Skagafjörður

Tvíburar frá Hofsósi fengu styrk úr Hvatningarsjóði Kviku

Tvíburasystkinin Ester María Eiríksdóttir og Jón Örn Eiríksson frá Hofsósi, fengu í gær styrk úr Hvatningarsjóði Kviku, hvort um sig upp eina milljón króna. Hvatningarsjóðurinn, sem er samstarfsverkefni Kviku og Samtaka iðnaðarins, hefur það að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf að því er segir á vef Kviku. Styrktarfjárhæð sjóðsins er fimm milljónir króna á ári í þrjú ár.
Meira

Bláberjaís á fimm mínútum

„Við erum hjónin Pétur Hafsteinn Sigurvaldason frá Litlu-Ásgeirsá í Víðidal og Bjarney Alda Benediktsdóttir frá Neðri-Torfustöðum í Miðfirði. Við búum að Neðri-Torfustöðum ásamt börnum okkar. Þau eru Ármann, Kristrún og María. Bústofninn á bænum er blandaður; kýr, kindur og nokkur hross. Ekki má gleyma að nefna tíkina okkar Millu, örustu hjálparhellu norðan Alpafjalla," sögðu hjónin Pétur og Bjarney, sem voru matgæðingar vikunnar í 29. tbl. Feykis árið 2013.
Meira

Sjónarhorn - Áskorendapenninn Laufey Leifsdóttir, Stóru – Gröf syðri, Skagafirði

Hún kom mér svo á óvart öflug gleðitilfinningin sem hríslaðist um mig augnablikið þegar Skagafjörðurinn birtist mér er ég ók niður af Vatnsskarðinu. Það var daginn sem ég flutti aftur norður. Ég gat nánast ekki hreyft mig í bílnum því agnarsmá Nissan Micra-bifreiðin sem ég ók var úttroðin af hreytunum úr íbúðinni sem við bjuggum í fyrir sunnan, svo troðin að börnin fóru í hinum bílnum og ég fékk að keyra ein með Rás eitt á fullu gasi.
Meira

Sundlaugin á Sauðárkróki lokuð - opnað aftur í Varmahlíð á mánudag

Sundlaugarnar í Varmahlíð og á Sauðárkróki eru nú báðar lokaðar tímabundið. Í gær var Sundlauginni á Sauðárkróki lokað vegna framkvæmda og verður svo um einhvern tíma. Sundlaugin í Varmahlíð verður opnuð á mánudaginn kemur, 8. október, eftir tímabundna lokun. Þá verða bæði litla og stóra laugin opnar, svo og potturinn. Nýja rennibrautin er enn ekki klár, eða eins og segir á Facebooksíðu sundlaugarinnar – góðir hlutir gerast hægt.
Meira

Skagafjörður sækir um þátttöku í tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar þann 20. september sl. var tekið fyrir bréf frá Íbúðalánasjóði þar sem fram kemur að sjóðurinn leiti eftir tveimur til fjórum sveitarfélögum til að taka þátt í tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni. Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að sækja um að Sveitarfélagið Skagafjörður verði þátttakandi.
Meira

Þórsarar sigraðir í Síkinu

Dominos-deildin í körfuknattleik hófst í kvöld og lið Tindastóls fékk Þór Þorlákshöfn í heimsókn en liðunum er spáð misjöfnu gengi í vetur. Stólarnir náðu frábærum kafla í fyrri hálfleik þar sem þeir bjuggu til heilbrigt forskot og það náðu gestirnir aldrei að brúa þó svo að þeir næðu að vinna sig inn í leikinn á ný. Lokatölur 85-68 í leik þar sem Urald King og Dino Butorac voru atkvæðamestir í liði Tindastóls.
Meira

Gul viðvörun í gildi

Veðurstofan varar við versnandi veðri á landinu og nú er gul viðvörun í gildi á Norður­landi vestra og svæðinu í kring; Vestfjörðum, Ströndum og Norður­landi eystra. Í veðurhorfum fyrir Norðurland vestra segir á vedur.is:
Meira

Ævintýrabókin - Myndband

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir Ævintýrabókina eftir Pétur Eggerz næstkomandi sunnudag í Bifröst. Höfundur tónlistar er Guðni Franzson og leikstjóri Ingrid Jónsdóttir. Alls eru 28 hlutverk í sýningunni sem leikin eru af 25 leikurum. Tíðindamaður Feykis fór á æfingu á þriðjudagskvöldið og tók upp nokkur myndbrot og klippti saman.
Meira

Ásmundur Einar og Halla Signý með opinn fund í kvöld

Í kvöld, miðvikudaginn 3. október klukkan 20:00, standa Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður í NV kjördæmi, fyrir opnum kvöldfundi á Sauðárkróki í Framsóknarhúsinu að Suðurgötu 3.
Meira

Sólarhringsdans í Árskóla

Dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla á Sauðárkróki hófst klukkan 11 í morgun og stendur í sólarhring þar sem nemendur ætla að dansa til kl. 11:00 á morgun. Stífar æfingar hafa farið fram undir stjórn Loga danskennara, sem að sjálfsögðu er mættur í Skagafjörðinn af þessu tilefni.
Meira