Skagafjörður

Alþjóðlegi bjór og pítsudagurinn er í dag

Það er fátt sem getur glatt mann meira, eftir langan vinnudag, en að fá sér góða pítsu með góðum bjór, þvílík tvenna. Það sem gerir daginn í dag ennþá skemmtilegri er að það er landsleikur í imbakassanum og til að fullkomna allt þá væri nú ekki verra ef að strákarnir okkar myndu vinna leikinn. Held einmitt að fjölmargir landsmenn eigi eftir að halda uppá þennan dag án þess að vita af því því það fylgir svo oft fótboltaleikjum að vera í góðra vinahópi, panta sér pítsu og fá sér bjór.
Meira

Ungar konur ráða byggð

Ungar konur eru lykillinn að blómlegri byggð, það er náttúrulögmál. Þar sem ungar konur velja sér að búa og eiga börnin sín, þar dafnar lífið, svo einfalt er það. Því ætti að vera kappsmál að hvetja ungar konur til þess að gefa sig að stefnumótun vítt og breitt í samfélaginu. Enda vita ungar konur manna best hvað þarf til að skapa frjósaman jarðveg fyrir ungt fólk og skapandi framtíð á landinu okkar góða.
Meira

Ásmundur, Halla og Stefán Vagn í efstu þremur hjá Framsókn

Um helgina fór fram tvöfalt kjördæmisþing Framsóknarflokksins á Bifröst í Borgarfirði. Þar var samþykkt að Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fyrr­ver­andi alþing­ismaður, muni skipa efsta sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi í næstu alþing­is­kosn­ing­um.
Meira

Eftirlaun og atvinnuþátttaka

Talsverðar breytingar urðu á lífeyriskerfinu um síðustu áramót. Ýmislegt jákvætt hefur áunnist með þessum breytingum en það eru þættir sem þarf að lagfæra. Einn af þeim þáttum sem þarfnast breytinga er sú staðreynd að nýja kerfið er atvinnuletjandi fyrir þá sem komnir eru á eftirlaun. Þetta er þáttur sem mikilvægt er að breyta.
Meira

Brentton naut tímans á Íslandi

„Ég hef virki­lega notið tím­ans á Íslandi og hér hef ég eign­ast vini fyr­ir lífstíð.“ Þetta seg­ir Brentt­on Muhammad, landsliðsmarkvörður eyrík­is­ins Antigua og Barbuda í Karabía­hafi, í sam­tali við mbl.is. Eins og þeir sem fylgst hafa með liði Tindastóls í fótboltanum síðustu sumur þá er hér um að ræða hinn eldhressa markvörð Stólanna sem haldið hefur samherjum sínum og dómurum á tánum með óvenjumiklum talanda úr öftustu vörn.
Meira

Fiskisúpan úr brúðkaupsveislunni og hjónabandssæla á efti

Hjónin Friðrik Már Sigurðsson og Sonja Líndal Þórisdóttir, ábúendur á Lækjamóti í Víðidal, voru matgæðingar vikunnar í 38. tölublaði Feykis árið 2015.
Meira

Vaskur hópur VG!

Kosningar til alþingis á hverju ári er ekki óskastaða en bregðast verður við þegar ríkisstjórnin ræður ekki við hlutverk sitt eins og raun ber vitni. Nú liggur fyrir öflugur listi VG í norðvesturkjördæmi sem ætlar að berjast fyrir hag landsbyggðarinnar og réttlátu og heiðarlegu samfélagi sem gerir ungu fólk kleift að mennta sig og stofna heimili og öldruðum og öryrkjum fært að lifa mannsæmandi lífi. Fátækt er óásættanleg í ríku samfélagi.
Meira

Stefán Logi ráðinn framkvæmdastjóri Steinullar

Í sumar var auglýst staða framkvæmdastjóra Steinullar en Einar Einarsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri um áraraðir, lætur senn af störfum. Nú hefur verið ráðið í stöðuna og ljóst að Stefán Logi Haraldsson mun taka formlega við sem framkvæmdastjóri eigi síðar en 1. apríl á næsta ári.
Meira

Bubbi í Sauðárkrókskirkju í kvöld

Bubbi Morthens hefur verið á faraldsfæti síðustu vikur með kassagítarinn og komið fram víðsvegar um landið. Í kvöld ku kappinn mæta til leiks í Sauðárkrókskirkju og hefjast tónleikarnir kl. 20:30. Á dagskránni eru lög af nýju plötunni hans en einnig tekur hann eldra efni.
Meira

Manst þú eftir gömlu SK bílnúmerunum?

Það eru margir sem hafa áhuga á að rifja upp gömlu bílnúmer og spjalla um hver átti hvaða númer, á hvernig bíl þau voru og þar frameftir götunum. Þá eru til hópar á Fésbókarsíðunni sem eru tileinkaðir hverri sýslu(staf) fyrir sig, eins og það var hér forðum daga, og eru meðlimir að birta bæði myndir og upplýsingar tengt bílnúmerunum þar inn. Þar sem ég, Sigríður Garðarsdóttir, hef verið aðeins að hjálpa til á Samgönguminjasafninu í Skagafirði í nokkur þá hef ég oft verið spurð út í gömlu bílnúmerin og hver átti hvað og fátt var um svör, sem er ekki ásættanlegt. Ég tók mig því til og setti niður skrá með hjálp frá vini mínum Bjarna Har og niðurstaðan var þessi. Skrá um gömlu SK bílnúmerin frá árunum
Meira