Skagafjörður

Smábátasjómenn óttast um afkomu sína eftir að dragnótaveiðar voru leyfðar á ný

Tímabundið ákvæði um bann við veiðar með dragnót, sem komið var á á árunum 2010 til 2013, féllu úr gildi á nokkrum svæðum fyrir Norðvesturlandi frá 1. nóvember sl. Megin rökin fyrir banninu voru þau að friða innri hluta flóa og fjarða fyrir veiðum með dragnót og auka friðun grunnslóðar fyrir dregnum veiðarfærum og jafnframt mæta kröfum heimaaðila um verndun lífríkisins og skipulag hafsvæða. Dragnótabátum er því heimilt að veiða á ný, án landfræðilegra takmarkana, á Hrútafirði, Miðfirði, Húnafirði og Skagafirði.
Meira

Holtavörðu- og Öxnadalsheiði lokaðar - Appelsínugul viðvörun

Appelsínugul viðvörun er fyrir Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði og Suðausturland. Norðan hvassviðri er á norðurlandi allt að 18-23 m/s og snjókoma, talsverð á Tröllaskaga. Skafrenningur og skyggni mjög lítið og ekkert ferðaveður.
Meira

Styrktarkvöldi á Hofsósi frestað

Styrktarkvöldinu (Pub Quizinu) sem vera átti í Höfðaborg á Hofsósi annað kvöld, föstudag 24. nóvember, verður frestað um óákveðinn tíma vegna óhagstæðrar veðurspár.
Meira

Vel mætt á íbúafund um gamla bæinn á Króknum

Íbúafundur var haldinn í fundarsal Svf. Skagafjarðar í Húsi frítímans í gær, 21. nóvember, um verkefnið verndarsvæði í byggð. Þar voru kynntar tillögur að verndun gamla bæjarins á Sauðárkróki.
Meira

„Hrútafundi“ í Skagafirði frestað fram á sunnudag

Kynningafundur Búnaðarsambands Skagfirðinga á hrútakosti sæðingastöðvanna sem vera átti í kvöld 23. nóv. verður frestað vegna veðurs.
Meira

Röskun á skólahaldi og árshátíð frestað í Varmahlíðarskóla

Vonskuveður er nú um norðanvert landið og spáir Veðurstofan norðan 18-23 m/s með talsverðri snjókomu eða skafrenningi. Búast má við slæmu skyggni og slæmu ferðaveðri bæði á fjallvegum og láglendi. Veðurhorfur á landinu eru þær að á morgun dragi úr úrkomu fyrir norðan og austan og vind fari að lægja um vestanvert landið.
Meira

Leikhópur FNV frumsýnir Bugsy Malone

Á morgun föstudag munu nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýna leikritið Bugsy Malone í leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar. Bugsy Malone er fjölskylduleikur sem fjallar um ævintýri „gangstersins“ Bugsy Malone á bannárunum í Chicago uppúr 1930.
Meira

Kiwanisklúbburinn Freyja hjálpar konum í neyð

Félagar í Kiwanisklúbbnum Freyju í Skagafirði ákváðu að finna á heimilum sínum fatnað, hlý föt, óopnaðar hreinlætisvörur og annað sem gæti nýst til að sinna grunnþörfum þeirra kvenna sem sækja sér þjónustu í Konukot í Reykjavík, sem er neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur.
Meira

Húni.is liggur niðri í kjölfar kerfishruns 1984

Eins og margir hafa tekið eftir hefur húnvetnski fréttamiðillinn Húni.is legið niðri í vikutíma eða allt frá því að kerfishrun varð hjá hýsingaraðila vefsins 1984. Húnahornsmenn eru niðurbrotnir yfir ástandinu en vonast til að úr rætist sem fyrst.
Meira

Ævintýralandið í Varmahlíð

Á morgun munu nemendur 3.-6. bekkja Varmahlíðarskóla verða staðsett í Ævintýralandinu sem sett verður upp á sviði Menningarhússins Miðgarðs í Varmahlíð. Þar lifna persónur gömlu ævintýranna við og fléttast söguþræðirnir saman á óvæntan hátt. 1.og 2. bekkur munu einnig stíga á stokk og verða með íþróttaálfasprell.
Meira