin eru öll haldin í Matarsmiðju BioPol á Skagaströnd og eru styrkt og niðurgreidd af SSNV, Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meira

Jafnréttisdagar háskólanna

Jafnréttisdagar háskólanna er árlegur viðburður sem haldinn er í öllum íslensku háskólunum samtímis. Að þessu sinni standa þeir yfir dagana 1.-5. október. Á jafnréttisdögum er markmiðið að tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismunun.
Meira

Blóðsöfnun í næstu viku

Blóðbankinn verður með blóðsöfnun á Sauðárkróki og á Blönduósi í næstu viku. Mikill skortur hefur verið á blóði hjá Blóðbankanum og á Facebooksíðu bankans í gær kemur fram að skortur er á blóði í öllum blóðflokkum, þó sérstaklega O mínus. Því er mikilvægt að sem flestir gefi blóð.
Meira

Öruggur sigur í æfingaleik gegn Hetti

Tindastóll og Höttur Egilsstöðum mættust í gær í síðasta æfingaleik Stólanna fyrir átökin í Dominos-deildinni í vetur. Stuðningsmenn fjölmenntu í Síkið og sáu kaflaskiptan leik liðanna en sigur Tindastóls var sannfærandi. Lokatölur 92-77.
Meira

Arnar Geir gerir gott mót í Missouri

Á heimasíðunni Kylfingur.is segir af því að þrír íslenskir kylfingar kepptu á Missouri Valley Fall Invitational á Marshall vellinum í Missouri dagana 24.-25. september en það vour þeir Arnar Geir Hjartarson, Birgir Björn Magnússon og Gunnar Blöndahl Guðmundsson.
Meira

Æfingaleikur í Síkinu í kvöld

Nú er aðeins vika í að Dominos-deildin í körfunni fari af stað á ný og því ekki seinna vænna að bjóða upp á æfingaleik í Síkinu fyrir körfuþyrsta stuðningsmenn Tindastóls. Það er lið Hattar frá Egilsstöðum sem brunar á Krókinn og hefst leikurinn kl. 19:15 í kvöld (fimmtudag).
Meira

Laufskálagleði framundan

Nú um helgina verður gleði og gaman í Skagafirði er Laufskálaréttir fara fram. Dagskráin tekur yfir þrjá dag og hefst á morgun föstudagskvöld þar sem stórsýning og skagfirsk gleði verður í reiðhöllinni á Sauðárkróki og ýmislegt verður í boði.
Meira