Skagafjörður

Króksbrautarhlaupið á morgun

Hið árlega Króksbrautarhlaup verður háð á morgun 15. september. Rúta fer með þátttakendur frá Sundlaug Sauðárkróks kl. 9:00 og hleypt verður út úr rútu á fjórum stöðum á Sauðárkróksrbraut. Stefnt er að því að allir séu komnir heim klukkan 11:30 - 12:00.
Meira

Riða greinist aftur í Skagafirði

Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Vallanesi í Varmahlíð í Skagafirði. Síðast greindist riða á þessu svæði árið 2016 á bæjunum Brautarholti og Stóru-Gröf ytri. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.
Meira

Galli í gjöf Verslunarmannafélagsins

Verslunarmannafélag Skagafjarðar sendi félagsmönnum sínum gjöf í tilefni af 60 ára afmæli félagsins núna á dögunum. Um er að ræða hleðslusett fyrir síma sem inniheldur rafmagnskló, snúru, bílahleðslu og hleðslubanka. Félagið hefur fengið tilkynningar um einhver tilfelli þar sem rafmagnsklóin virðist ofhitna og nánast bráðna.
Meira

Afhending umhverfisviðurkenninga í Skagafirði

Afhending umhverfisviðurkenninga Sveitarfélagsins Skagafjarðar í samstarfi við Soroptimistaklúbb Skagafjarðar fer fram í dag, fimmtudaginn 13. september í Húsi Frítímans kl. 17:00.
Meira

Þröstur Kárason á leið í EuroSkills Budapest 2018

Dagana 26. til 28. september nk. mætast í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, hæfileikaríkustu ungmenni Evrópu sem unnið hafa þátttökurétt í sínum heimalöndum á sviði iðngreina og reyna með sér í EuroSkills Budapest 2018. Íslensku þátttakendurnir eru átta talsins og eiga það sameiginlegt að hafa staðið uppi sem sigurvegarar á Íslandsmóti iðngreina sem fram fór í mars 2017. Tveir Skagfirðingar eru á meðal þátttakenda, Kristinn Gísli Jónsson matreiðslunemi og Þröstur Kárason, nýútskrifaður smiður.
Meira

Ari Jóhann Sigurðsson nýr formaður Heilbrigðisnefndar

Á fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, sem haldinn var í gær, var Ari Jóhann Sigurðsson kosinn formaður nefndarinnar. Ari Jóhann er búsettur í Varmahlíð, en starfar sem forstöðumaður á Blönduósi. Auk Ara Jóhanns sitja í nefndinni Ína Ársælsdóttir varaformaður, Lee Ann Maginnis Blönduósi, Margrét Eva Ásgeirsdóttir Skagafirði, Konráð Karl Baldvinsson Fjallabyggð, og Guðný Kristjánsdóttir, fulltrúi SA.
Meira

Kráarkvöld íbúa HSN á Sauðárkróki og Dagdvalar aldraðra

Annað kvöld, fimmtudaginn 13. september, verður bryddað upp á skemmtilegri nýjung hjá Dagdvöl aldraðra í Skagafirði og íbúum á HSN en þá verður haldið kráarkvöld í húsnæði Dagdvalar. Þar er ætlunin að íbúar og notendur Dagdvalar geti átt notalega stund og boðið aðstandendum sínum að koma og njóta með sér.
Meira

Samskip kynna nýtt siglingakerfi til og frá Íslandi og Færeyjum

Samskip gera stórfelldar breytingar á siglingaleiðum sínum nú í október. Í stað tveggja leiða verður nú siglt á þremur þar sem tvær, Norðurleið og Suðurleið, fara til Evrópu og ein, Strandleið, þjónar millilandaflutningum frá höfnum á Norður- og Austurlandi um Færeyjar til Evrópu. Við þessar breytingar bætist eitt skip í flotann.
Meira

Áskell Heiðar framkvæmdastjóri 1238, The Battle of Iceland

Áskell Heiðar Ásgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fræðslu- og upplifunarmiðstöðvar um Sturlungaöldina sem opnar á Sauðárkróki síðar á árinu. Miðstöðin hefur fengið nafnið 1238, The Battle of Iceland.
Meira

Trölli að hefja starfssemi

Unglingadeildin Trölli er að hefja störf aftur eftir sumarfrí en deildin er undirdeild Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveit á Sauðárkróki og ætluð krökkum á aldrinum 15 - 18 ára. Þeir sem komnir eru í framhaldsskóla hafa einnig kost á að starfa með eldri deildinni samhliða unglingadeildarstarfinu.
Meira