Skagafjörður

Síðasti kappinn á rússnesku kvikmyndahátíðinni í Króksbíói

Sjötta rússneska kvikmyndavikan á Íslandi stendur nú yfir og hafa rússneskar myndir verið í sýningu í nokkrum kvikmyndahúsum í Reykjavík. Farið verður með hátíðina út á land og verður hin vinsæla barna-ævintýramynd The Last Warrior eða Síðasti kappinn sýnd í Króksbíói nk. laugardag 22. sept. kl:17. Að sögn Báru Jónsdóttur hjá Króksbíó er um ævintýra-, gaman-, spennu- og fjölskyldumynd að ræða sem hlaut 2. verðlaun á Gullna Erninum, fyrir förðun og tæknibrellur. Myndin er með rússnesku tali og enskum texta.
Meira

Tap hjá Vinstri grænum

Vinstri Græn hafa skilað ársreikningi fyrir árið 2017 til Ríkisendurskoðunar en þar kemur fram að tap af rekstri flokksins nam 13,7 milljónum króna og var eigið fé neikvætt um 17,9 milljónir samkvæmt efnahagsreikningi.
Meira

Stefnir í verulega skrautlega lokaumferð í 2. deildinni

Í gær sagði Feykir frá sigri Tindastóls á liði Hugins Seyðisfirði og útskýrði fyrir lesendum hver staða liðsins væri fyrir lokaumferðina sem fram á að fara næstkomandi laugardag. Andstæðingar Tindastóls í síðustu umferðinni er lið Völsungs frá Húsavík sem átti ekki lengur séns á sæti í Inkasso-deildinni að ári eftir úrslit leikja nú um helgina. Það hefur hins vegar breyst eftir úrskurð áfrýjunardómstóls KSÍ í gær sem úrskurðaði að spila skildi leik Hugins og Völsungs aftur.
Meira

Leikfélagið komið með varanlegt húsnæði

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar fyrir helgi var lagður fram kaupsamningur á milli Leikfélags Sauðárkróks sveitarfélagsins sem selur leikfélaginu 50% óskiptan eignarhlut í fasteigninni Borgarflöt 17E, Sauðárkróki. Söluverð er 7.500.000 kr. Byggðarráðið samþykkti framlagðan kaupsamning sem undirritaður var daginn eftir af Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra og Sigurlaugar Dóru Ingimundardóttur, formanns LS.
Meira

Íbúafundur á Hofsósi um verndarsvæði í byggð

Í dag, mánudaginn 17. september, klukkan 17:00 er boðað til íbúafundar í Höfðaborg á Hofsósi um verndarsvæði í byggð. Farið verður yfir stöðu verkefnisins og í framhaldi óskað eftir hugmyndum, umræðu og ábendingum varðandi það. Eru íbúar og aðrir áhugasamir hvattir til að mæta til fundarins og leggja sitt af mörkum til að móta verkefnið svo svæðið megi þróast í sátt við íbúa og umhverfi.
Meira

Umhverfisviðurkenningar í Skagafirði

Afhending umhverfisviðurkenninga Sveitarfélagsins Skagafjarðar fór fram í fjórtánda sinn sl. fimmtudag, en það er Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar sem hefur umsjón með útnefningu þessara viðurkenninga fyrir Sveitarfélagið. Í ár voru veittar viðurkenningar í fimm flokkum, en þá hafa verið veittar 87 viðurkenningar á 14 árum.
Meira

Stólarnir bættu stöðu sína fyrir lokaumferðina með risa 0-1 sigri

Það er bullandi líf á báðum vígstöðvum í 2. deild karla í knattspyrnu. Þrjú lið berjast um toppsætin tvö sem tryggja sæti í Inkasso-deildinni næsta sumar og þrjú lið berjast um að forða sér frá því að enda í ellefta sæti 2. deildar og falla ásamt Seyðfirðingum í 3. deildina. Í gær fóru Tindastólsmenn austur og léku við lið Hugins frá Seyðisfirði og gerðu það sem þurfti. Lokatölur 0-1 og lið Tindastóls því í 10. sæti fyrir lokaumferðina.
Meira

Sjókvíaeldi – Náttúruógn eða vistvæn matvælaframleiðsla

Mikil umræða skapaðist á dögunum í kjölfar þess að allir landsliðsmenn íslenska kokkalandsliðsins drógu sig út úr liðinu eftir að Klúbbur matreiðslumanna hafði samið við Arnarlax um að fyrirtækið yrði bakhjarl liðsins en samningur þess efnis var undirritaður í Hörpu að viðstöddu fjölmenni. Með aðgerðum sínum vildu landliðskokkarnir mótmæla þeirri ákvörðun þar sem Arnarlax framleiðir lax í opnu sjókvíaeldi.
Meira

Gómsætt fyrir gangnamenn - Ekta íslensk kjötsúpa og rúgbrauð

Á haustdögum þegar göngur og réttir eru í aðalhlutverki er fátt betra en sjóðheitar og saðsamar súpur. Þar er íslenska kjötsúpan í öndvegi. Feykir gerði óformlega og óvísindalega rannsókn á því hver væri hin eina sanna íslenska kjötsúpa. Skemmst er frá að segja að hún er vandfundin, enda er það með kjötsúpu eins og góða kjaftasögu að hún breytist í meðförum manna. Því var ákveðið að láta gilda uppskrift sem gerð er opinber á vefsíðunni lambakjöt.is.
Meira

STÍFLUEYÐIR - Veistu hvað innihaldið er eitrað?

Með þessum skrifum langar mig að minna fólk á þá slysahættu sem fylgir oft notkun hreinsiefna. Við notum þau oft daglega án þess að spá mikið í hvernig réttast sé að meðhöndla efnin. Ég vona að með þessum pistli geti ég komið í veg fyrir slys, því það var einmitt það sem henti mig þegar ég var að nota One Shot stíflueyðir, tegundin skiptir svo sem ekki miklu máli, þar sem stíflueyðir inniheldur alltaf hættuleg efni.
Meira