Skagafjörður

Svanhildur Pálsdóttir ráðin í 1238, The Battle of Iceland

Fyrir skömmu var greint frá því að Áskell Heiðar Ásgeirsson hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri 1238, The Battle of Iceland, fræðslu- og upplifunarmiðstöðvarinnar um Sturlungaöldina sem opnar á Sauðárkróki í vetur. Nú hefur bæst í starfsmannahópinn því Svanhildur Pálsdóttir, fv. hótelstýra í Varmahlíð, hefur verið fengin til starfa.
Meira

Þjóðverjar fjölmennastir gesta Söguseturs íslenska hestsins

Sumaropnun Söguseturs íslenska hestsins þetta árið lauk 31. ágúst. Gestir voru alls 1177, þar af 153 börn svo alls greiddu 1024 aðgangseyri, sem er nokkur fjölgun frá fyrra ári. Á heimasíðu setursins segir að athyglisvert sé hversu víða að gestir setursins í sumar komu, eða frá 29 þjóðlöndum auk Íslands. Rétt eins og fyrri ár eru þýskir gestir í sérflokki hvað fjölda varðar, en þeir voru 392, eða rétt rúm 38%. Íslendingar voru í öðru sæti með 138 gesti og Bandaríkjamenn í því þriðja með 69 gesti. Næstir komu svo Hollendingar (61 gestur), Svisslendingar (60 gestir) og Svíar (54 gestir).
Meira

„Stefnan sett á sigur og ekkert annað“

Á morgun, laugardag, verður síðasta umferðin í 2. deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu leikin. Tindastólsmenn fá lið Völsungs frá Húsavík í heimsókn á Sauðárkróksvöll og er mikið undir hjá báðum liðum. Tindastólsmenn þurfa að ná góðum úrslitum til að tryggja sæti sitt í 2. deild en ef úrslit leikja verða Húsvíkingum hagstæð eiga þeir séns á að tryggja sér sæti í Inkasso-deildinni. Feykir hafði samband við Jón Stefán Jónsson, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Tindastóls og einn af þjálfurum liðsins.
Meira

Ein af sex þjónustuskrifstofum VÍS verður á Króknum

VÍS hefur í samræmi við nýja framtíðarsýn sína um að verða stafrænt þjónustufyrirtæki ákveðið að endurskipuleggja og einfalda fyrirkomulag þjónustu við viðskiptavini þannig að aukin áhersla verði lögð á stafrænar lausnir. Í kjölfarið verða þjónustuskrifstofur VÍS víðs vegar um landið sameinaðar í sex öflugar þjónustuskrifstofur á Selfossi, Egilsstöðum, Akureyri, Sauðárkróki, Ísafirði og Reykjavík. Breytingarnar taka gildi 1. október næstkomandi.
Meira

Yfirlýsing málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt líf vegna kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga um frestun gildistöku ákvæða um notendastýrða persónulega aðstoð

Með bréfi síðastliðinn föstudag fór Samband íslenskra sveitarfélaga þess á leit við félags- og jafnréttisráðherra að gildistöku laga sem taka eiga gildi þann 1. október verði frestað til áramóta. Þessum tillögum hafnar málefnahópur Öryrkjabandalagsins um sjálfstætt líf algerlega. Tími seinkana og mannréttindabrota er liðinn.
Meira

Rigning, slydda eða snjókoma norðanlands

Gult ástand, samkvæmt skilgreiningu Veðurstofunnar, er í gildi vegna veðurs fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Miðhálendi. Allhvöss norðanátt með slyddu eða snjókomu er víða til fjalla og þurfa vegfarendur að gera ráð fyrir hálku á Þverárfjalli og Möðrudalsöræfum. Hálkublettir eru á fjallvegum á Vestfjörðum og á norðanverðu landinu, Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Krapi er á Mývatnsöræfum og Fjarðarheiði.
Meira

Átta fíkniefnamál á Norðurlandi vestra

Átta fíkniefnamál hafa komið til kasta lögreglunnar á Norðurlandi vestra það sem af er september. Á Facebooksíðu embættisins kemur fram að aukin áhersla hefur verið lögð á fíkniefnamál og hefur lögreglan m.a. nýtt sér aðstoð fíkniefnaleitarhunda.
Meira

Ökum ekki syfjuð

Vátryggingafélag Íslands minnir ökumenn á það á vef sínum hve mikilvægt er að vera vel úthvíldur þegar sest er undir stýri. Þar segir að þreyta ökumanna sé þrisvar sinnum líklegri til að valda alvarlegum slysum en hraðakstur. Eru því ökumenn minntir á að taka sér stutt hlé á akstri og fá sér stuttan blund ef ekki eru aðrir farþegar með í bílnum til að skipta við ökumann.
Meira

Prufudælt úr Nafarholunni á næstu dögum

Boruð var könnunarhola fyrir kalt vatn á Nafabrúnum á Sauðarkróki fyrir og um síðustu helgi en borun lauk á sunnudaginn. Holan verður prufudæld til að sjá hvort nægjanlegt vatn sé í henni. Staðsetning holunnar er beint fyrir ofan vatnslind í Lindargötu.
Meira

FISK-Seafood eignast hlut í Vinnslustöðinni

FISK-Seafood ehf. á Sauðárkróki hefur gengið frá samningi um kaup á öllum eignarhlut Brims hf. í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum. Um er að ræða þriðjungs hlut alls hlutafjár í Vinnslustöðinni. Kaupverðið er kr. níu milljarðar og fjögurhundruð milljónir. Samningurinn verður sendur Samkeppniseftirlitinu.
Meira