Tvíburar frá Hofsósi fengu styrk úr Hvatningarsjóði Kviku
feykir.is
Skagafjörður
06.10.2018
kl. 12.11
Tvíburasystkinin Ester María Eiríksdóttir og Jón Örn Eiríksson frá Hofsósi, fengu í gær styrk úr Hvatningarsjóði Kviku, hvort um sig upp eina milljón króna. Hvatningarsjóðurinn, sem er samstarfsverkefni Kviku og Samtaka iðnaðarins, hefur það að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf að því er segir á vef Kviku. Styrktarfjárhæð sjóðsins er fimm milljónir króna á ári í þrjú ár.
Meira
