Skagafjörður

Um 300 sauðfjárbændur höfðu ekki skilað vorbók á tilsettum tíma

Í samningum bænda og ríkis sem tók gildi 1. janúar 2017 er sett skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum til bænda að þeir þurfi að vera þátttakendur í afurðaskýrsluhaldi og skuli skila fullnægjandi skýrsluhaldi innan tímamarka. Þannig er kveðið á um það í reglum um stuðning við sauðfjárrækt að sauðfjárbændur skuli skila vorbók í Fjárvís eigi síðar en 20. ágúst ár hvert, ella skuli stuðningsgreiðslur frestast frá og með 1. september það ár.
Meira

Þróun byggða, samfélagsþátttaka og frumkvöðlastarf

Ísland er strjálbýlasta land Evrópu og dreifist byggð í borgir, bæi og sveitir. Það er ekki sjálfgefið að búseta á hverjum stað sé stöðug eða fari vaxandi jafnvel þó saga byggðarlaga spanni árhundruð. Með breytingum á atvinnuháttum og samfélagsgerð fylgja fólksflutningar sem hafa áhrif á tækifæri og möguleika svæða til vaxtar. Dæmi um þetta er Bíldudalur sem um tíma átti undir högg að sækja vegna samdráttar í sjávarútvegi en nýtur nú vaxtar samhliða uppbyggingu í laxeldi.
Meira

4000 íbúa markið handan við hornið í Skagafirði

Íbúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru í dag 3.996, þannig að aðeins vantar fjóra íbúa til þess að sveitarfélagið nái tölunni fjögurþúsund. Um síðustu áramót voru íbúar sveitarfélagsins 3.944, þannig að þeim hefur fjölgað á árinu um samtals 52 og líklegt verður að teljast að íbúarnir verði fljótlega 4000. Sigfús Ingi Sigfússon nýráðinn sveitarstjóri greinir frá þessu í viðtali í þættinum Landsbyggðum á N4, sem tekinn var upp í gærmorgun.
Meira

Dýpkunarframkvæmdir í Sauðárkrókshöfn

Dýpkunarskipið Galilei, sem skrásett er í Lúxemborg, er nú statt í Sauðárkrókshöfn þar sem það hóf í gær að dæla sandi af sjávarbotninum til að dýpka innsiglingu og snúningssvæði innan hafnarinnar.
Meira

Eitt núll fyrir Tindastól!

Það var gríðarlega mikilvægur leikur í fallbaráttu 2. deildar karla í knattspyrnu á Króknum í kvöld. Þar leiddu saman gæðinga sína lið Tindastóls og Hattar frá Egilsstöðum. Með sigri gátu Stólarnir rennt sér upp að hlið Hattar í deildinni en ósigur eða jafntefli hefði gert alvarlega stöðu enn erfiðari og því er óhætt að fullyrða að sigurmark Stefan Lamanna í uppbótartíma hafi heldur betur glatt Tindastólsmenn. Lokatölur voru 1-0.
Meira

Norðurlands Jakinn á Norðurlandi um helgina

Norðurlands Jakinn, keppni sterkustu manna landsins, er aflraunakeppni sem fram fer á Norðurlandi um komandi helgi. Norðurlandsjakinn er keppni í anda Vestfjarðarvíkingsins þar sem keppt er í einni grein í bæjarfélögum víðsvegar í landsfjórðungnum. Aðgangur er ókeypis og er almenningur hvattur til að mæta og sjá sterkustu menn landsins sýna krafta sína. Umsjónarmaður keppninnar er Magnús Ver Magnússon. Keppt verður á Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki, Ólafsfirði og við Mývatn.
Meira

Smávirkjanir á Norðurlandi vestra - Lyftistöng fyrir bændur og atvinnulífið?

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa látið vinna frumúttekt á mögulegum smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra. Nær úttektin til meira en 80 staða í landshlutanum. Verkefni þetta var áhersluverkefni Sóknaráætlunar landshluta árið 2017 og verður því fram haldið á þessu ári og því næsta.
Meira

Lögreglan á Norðurlandi leitar enn að erlendum ferðamanni

Lögreglan á Norðurlandi vestra fékk í gær tilkynningu um grunsamlegar mannaferðir í Lýtingsstaðarhreppi sem svipaði til atvikalýsingar þeirra innbrota sem átt hafa sér stað í Lýtingstaðarhreppi og á Hofsósi síðustu daga. Frá þessu segir á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Var allt útkallslið lögreglu sent á staðinn en í ljós kom að málið átti sér eðlilegar skýringar.
Meira

Nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson , formaður Miðflokksins hefur ráðið nýjan aðstoðarmann. Hann heitir Jón Pétursson, fæddur 1971, stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1991.
Meira

Líney María Hjálmarsdóttir varð Fákameistari

Fákaflug, opið gæðingamót hestamannfélagsins Skagfirðings, var haldið á Sauðárkróki um helgina samhliða Sveitasælu. Riðin var sérstök forkeppni í A-flokki, B-flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki. Einnig var boðið upp á C1, tölt,100m skeið og pollaflokk. Ný verðlaun voru veitt á mótinu, Hnokkabikarinn, og fylgdi nafnbótin Fákameistari þeim sem þau hlaut.
Meira