Breiðhyltingar sökkuðu í Síkinu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
23.11.2018
kl. 10.53
ÍR-ingar hafa síðustu misserin mætt grjótharðir í Síkið og verið til tómra vandræða fyrir Tindastólsmenn. Það var því reiknað með hörkuleik þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í 8. umferð Dominos-deildarinnar í gærkvöldi. Eftir jafnan leik brutu Stólarnir mótstöðu ÍR niður í öðrum leikhluta og sögðu síðan „bless“ í byrjun síðari hálfleiks. Það lá við að stuðningsmenn Tindastóls væru farnir að vorkenna gestunum og þá er nú langt gengið. Lokatölur voru 92-51.
Meira
