Skagafjörður

Fiskmarkaður Íslands opnaði á Króknum á mánudaginn

Fiskmarkaður Íslands hf. opnaði starfsstöð á Sauðárkróki sl. mánudag til viðbótar við þær átta sem félagið hefur rekið víða um land. Til þessa hefur ekki verið aðgengilegt að selja afla frá Sauðárkróki með endurvigt og verður það stærsta breytingin, að sögn Arons Baldurssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
Meira

Hreindís Ylva er nýr formaður Ungra vinstri grænna

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm var kjörin nýr formaður Ungra vinstri grænna á landsfundi hreyfingarinnar sem fram fór í Hafnarfirði um helgina. Í Ungum vinstri grænum eru starfandi tvær stjórnir; framkvæmdastjórn sem sér um daglegan rekstur hreyfingarinnar og við hana bætist landstjórn sem er æðsta vald milli landsfunda.
Meira

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands

Ferðafélag Íslands stendur fyrir lýðheilsugöngum nú í september líkt og það gerði á síðasta ári. Göngurnar verða alla miðvikudaga í september og hefjast þær klukkan 18:00. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur þar sem megin tilgangurinn er sá að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.
Meira

Bryndís Lilja ráðin mannauðsstjóri HSN

Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur ráðið Bryndísi Lilju Hallsdóttur í starf mannauðsstjóra. Bryndís er með B.S. gráðu í sálfræði frá HÍ og meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá sama skóla. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar.
Meira

Séra Hjálmar fór holu í höggi í þriðja sinn

Sumir eru heppnari en aðrir og má segja að Hjálmar Jónsson, fv. prófastur á Sauðárkróki og síðar Dómkirkjuprestur, sé einn þeirra en hann náði þeim stórmerka áfanga að fara holu í höggi í þriðja sinn sl. mánudag. „Þetta er víst draumur okkar, kylfinganna. Fyrst hitti ég svona vel fyrir fimm árum en núna með hálfs mánaðar millibili. Öll skiptin á Urriðavelli í Garðabæ en hann er minn heimavöllur og ég leik hann oftast. Við hjón búum í Urriðaholtinu svo að það er stutt að fara,“ segir Hjálmar.
Meira

Flutningabíll valt á Siglufjarðarvegi.

Flutn­inga­bíll með rækjuskel innanborðs valt á Siglu­fjarðar­vegi, skammt frá Keti­lási um klukk­an 12 á há­degi í gær. Samkvæmt heimildum Feykis var bílstjórinn fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar og þaðan til Reykjavíkur en hann mun vera talsvert slasaður.
Meira

MND félagið heldur fræðslu- og félagsfund á Sauðárkróki

„Fundurinn er opinn öllum, hvort sem um er að ræða fagfólk, þeim sem eru með MND sjúkdóminn, fjölskyldum þeirra og öllum áhugasömum,“ segir Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins á Íslandi en félagið efnir til fræðslu- og félagsfundar í Húsi frítímans við Sæmundargötu 7b á Sauðárkróki fimmtudaginn 6. september. Dagskráin hefst á hádegi með hádegisverði í mötuneyti Árskóla síðan verður blönduð fræðsla í Húsi frítímans.
Meira

Antje mætt til að flytja hey til Noregs

Í gær hófst vinna við að skipa út heyi í flutningaskipið MV Antje sem liggur nú við Sauðárkrókshöfn. Heyið fer til Noregs en þar varð uppskerubrestur í sumar vegna þurrka eins og kunnugt er. Í þessari ferð er áætlað að flytja um 5000 heyrúllur og 15 gáma eða um 1000 stórbagga.
Meira

Flengdir í fýluferð til Fjarðabyggðar

Tindastólsmenn héldu austur á Reyðarfjörð um helgina þar sem þeir mættu liði Leiknis frá Fáskrúðsfirði. Leikið var í Fjarðabyggðarhöllinni og var um gríðarlega mikilvægan leik að ræða fyrir bæði lið í fallbaráttu 2. deildar. Ljóst var fyrir leikinn að sökum fjölda leikbanna og meiðsla mátti ekki mikið út af bregða hjá okkar mönnum. Því miður fór allt á versta veg og uppskeran flenging í boði Fáskrúðsfirðinga. Lokatölur 8-0.
Meira

Sundlaugin í Varmahlíð lokar tímabundið

Frá og með deginum í dag, 3. september, verður sundlaugin í Varmahlíð lokuð tímabundið þar sem komið er að vinnu við lokafrágang rennibrautar og sundlaugar.
Meira