Skagafjörður

Stjórnarsáttmálinn - Samstarf um sterkara samfélag

Sáttmáli Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis verður undirritaður í Listasafni Íslands í dag. Í sáttmálanum eru sett fram metnaðarfull og framsýn markmið um velferð, mannréttindi og loftslagsmál, eflingu Alþingis og aukið þverpólitískt samráð, stórsókn í uppbyggingu á innviðum um allt land og eflingu heilbrigðis- og menntakerfa, eins og segir í sameiginlegri fréttatilkynningu frá flokkunum þremur. Um 100 aðgerðir og áherslumál er að finna í sáttmálanum í þágu þessara markmiða og annarra verkefna.
Meira

Viðskiptahraðall fyrir nýjar hugmyndir og fyrirtæki í ferðaþjónustu

Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring.
Meira

Jólablað Feykis komið út

Út er komið Jólablað Feykis, stútfullt af skemmtilegu efni. Það verður borið inn á öll heimili á Norðurlandi vestra í vikunni og að sjálfsögðu til áskrifenda utan þess svæðis. Blaðið verður einnig aðgengilegt á Netinu.
Meira

Jarðstrengur á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks

Áætlað er að vinna við lagningu á nýjum jarðstreng, Sauðárkrókslínu 2, frá Varmahlíð að Sauðárkróki hefjist sumarið 2018 en tilboð í strenginn voru opnuð í vikunni og buðu sex fyrirtæki í framleiðslu strengsins. Sauðárkrókslínu 2 er ætlað að styrkja tengingu svæðisins við flutningskerfið og um leið að auka orkuafhendingu og afhendingaröryggi á svæðinu.
Meira

Fimm furðuleg húsráð sem virka..

Hér er að finna nokkur ótrúlega einföld húsráð... Endilega deilið þeim áfram því ég er nokkuð viss um að fleiri vilji vita af þeim.
Meira

Ný póstnúmer tekin upp í dreifbýli

Þann 1. desember mun Pósturinn gera nokkrar breytingar á póstnúmerum landsins. Fela þær í sér að sérstakt póstnúmer verður tekið upp á svæðum í dreifbýli sem áður féllu undir sama póstnúmer og næsti þéttbýliskjarni. Hægt verður að þekkja flest nýju póstnúmerin á því að síðasta talan í þeim hækkar um einn.
Meira

„Skemmdist lítið sem ekkert, enda amerískur“

Vegurinn um Vatnsskarð var lokaður sl. sunnudag þegar unnið var að því að losa vörubíl sem endaði utan vegar þremur dögum fyrr en þá geisaði mikið óveður á Norðurlandi. Verkið var seinlegt að sögn Jóhannesar Þórðarsonar, tók u.þ.b. 5-6 klukkutíma.
Meira

Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks næsta laugardag

Rótarýklúbbur Sauðárkróks býður til jólahlaðborðs í íþróttahúsinu fyrir alla fjölskylduna nk. laugardag, 2. desember. Húsið opnar kl. 12 og þá verða Rótarýfélagar búnir að bera dýrindis mat á borðið og verða tilbúnir til að taka á móti gestum.
Meira

Arnar í eldlínunni í dag

Landslið Íslands í körfubolta tekur á móti Búlgörum í undankeppni HM 2019 í kvöld í Laugardalshöll. Tindastólsmaðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson er í liðinu og mun verða í eldlínunni í kvöld en Axel Kára „dró sig í hlé“.
Meira

Nokkrir Skagfirðingar tengjast Stellu Blómkvist

Ný íslensk þáttaröð um Stellu Blómkvist hóf göngu sína sl. föstudag í Sjónvarpi Símans og er óhætt að segja að hún hafi fengið góð viðbrögð áhorfenda. Feykir hefur náð að tengja nokkra Skagfirðinga við þættina, misjafnlega mikið, en aðalleikarinn á rætur í Skagafjörðinn.
Meira