Jólamarkaðir út um allt um helgina
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
02.12.2017
kl. 13.43
Þessa dagana er jólaundirbúningurinn að hefjast hjá flestum og ekki er ólíklegt að margir noti helgina til að tylla upp einhverjum jólaljósum, útbúa aðventuskreytinguna, nú eða finna þá gömlu, baka nokkrar smákökur og þeir fyrirhyggjusömu fara kannski að skrifa á jólakortin og pakka inn jólagjöfunum. Fyrir þá sem ekki eru búnir að finna það sem á að fara í pakkana og vantar kannski eitthvert smáræði er upplagt að kíkja á jólamarkað en þar er alltaf hægt að finna margt skemmtilegt dót. Og fyrir þá sem ekki vilja kaupa neitt, þá er bara að njóta jólastemningarinnar sem svífur yfir og er alveg ókeypis.
Meira
