Skagafjörður

Jólamarkaðir út um allt um helgina

Þessa dagana er jólaundirbúningurinn að hefjast hjá flestum og ekki er ólíklegt að margir noti helgina til að tylla upp einhverjum jólaljósum, útbúa aðventuskreytinguna, nú eða finna þá gömlu, baka nokkrar smákökur og þeir fyrirhyggjusömu fara kannski að skrifa á jólakortin og pakka inn jólagjöfunum. Fyrir þá sem ekki eru búnir að finna það sem á að fara í pakkana og vantar kannski eitthvert smáræði er upplagt að kíkja á jólamarkað en þar er alltaf hægt að finna margt skemmtilegt dót. Og fyrir þá sem ekki vilja kaupa neitt, þá er bara að njóta jólastemningarinnar sem svífur yfir og er alveg ókeypis.
Meira

Jólastemning á Sauðárkróki í dag

Það verður sannkölluð jólastemning á Sauðárkróki í dag en þá verða ljósin tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi þar sem verður hátíðadagskrá en auk þess verða margar verslanir opnar og fjölmargt annað um að vera.
Meira

Skagafjörður er vannýtt gullkista

Feykir fjallaði í 42. tbl. um óánægju smábátasjómanna í Skagafirði vegna banns dragnótaveiða sem féll úr gildi þann 1. nóvember sl. Þar kom fram að smábátasjómenn óttist um afkomu sína verði bannið ekki sett á aftur og byggðaráð Svf. Skagafjarðar tók málið fyrir og styður áframhaldandi bann. Feykir hafði samband við Friðrik G. Halldórsson, talsmann dragnótamanna, og innti hann eftir hans hlið á dragnótaveiðum í Skagafirði.
Meira

Aðventutónleikar Sönglaganna

Nú um helgina verður Skagfirðingum boðið upp á sannkallaða tónlistarveislu þegar Sönglögin standa fyrir aðventutónleikunum Hátíð í bæ, annars vegar á Hofsósi í kvöld og hins vegar í Miðgarði á laugardagskvöld. Sérstakur gestur á tónleikunum verður stórsöngvarinn geðþekki, Pálmi Gunnarsson, sem á stóran sess í hugum landsmanna þegar hugurinn leitar til ástsælustu jólalaganna. Þeir Einar Þorvaldsson og Stefán Gíslason, kennarar við tónlistarskóla Skagafjarðar, sem standa á bak við Sönglögin segja þeir hafi lengi haft hug á að fá Pálma til að koma fram á tónleikum með þeim en hann hafi alltaf verið uppbókaður á þessum tíma svo nú sé loksins langþráðu marki náð.
Meira

Flogið á Krókinn á ný

Í dag lenti flugvél flugfélagsins Ernis á Sauðárkróki á ný eftir nokkurra ára hlé á áætlunarflugi þangað. Um tilraunaverkefni er að ræða í sex mánuði og ræðst framhaldið af eftirspurn flugfarþega. Fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir á Norðurlandi vestra hafa mörg hver tekið vel í að styrkja verkefnið með kaupum á miðum eða niðurgreiðslu til félagsmanna sinna.
Meira

Er reykskynjarinn í lagi?

Dagur reykskynjarans er í dag, 1. desember. Dagurinn er notaður til að hvetja fólk til að prófa reykskynjarana á heimilinu og skipta um rafhlöður eftir þörfum. Einnig er upplagt að nota daginn til að huga að öðrum eldvörnum á heimilinu.
Meira

Blót Arnarins á Faxatorgi í dag

Landvættablót Ásatrúarfélagsins verða haldin í öllum landshlutum í dag auk sameiningarblóts við Lögberg á Þingvöllum. Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði helgar blótið. Blót Arnarins verður haldið á Faxatorgi á Sauðárkróki klukka 18, þar sem Árni Sverrisson Hegranesgoði helgar blótið.
Meira

Friðarganga Árskóla fór fram í morgun

Hin árlega Friðarganga Árskóla fór fram í morgun en þá mynda nemendur skólans keðju á kirkjustígnum frá kirkju og upp á Nafir að ljósakrossinum. Ljósker er látið ganga milli nemendanna sem láta friðarkveðju fylgja með og þegar ljóskerið er komið að enda mannlegu keðjunnar er ljósið kveikt á krossinum við mikinn fögnuð viðstaddra. Formenn nemendafélags Árskóla hljóta þann heiður að kveikja á ljósakrossinum og í ár kom það í hlut Hildar Hebu Einarsdóttur og Arnars Freys Guðmundssonar.
Meira

Stofnanavætt óargadýr

Eitt sinn hlýddi ég á tal tveggja lífsreyndra manna sem nú eru báðir fallnir frá. Annar var bifvélavirki, en hinn lögfræðingur. Þetta voru rosknir menn, mestu sómakarlar og í vínhneigðara lagi. Þeir höfðu báðir gengið í AA-samtökin og töluðu mjög hlýlega um þann félagsskap, en um SÁÁ töluðu þeir ekki hlýlega og voru hjartanlega sammála um að SÁÁ væru búin að eyðileggja AA-samtökin. Svo einkennilegt sem það var, lagði ég ekki nógu vel við hlustir eða hjó eftir því í hverju sú eyðilegging ætti að vera fólgin og með hvaða hætti hún hefði átt sér stað, en ætla nú að gera vanburðuga tilraun til að ráða eitthvað í það, og bið lesendur um að virða viljann fyrir verkið.
Meira

Árshátíðir tveggja skóla í dag

Árshátíð yngra stigs Varmahlíðarskóla, sem frestað var vegna veðurs fyrir viku, verður haldin í dag kl. 16:30 í Menningarhúsinu Miðgarði. 1. og 2. bekkur ætla að sýna íþróttaálfasprell en nemendur 3.-6. bekkjar munu gefa áhorfendum innsýn í Ævintýralandið þar sem gömlu, góðu ævintýrin verða fléttuð saman á óvæntan hátt. Að lokinni sýningu verða kaffiveitingar í Miðgarði. Höfundur Ævintýralandsins er Ásthildur Cesil Þórðardóttir.
Meira