Skagafjörður

Kynningarfundir Ferðamálastofu og SSNV um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Ferðamálastofa og SSNV standa sameiginlega að tveimur kynningarfundum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða á Norðurlandi vestra í dag eins og sagt var frá á Feyki.is á dögunum. Fyrri fundurinn verður haldinn á Hótel Laugarbakka eins og áður hefur verið auglýst klukkan 10:30 – 12:00 en staðsetning þess síðari hefur breyst og verður hann haldinn í Miðgarði kl. 14:00 – 15:30.
Meira

Heilbrigðiskerfið þarf að virka fyrir fólk

Í lok síðustu viku vakti ungt fólk athygli á þeim mikla aðstöðumun sem felst í því að eiga langveikt barn á landsbyggðinni. Þórir og Guðrún Kristín eru búsett á Ísafirði og eiga soninn Birkir Snær sem er tæplega tveggja ára gamall. Birkir Snær hefur verið veikur frá fæðingu, og var greindur með krabbamein í apríl í fyrra. Það fylgir því mikið álag og vinna að eiga langveikt barn. Birkir Snær þarf að sækja sína sérhæfðu læknisþjónustu á Landsspítalann, þar er hann í lyfjameðferð og rannsóknum að minnsta kosti einu sinni í mánuði, stundum oftar.
Meira

Nýr hótelstjóri á Deplum

Kristín Birgitta Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sem nýr hótelstjóri á lúxushótelinu Deplar Farm í Fljótum í Skagafirði. Deplar Farm er rekið af bandaríska fyrirtækinu Eleven Experience. Kristín Birgitta hefur víðtæka reynslu úr ferðaþjónustu og hefur meðal annars starfað hjá Icelandair og Icelandair Hotels. Þá var hún sölu- og markaðsstjóri á lúxushótelinu Tower Suites Reykjavík en þar var hún einn af lykilstarfsmönnum við opnun og mótun hótelsins. Kristín Birgitta hefur lokið MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.
Meira

Fyrsta skóflustungan að gervigrasvelli

Í dag klukkan 15 verður fyrsta skóflustungan, eða réttara sagt fyrstu skóflustungurnar, teknar að nýjum gervigrasvelli á Sauðárkróki. Það er von knattspyrnudeildar að sem flestir iðkendur á öllum aldri mæti með skóflur og taki þátt í atburðinum.
Meira

Sumarið gert upp hjá krökkunum í GSS

Lokahóf barna- og unglingastarfs Golfklúbbs Sauðárkróks var haldið í gær í húsi klúbbsins að Hlíðarenda. Vel var mætt af börnum og foreldrum sem spiluðu bingó og gæddu sér á veitingum, auk þess sem viðurkenningar voru veittar fyrir sumarið.
Meira

Saga Natans og Skáld-Rósu

Nú síðsumars var mál þeirra Agnesar og Friðriks og aftaka þeirra á Þrístöpum í Vatnsdal fyrir tæpum 200 árum nokkuð í umræðunni þegar Lögfræðingafélag Íslands ákvað að „endurupptaka" málið á hendur þeim þar sem þeim var gefið að sök að hafa drepið og brennt inni þá Natan Ketilsson bónda á Illugastöðum og Pétur Jónsson vinnumann. Var það gert með þeim hætti að réttarhöldin yfir þeim voru sett á svið í Félagsheimilinu á Hvammstanga eftir vettvangsferð um söguslóðir. Bókaútgáfan Sæmundur hefur nú endurútgefið bók Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi um Natan Ketilsson og Skáld-Rósu sem var ástkona Natans um tíma. Í fréttatilkynningu frá útgáfunni segir:
Meira

Frambjóðendur Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi

Búið er að raða á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Bergþór Ólason framkvæmdastjóri leiðir listann en Sigurður Páll Jónsson, Jón Þór Þorvaldsson og Maríanna Eva Ragnarsdóttir bóndi á Stórhóli í Húnaþingi koma næst.
Meira

Stólarnir komnir áfram í Maltbikarnum

Hann var kaflaskiptur leikurinn sem Tindastólsmenn buðu upp á í Síkinu í kvöld þegar Þórsarar frá Þorlákshöfn mættu í heimsókn í 32 liða úrslitum Maltbikarsins. Heimamenn höfðu mikla yfirburði í fyrri hálfleik og spiluðu þá glimrandi körfubolta en það var fátt um fína drætti í síðari hálfleik. Góð frammistaða gestanna síðustu 15 mínútur leiksins dugði þó ekki til að ná í skottið á Stólunum sem unnu í raun ansi öruggan sigur. Lokatölur 84-76.
Meira

Indverskur smjörkjúklingur og indverskur kartöflurétti ásamt naan-brauði

„Við hjónin höfum alltaf verið hrifin af austurlenskum mat og ekki minnkaði sá áhugi eftir brúðkaupsferðina okkar en þar heimsóttum við fjögur ólík og bragðmikil Asíulönd,“ segja Skagfirðingurinn Lilja Ingimundardóttir og eiginmaður hennar, Gísli Kristján Gunnsteinsson sem voru matgæðingar vikunnar í 39. tölublaði ársins 2015.
Meira

Bíll utanvegar á Reykjastrandavegi

Bíll erlendra ferðamanna, svokallaður svefnbíll eða camper endaði utanvegar og á hvolfi á Reykjastrandavegi sl. fimmtudag. Vegurinn tengir einn mest sótta ferðamannastað Skagafjarðar, Reyki á Reykjaströnd þar sem hin kunna Grettislaug er staðsett en þaðan er einnig farið með ferðamenn í Drangey.
Meira