Skagafjörður

SSNV og Farskólinn semja um stuðning samtakanna við námskeið fyrir bændur

Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra hyggst standa fyrir námskeiðshaldi fyrir bændur á komandi vetri. Námskeiðin munu miða að því að veita bændum fræðslu um þróun, fullvinnslu og markaðssetningu afurða í takt við hugmyndafræðina bak við Beint frá býli. Verkefnið er áhersluverkefni sóknaráætlunar Norðurlands vestra frá árinu 2017 og munu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) verða bakhjarl námskeiðanna. Greint er frá þessu á vef SSNV.
Meira

Óvenjulegt skýjafar í kvöldblíðunni í gær

Það hefur um margt verið óvenjulegt þetta sumar sem okkur hér fyrir norðan hefur verið skaffað. Veðrið hefur verið allra handa og þannig hefur glansmynda-miðnætursólum í lognstillum verið skammtað í óvenju litlu magni. Í gærkvöldi, upp úr fréttum, voru þó margir sem tóku eftir óvenjulega mögnuðu skýjafari í kvöldsólinni eins og sjá má á myndbirtingum á samfélagsmiðlum.
Meira

Matvælabraut við FNV

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra mætir þörfum atvinnulífsins í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Sóknaráætlun landshluta sem hafa gert með sér samning um stuðning SSNV við þróun nýrrar matvælabrautar við skólann. Verkefnið er áhersluverkefni sóknaráætlunar fyrir árið 2018.
Meira

Andanefju rekur á land við ytri Ingveldarstaði

Náttúrustofa NV var kölluð á vettvang hvalreka við Ytri Ingveldarstaði, Skagafirði að beiðni Hafrannsóknastofnunar, þar sem andanefju hafði rekið að landi. Reyndist um að ræða 9,06 m karldýr.
Meira

Opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða innan tíðar

Ferðamálastofa vill vekja athygli á því að brátt verður opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og hvetur hún þá sem hyggja á umsókn til sjóðsins að byrja að undirbúa sig sem fyrst.
Meira

Reynistaðarbræðrum reistur minnisvarði

Það var vel mætt á Reynistað er minnisvarði um Reynistaðarbræður var vígður sl. sunnudag. Eins og margir kannast við segir sagan að þeir bræður Bjarni 19 ára og Einar 11 ára, auk þriggja annarra, hafi orðið úti á Kili snemma vetrar 1780 eftir fjárkaupaferð á Suðurland.
Meira

Jakar reyna afl sitt

Aflraunakeppnin Norðurlands Jakinn fór fram á Norðurlandi dagana 23.-25. ágúst. Keppnin er með sama sniði og Vestfjarðavíkingurinn og er keppt á nokkrum stöðum, víðs vegar um Norðurland, í einni grein á hverjum stað.
Meira

Smávirkjanir á Norðurlandi vestra - Lyftistöng fyrir bændur og atvinnulífið?

Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hefur látið vinna frumúttekt á mögulegum smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra. Úttektin nær til yfir 80 staða í landshlutanum. Verkefnið var áhersluverkefni Sóknaráætlunar landshluta árið 2017 og verður fram haldið á árunum 2018 og 2019. Kynning á verkefninu verður í fundarsal Verkalýðsfélagsins Samstöðu, Þverbraut 1 á Blönduósi, fimmtudaginn 30. ágúst, kl. 14:00-16:00.
Meira

Siggi Donna kemur í stað Gauja

Guðjón Örn Jóhannsson hefur ákveðið að segja skilið við þjálfun meistaraflokks karla og hefur nú þegar hætt störfum. Guðjón var samningslaus við félagið og hefur því engar kvaðir gegn því. Það skal tekið fram að þetta er gert í samkomulagi milli Guðjóns og stjórnar og er alfarið hans ákvörðun. Bjarki Már Árnason mun áfram sinna þjálfun mfl. kk. honum til aðstoðar verður reynsluboltinn Sigurður Halldórsson – Siggi Donna.
Meira

Leiðbeiningar frá Matvælastofnun um velferð búfjár í göngum og réttum

Matvælastofnun hefur sent frá sér leiðbeiningar sem varða velferð fjár og hrossa í göngum og réttum. Þar segir að smalamennskur og fjárleitir séu vandasamt verk þar sem gæta þurfi öryggis en alltaf ætti að hafa velferð fjárins og hrossanna að leiðarljósi. Á vef Matvælastofnunar segir að lengstu fjárleitirnar séu á afréttum Árnesinga og taki um 6-7 daga og þeir sem í lengstu göngurnar fari séu 11 daga á hestbaki. Þær kindur sem smalað sé um lengstan veg geti þurft að leggja að baki 100 km göngu á sex dögum þó sem betur fer sé það fátítt. Því hvíli mikil ábyrgð á þeim sem ætla að koma þessu fé til byggða.
Meira