Skagafjörður

Markmenn í vondum málum - Myndband

Þennan föstudag hefjum við með því að óska íslenska landsliðinu til hamingju með góðan leik í gær gegn Frakklandi sem endaði 2-2 eftir að Ísland var tveimur mörkum yfir þegar 5 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Skagfirðingarnir þrír í liðinu, Hólmar Örn, Kári Árna og Rúnar Már stóðu sig með stakri prýði og verða líklegir á mánudaginn gegn Sviss.
Meira

Valsmenn teknir á beinið

Tindastólsmenn skutust suður í dag og léku við lið Vals í annarri umferð Dominos-deildarinnar. Stólarnir tóku snemma forystuna og unnu að lokum auðveldan sigur en það var í þriðja leikhluta sem strákarnir léku öldungis prýðilega og skildu Valsarana eftir í spólrykinu. Lokatölur 73-93.
Meira

Innköllun á heimaslátruðu lambakjöti

Matvælastofnun vekur á heimasíðu sinni athygli á innköllun framleiðandans Birkihlíðar í Skagafirði á heimaslátruðu lambakjöti sem selt var á bændamarkaði á Hofsósi 30. september sl. Ástæða innköllunar er að slátrun fór ekki fram í viðurkenndu sláturhúsi og heilbrigðisskoðun var ekki framkvæmd af opinberum dýralækni.
Meira

Notaleg kvöldstemning í gamla bænum á Króknum

Opið verður í kvöld hjá nokkrum fyrirtækjum á Aðalgötunni á Króknum þar sem hægt verður að gera góð kaup enda lofað skemmtilegum tilboðum og kynningum á ýmsum varningi.
Meira

Skrautlegt fiðrildi í Bílabúðinni

Á vef Náttúrufræðistofnun Íslands kemur fram að í heiminum séu um 174.250 tegundir fiðrilda þekktar, í Evrópu 86 og 26 ættir hafi fundist á Íslandi. 17 þeirra eiga landlæga fulltrúa eða hýsa tegundir sem hingað hafa borist með vindum og alls 58 nafngreindar tegundir borist með varningi. Eitt skrautlegt fiðrildi kom einmitt með varningi á Bílaverkstæði KS í gær.
Meira

Haustþing leikskóla á Norðurlandi vestra

Föstudaginn 5. október sl. var haustþing leikskóla á Norðurlandi vestra haldið í Húnavallaskóla. Þingið sóttu 110 starfsmenn leikskólanna og var boðið upp á fyrirlestra og málstofur. Aðalfyrirlestur dagsins var „Hvernig sköpum við sterka liðsheild“ og voru það þau Anna Steinsen og Jón Halldórsson frá KVAN sem fluttu hann.
Meira

Meðalþyngd dilka meiri en fyrir ári

Í upphafi vikunnar var sagt frá því á heimasíðu Kaupfélags Skagfirðinga eftir að fimm vikur voru liðnar af sláturtíð að búið væri að slátra yfir 66. þús. fjár. Meðalþyngd dilka eftir þessar fimm vikur er 16,76 kg en var 16,5 kg á sama tíma í fyrra.
Meira

Háskólinn á Hólum með brautskráningu að hausti

Föstudaginn 5, október sl. hlutu tíu manns diplómugráðu frá Háskólanum á Hólum, af þremur mismunandi námsleiðum. Frá Ferðamáladeild brautskráðust fjórir með diplómu í viðburðastjórnun og tveir með diplómu í ferðamálafræði. Fjórir bættust í hóp diplómuhafa í fiskeldisfræði, frá Fiskeldis- og fiskalíffræðideild.
Meira

Ævintýrabókin slær í gegn

Þriðja sýning Leikfélags Sauðárkróks á Ævintýrabókinni fer fram í kvöld en óhætt er að segja að áhorfendur hafi skemmt sér vel á fyrri sýningum. Uppselt var á frumsýningu og mikil stemning í salnum og sama má segja í gær. Leikarar og áhorfendur vel stemmdir en fleiri gestir hefðu mátt láta sjá sig. Nú hefur foreldrafélag Árskóla og Ársala á Sauðárkróki ákveðið að niðurgreiða miðaverð fyrir sína félagsmenn sem og foreldrafélag Varmahlíðaskóla. Foreldrar eru hvattir til að nýta sér það.
Meira

Íslenskur landbúnaður í Laugardalshöll

Stórsýningin Íslenskur landbúnaður 2018 verður haldin í Laugardalshöll 12. til 14. október næstkomandi. Seinasta stóra stóra landbúnaðarsýning var haldin í Höllinni 1968 eða fyrir 50 árum. Sú sýning var einstaklega vel sótt af borgarbúum og bændum.
Meira