Skagafjörður

Byggðasafn Skagfirðinga og Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna í kynningarmyndbandi um söfn

Kvikmyndateymið MASH var á ferðinni í Skagafirði fyrir helgina þar sem það var við tökur í Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ á vegum Félags safna og safnamanna (FÍSOS) en félagið hefur ráðist í að gera kynningarmyndband um söfn. Myndbandið, sem verður frumsýnt í haust, er annað myndbandið sem FÍSOS lætur gera og er sjálfstætt framhald af myndbandi sem birt var á Safnadeginum, 18. maí síðstliðinn. Yfirskrift myndbandanna er „Komdu á safn!“ Frá þessu er sagt á heimasíðu Byggðasafns Skagfirðinga.
Meira

Fjöldi gesta á Sveitasælu um helgina - Myndir

Landbúnaðarsýningin og bændahátíðin Sveitasæla var haldin sl. laugardag í reiðhöllinni á Sauðárkróki. Fjöldi gesta lagði leið sína um svæðið og kynnti sér hvað Skagfirðingar hefðu upp á að bjóða.
Meira

Kári hirti öll stigin á föstudaginn

Strákarnir í meistaraflokki Tindastóls þurftu að láta í minni pokann fyrir liði Kára frá Akranesi sl. föstudagskvöld er liðin áttust við í 2. deildinni í knattspyrnu á Sauðárkróksvelli. Staða Stólanna er ansi þung þar sem þeir sitja í næstneðsta sæti deildarinnar og því í fallsæti. Það voru Káramenn sem skoruðu tvö fyrstu mörkin, það fyrra Alexander Már Þorláksson á 31. mínútu og Andri Júlíusson á þeirri 42. og því 2-0 í hálfleik fyrir gestina.
Meira

Litið við hjá ferðaþjónustuaðilum - Krúttlegt veitingahús á sjávarbakkanum

Ferðamenn sem leið eiga um Norðurland láta það gjarnan ógert að líta við á Skagaströnd. Það er þó ekki langur krókur, hvort sem um er að ræða vegalengdina frá þjóðvegi 1 á Blönduósi eða spottann frá afleggjaranum á Þverárfjallsveginum sem er ekki nema u.þ.b. 13 kílómetrar. Skagaströnd er lítill en fallegur bær sem hefur upp á ýmislegt að bjóða fyrir ferðamenn. Þar er meðal annars rekin veitingasala í litlu og afskaplega fallegu gömlu húsi sem ber nafnið Bjarmanes.
Meira

Stólastelpur komnar í 1. deildina

Meistaraflokkur kvenna Tindastóls í fótbolta gerði góða ferð til Vopnafjarðar í gær er þær unnu Einherja í 2. deildinni með tveimur mörkum gegn einu. Með sigrinum tryggðu stelpurnar sér sæti í Inkasso-deildinni næsta tímabil.
Meira

Góður matur fyrir göngugarpa II

Þessi þáttur birtist áður í 30. tbl. Feykis 2016 en Kristín S. Einarsdóttir, umsjónarmaður matarþáttar Feykis, var í miklu göngustuði þetta sumar og hér birtist annar þáttur hennar frá þeim tíma þar sem hún tók saman uppskriftir að góðum mat fyrir göngugarpa. "Eins og ég gat um í matarþætti á dögunum eyði ég sumarfrísdögunum gjarnan í gönguferðum. Líkt og það er mikilvægt að velja staðgóðan morgunverð í slíkum ferðum er fátt notalegra en að snæða góðan kvöldverð að dagleið lokinni. Meðfylgjandi uppskriftir eru af góðum réttum sem bornir hafa verið á borð í slíkum ferðum, þar sem kokkurinn er ekki síður mikilvægur en leiðsögumaðurinn og gönguskórnir," sagði Kristín.
Meira

Árskóla færð góð gjöf

Frá því segir á heimasíðu Árskóla á Sauðárkróki að skólinn hafi nýlega fengið góða heimsókn þegar nokkrir vaskir fulltrúar frá Lionsklúbbi Sauðárkróks mættu þangað og færðu skólanum að gjöf tvö fótboltaspil af bestu gerð. Spilin eru gefin í tilefni af 20 ára afmæli Árskóla og eru þau sterkbyggð og hentug fyrir skóla og frístundastarf. Ekki er vafi á að fótboltaspilin muni nýtast nemendum Árskóla vel og vera skemmtilegur valkostur í frímínútum segir á vef Árskóla þar sem Lionsmönnum er þökkuð höfðingleg gjöf.
Meira

Mikilvægir leikir hjá meistaraflokkum Tindastóls í kvöld

Það verður fótbolti spilaður á Króknum í kvöld. Þá mætir lið Kára frá Akranesi í heimsókn á Sauðárkróksvöll og spilar við lið Tindastóls í 2. deild karla kl. 19:15. Á sama tíma verða Stólastúlkur í eldlínunni í 2. deild kvenna en þær spila utan héraðs – nánar tiltekið við lið Einherja á Vopnafirði en leikurinn hefst kl. 18:15.
Meira

Ófriðarseggir, hetjur og fróðleiksmenn í Kakalaskála

Laugardaginn 25. ágúst verður haldið málþing í Kakalaskála í samstarfi við Háskóla Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Málþingið ber yfirskriftina „Ófriðarseggir, hetjur og fróðleiksmenn“. Dagskráin er fjölbreytt og í erindum er fjallað um Þórðar sögu kakala, ófriðaröld Sturlunga, íslenskan hetjuskap og þjóðsagnasöfnun.
Meira

Fræðsludagur skólanna í Skagafirði

Um 200 starfsmenn leik-, grunn- og tónlistarskóla í Skagafirði voru samankomnir í Miðgarði í gær þegar Fræðsludagur skólanna í Skagafirði var haldinn. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg og segir Herdís Á. Sæmundardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að ekki hafi verið annað að merkja en starfsmenn skólanna væru ánægðir með daginn og þættu erindin sem flutt voru áhugaverð og gott veganesti inn í nýtt skólaár.
Meira