Síðasti kappinn á rússnesku kvikmyndahátíðinni í Króksbíói
feykir.is
Skagafjörður
18.09.2018
kl. 09.01
Sjötta rússneska kvikmyndavikan á Íslandi stendur nú yfir og hafa rússneskar myndir verið í sýningu í nokkrum kvikmyndahúsum í Reykjavík. Farið verður með hátíðina út á land og verður hin vinsæla barna-ævintýramynd The Last Warrior eða Síðasti kappinn sýnd í Króksbíói nk. laugardag 22. sept. kl:17. Að sögn Báru Jónsdóttur hjá Króksbíó er um ævintýra-, gaman-, spennu- og fjölskyldumynd að ræða sem hlaut 2. verðlaun á Gullna Erninum, fyrir förðun og tæknibrellur. Myndin er með rússnesku tali og enskum texta.
Meira
