Stefnir í hörkuleik í Síkinu í kvöld – Tindastóll KR
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
02.03.2018
kl. 09.30
Það má búast við hörkuleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld er erkifjendurnir í Domino´s deildinni, Tindastóll og KR eigast við. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið sem keppast um að komast á toppinn í deildinni. Eins og staðan er nú sitja Haukar í efsta sætinu með 32 stig en ÍR í því öðru með 28 stig, jafnmörg og Tindastóll sem situr í því þriðja með verri stöðu í innbyrðis viðureignum við Haukana. Þriðja sætið verma svo KR-ingar sem gætu jafnað Stólana að stigum með sigri í kvöld.
Meira
