feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
12.10.2017
kl. 12.26
Í næstu viku verður íbúum Norðurlands vestra boðið upp á ókeypis heilsufarsmælingu á vegum forvarnarverkefnisins SÍBS Líf og heilsa. Það er SÍBS ásamt Hjartaheill, Samtökum lungnasjúklinga og Samtökum sykursjúkra sem standa að verkefninu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðin þátttaka í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs.
Meira