Skagafjörður

Norðurlands Jakinn á Sauðárkróki í dag

Norðurlands Jakinn, keppni sterkustu manna landsins, er aflraunakeppni sem fram fer á Norðurlandi þessa dagana. Norðurlandsjakinn er keppni í anda Vestfjarðarvíkingsins þar sem keppt er í einni grein í bæjarfélögum víðsvegar í landsfjórðungnum.
Meira

„Ef satt skal segja þá var ég alls ekki viðbúinn kuldanum“

Feykir forvitnaðist í fyrrasumar um upplifun nokkurra þeirra erlendu fótboltakempna sem spiluðu með Tindastóli. Útlendingarnir eru talsvert færri í sumar en Feykir ákvað engu að síður að taka upp þráðinn. Að þessu sinni er það Úrúgvæinn Santiago Fernandez, 27 ára, sem svarar. Hann gekk til liðs við Stólana í vor og hefur staðið sig með sóma í marki liðsins í sumar og hefur reyndar haft talsvert að gera þar.
Meira

Skagafjörður leitar að verkefnastjóra í atvinnu-, menningar og kynningarmálum

Auglýst hefur verið laust til umsóknar starf verkefnastjóra í atvinnu-, menningar- og kynningarmálaum hjá Sveitarfélaginu Skagafirði en það losnaði þegar Sigfús Ingi Sigfússon var ráðinn sveitarstjóri. Starfshlutfall er 100% og æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Meira

Menningarsjóður KS úthlutar styrkjum

Í gær, 22. ágúst, var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga en veittir voru styrkir til 22 verkefna. Bjarni Maronsson, stjórnarformaður KS, sagði í upphafi athafnarinnar að þótt styrkirnir væru ekki háir væru þeir vonandi eitthvað sem kæmi í góðar þarfir og væri um leið viðurkenning á því menningarstarfi sem viðkomandi er að vinna. „Ég hef stundum sagt að menning sé allt sem gerir lífið bærilegra og það er skýring sem hugnast mér ákaflega vel,“ sagði Bjarni. Hann og Efemía Björnsdóttir afhentu styrkina en Þórólfur Gíslason, kaupfélgsstjóri, gat ekki verið viðstaddur að þessu sinni. Auk þeirra sitja í stjórn sjóðsins þau Einar Gíslason, og Inga Valdís Tómasdóttir.
Meira

Björgvin Schram í hluthafahóp Fjölnets

Björgvin Schram hefur tekið við nýrri stöðu forstöðumanns hugbúnaðardeildar hjá Fjölneti og í hluthafahóp Fjölnets. Björgvin hefur yfir 20 ára reynslu af ráðgjöf og þróun hugbúnaðar í Dynamics Nav bæði hér á landi og erlendis. Síðustu ár hefur Björgvin meðal annars unnið í Bretlandi hjá einu stærsta Navision fyrirtæki heims, þar sem hann tók meðal annars þátt í þróun og uppsetningu á Navision lausnum fyrir Volvo Trucks víðs vegar um Evrópu.
Meira

Fyrsti fundur leikársins hjá Leikfélagi Sauðárkróks

Fyrsti fundur leikársins hjá Leikfélagi Sauðárkróks verður haldinn í Tjarnarbæ í dag, fimmtudag 23. ágúst, klukkan 18:00. Nú eru æfingar að hefjast á haustverkefni félagsins og óskar leikfélagið eftir fólki til hinna margvíslegu starfa sem fylgja uppsetningu á leikriti.
Meira

Fjölmennur fundur landbúnaðarráðherra með sauðfjárbændum

Fundur Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, með sauðfjárbændum á Norðurlandi vestra var haldinn í Víðihlíð þann 15. þ.m. og var hann vel sóttur. Á fundinn mættu einnig Haraldur Benediktsson alþingismaður, sem veitti samráðshópi um endurskoðun búvörusamninga formennsku og Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis og nýkjörinn formaður samninganefndar um endurskoðun sauðfjársamningsins.
Meira

Þóranna Ósk frjálsíþróttamaður mánaðarins á Silfrinu

Frjálsíþróttamaður ágústmánaðar á vefsíðunni Silfrið.is er Skagfirðingurinn Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir sem keppir undir merkjum Tindastóls og UMSS. Segir á síðunni, sem fjallar einkum um frjálsíþróttir, að þessi knái hástökkvari hafi staðið sig afar vel í sumar, en hún hefur bætt sig um 5 sm og er nú í komin 6.-7. sæti afrekalistans frá upphafi.
Meira

Á leið í land eftir strand

Björgunarsveitir voru kallaðar út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskipum frá Skagaströnd og Siglufirði er bátur strandaði við Reykjadisk í Skagafirði fyrr í dag. Einn maður var um borð og sakaði ekki. Áður en björgunarbátar komu á svæðið náðist að losa bátinn með aðstoð annars fiskibáts og eru þeir samferða á leið til Sauðárkróks. Ekki er Feyki kunnugt um skemmdir.
Meira

Gæsaveiðimenn ánægðir með eftirlit lögreglunnar

Lögreglan á Norðurlandi vestra og Lögreglan á Suðurlandi hafa það sem af er sumri átt mjög gott samstarf um eftirlit á hálendinu en umdæmin ná saman. Hefur lögreglan m.a. sinnt eftirliti á Kjalvegi sem er afar fjölfarinn vegur og liggur um bæði umdæmin.
Meira