Skagafjörður

Tæplega 1180 tonnum landað á Króknum í síðustu viku

Í síðustu viku, eða dagana 24.-30. september, var 1.412.407 kílóum landað á Norðurlandi vestra. Munaði þar mest um rækjufarm sem norska flutningaskipið Silver Fjord kom með til Sauðárkróks, eða rúmlega 660 tonnum. Þá lönduðu bæði Málmey og Klakkur á Króknumí vikunni og voru með samanlagt ríflega 240 tonn.
Meira

Hækkun til sauðfjárbænda

Kaupfélag Skagfirðinga ætlar að greiða 13% viðbótarálag á það verð sem gefið var út í upphafi sláturtíðar nú í haust, á hvert kíló dilkakjöts, sem lagt er inn hjá afurðastöð KS. Í tilkynningu frá Kjötfurðastöð KS segir að greitt verði fyrir innlegg í september og október samkvæmt áður útgefinni verðskrá, en 13% viðbótarverð verður greitt til sauðfjárbænda 20. nóvember nk.
Meira

Krúshildur skilaði sér sjálf heim á mánudaginn

Hún Krúshildur skilaði sér sjálf heim á mánudaginn, heimilisfólkinu á Suðurgötu 9 til mikillar gleði, en þá var hún búin að vera í burtu í fimm vikur.
Meira

Fyrsti leikurinn í körfunni er í kvöld

Það er hátíð í bæ því í kvöld hefst Dominos-deildin í körfubolta á ný. Tindastólsmenn fá sprækt lið ÍR í heimsókn og það er óhætt að fullyrða að stuðningsmenn Tindastóls er fyrir löngu farið að hlakka til tímabilsins. Stólarnir hafa sjaldan eða aldrei haft úr breiðari og betri hópi leikmanna að moða og væntingarnar talsverðar fyrir tímabilið, enda liðið verið að sýna góða takta nú á undirbúningstímabilinu og helstu spekingar spá liðinu góðu gengi í vetur – jafnvel mjög góðu!
Meira

Gunnar í fram­boð fyr­ir Miðflokk­inn

Króksarinn Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksin sem sagði sig úr flokknum á dögunum, hefur ákveðið að ganga til liðs við Miðflokkinn, sem eins og flestum ætti að vera kunnugt er nýt flokkur Sigmundar Davíðs. Morgunblaðið telur sig hafa öruggar heimildir fyrir þessu og að Gunnar Bragi muni fara í framboð fyrir Miðflokkinn fyrir kosningarnar 28. október næstkomandi.
Meira

Fögnum fjölbreytileikanum í dýraríkinu í dag - myndband

Fögnum fjölbreytileikanum í dýraríkinu því það er alþjóðlegi dýradagurinn í dag.
Meira

Atvinnupúlsinn í Skagafirði frumsýndur í kvöld

Sjónvarpsstöðin N4 vinnur nú að gerð átta þátta um atvinnulífið í Skagafirði, Atvinnupúlsinn í Skagafirði. Fyrsti þátturinn verður frumsýndur í kvöld, klukkan 20:30. Sambærilegir þættir voru á dagskrá N4 í upphafi ársins þar sem kastljósinu var beint að Eyjafjaðrarsvæðinu. Þeir þættir féllu í góðan jarðveg hjá áhrofendum og atvinnulífið tók umfjölluninni fagnandi. Umsjónarmenn Atvinnupúlsins í Skagafirði eru þau María Björk Ingvadóttir og Karl Eskil Pálsson. Í þáttunum verður rætt við fólk sem þekkir vel til í atvinnulífinu, auk þess sem fyrirtæki og stofnanir verða heimsótt.
Meira

Föndurhornið - kanína

Hefur þú gaman af því að föndra? Hefur þú prófað að gera svona kanínu? Það eina sem þú þarft er blað í stærðinni 15*15cm og penni. Nýprent er að selja 10 stk af lituðum A4 blöðum á 100kr (þú kemur og velur úr því sem er í boði hjá okkur)
Meira

Auðlindagjald eða landsbyggðarskattur?

Í febrúar s.l. lagði undirrituð fram fyrirspurn á Alþingi til umhverfis- og auðlindaráðherra sem sneri að skilgreiningu á auðlindum Íslands og hvaða auðlindir borga auðlindagjald. Það kom ekki á óvart að af sex skilgreindum náttúruauðlindum er auðlindagjald í formi skattlagningar eingöngu lagt á auðlindir sjávar, sbr. lög um veiðigjöld, nr. 74/2012. Í svarinu kom svo fram að náttúruauðlindir landsins séu flokkaðar í sex yfirflokka, eða náttúruauðlindir a) lands, b) hafs, c) stranda, d) vatns, e) orkuauðlindir og f) villt dýr, þ.m.t. fiskar, fuglar og spendýr. Þessum flokkum er síðan skipt í fjölmarga undirflokka
Meira

Lilja Rafney efst hjá Vinstri grænum í Norðvesturkjördæmi

Fjölmennur fundur kjördæmisráðs VG í Norðvesturkjördæmi, haldinn á Hótel Bjarkalundi, samþykkti í gær eftirfarandi framboðslista, að tillögu kjörnefndar, vegna komandi alþingiskosninga: Lilja Rafney Magnúsdóttir, Alþingismaður leiðir listann áfram, Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður og forstöðumaður, Skagafirði er áfram í öðru sæti, en nýr í 3. sæti er Rúnar Gíslason, háskólanemi í Borgarnesi.
Meira