Fyrsta skóflustungan tekin að nýju húsnæði Byggðastofnunar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
19.11.2018
kl. 14.06
Síðast liðinn föstudag tók Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fyrstu skóflustunguna að nýju skrifstofuhúsnæði fyrir Byggðastofnun að Sauðármýri 2 á Sauðárkróki. Þar með hefjast framkvæmdir við fyrsta áfanga verksins, sem er jarðvinna en á allra næstu vikum verður bygging hússins boðin út og standa vonir til að framkvæmdum verði að fullu lokið um mitt ár 2020.
Meira
