Skagafjörður

Horfðu á Atvinnupúlsinn í Skagafirði á feykir.is

Atvinnupúlsinn í Skagafirði var frumsýndur á sjónvarpsstöðinni N4 nú í vikunni en alls verða gerðir átta þættir, þar sem rætt er við fólk í atvinnulífinu og farið í heimsóknir til fyrirtækja og stofnana í firðinum. Feykir.is er nú kominn með hlekk á þáttinn en umsjónarmenn þáttanna eru þau María Björk Ingvadóttir og Karl Eskil Pálsson.
Meira

Hjartaaðgerð Jökuls Mána gekk vel

Hinn ungi Skagfirðingur, Jökull Máni Nökkvason, fór í hjartaaðgerðina sína á Barn- och Ungdomssjukhuset í Lundi í Svíþjóð í fyrradag, 4. október. Að sögn Önnu Baldvinu Vagnsdóttur, móður Jökuls Mána, tókst aðgerðin vel, en hefur það eftir skurðlækninum að hjartað hefði verið mjög þreytt og hefði verið það eina sem kom honum á „óvart“. Öllum götum á milli hjartahólfa var lokað og hans eigin lokur notaðar til þess að búa til nýjar, og minnka lekann. Á Facebookfærslu Önnu Baldvinu segir að það sé aðeins leki á milli hólfa ennþá en læknarnir séu mjög bjartsýnir á það að hann sé ekki mikill og komi ekki til með að hrjá hann.
Meira

Þrjár húnvetnskar laxveiðiár á topp 10 í sumar

Húni.is greinir frá því að laxveiði sé nú lokið í flestum ám landsins og þá sér í lagi þeim sem flokkaðar eru sem náttúrulegar ár. Þrjár húnvetnskar ár eru á lista yfir tíu Veiði í ám sem byggja á seiðasleppingum verður stunduð fram eftir þessum mánuði. Þær húnvetnsku laxveiðiár sem eru á lista Landssambands veiðifélaga yfir aflahæstu ár landsins hafa allar lokað. Á topp tíu listanum eru þrjár húnvetnskar ár, Miðfjarðará, Blanda og Laxá á Ásum.
Meira

Kjöt á beinin

Bændum er nóg boðið. Þeir eru uggandi um framtíð greinarinnar. Bændur gera sér grein fyrir að lengra verður ekki haldið á sömu braut, átak og breytingar séu nauðsynlegar. Þetta kom m.a. berlega fram á gríðarlega fjölmennum fundi á Blönduósi fyrir nokkrum vikum. Þangað flykktust bændur, nánast af öllu landinu.
Meira

Bergþór Ólason efstur á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi

Nú hamast stjórnmálaflokkar landsins við að stilla upp á framboðslista sína. Í gær var tilkynnt að Bergþór Ólason framkvæmdastjóri á Akranesi muni leiða lista Miðflokksins, flokks Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 28. október nk. Bergþór er framkvæmdastjóri Byggingalausna ehf. og LOB ehf, áður Loftorka í Borgarnesi ehf, að því fram kemur í tilkynningu.
Meira

ÍR-ingar gáfu Tindastólsmönnum langt nef

Það var boðið upp mikla dramatík og stórundarlegan körfuboltaleik í Síkinu í kvöld þegar baráttuglaðir ÍR-ingar mættu til leiks og stálu sigrinum af steinhissa Stólum. Þegar 15 mínútur voru til leiksloka höfðu Tindastólsmenn 22 stiga forskot en þá náðu gestirnir upp fantavörn á meðan Stólarnir gjörsamlega sprungu á limminu. Næstu fjórtán mínútur gerðu heimamenn þrjú stig á meðan ÍR-ingar settu 29 og þegar loksins kviknaði á heimamönnum þá var tíminn orðinn of naumur til að stoppa í gatið. Lokatölur 71-74 og nú er bara að vona að fall sé fararheill.
Meira

Lokað hjá sýslumanni

Skrifstofur sýslumannsins á Norðurlandi vestra á Blönduósi og á Sauðárkróki verða lokaðar föstudaginn 6. október vegna starfsdags.
Meira

Hlýnar um helgina en kólnar svo aftur

Íbúar á Norðurlandi vestra hafa orðið eitthvað varir við að það hefur haustað og styttist í veturinn. Snjórinn hefur þó haldið sig til hlés að mestu þetta haustið, og eiginlega mest allt árið, en síðustu dagana hefur þó krítað á kolla og eitthvað niður eftir hlíðum.
Meira

„Breiddin í liðinu hefur aukist“

Eins og allir ættu að vita, sem á annað borð fylgjast með körfunni, þá hefst Dominos-deild karla í kvöld. Stólarnir mæta liði ÍR í Síkinu og af því tilefni hafði Feykir samband við Israel Martin, þjálfara Tindastóls. Hann segist spenntur og hlakka til leiksins í kvöld með stuðningsmennina í góðum gír að venju.
Meira

Öllum Skagfirðingum boðið á 80 ára afmælisfögnuð hjá Skagfirðingafélaginu í Reykjavík - frítt inn

"Við eigum afmæli og þér er boðið" segir í tilkynningu frá Skagfirðingafélaginu í Reykjavík. Skagfirðingafélagið í Reykjavík ætlar að fagna 80 ára afmæli félagsins laugardaginn 7. október í samkomusal Ferðafélags Íslands að Mörkinni 6 í Reykjavík.
Meira