Beint flug milli Akureyrar og Bretlands í janúar og febrúar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
26.10.2017
kl. 13.43
Á fundi Byggðarráðs Skagafjarðar í morgun var lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Markaðsstofu Norðurlands og flugklasanum Air 66N. Þar segir að Markaðsstofa Norðurlands og flugklasinn AIR 66N hafi um árabil unnið að því markmiði klasans að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Ferðaskrifstofan Super Break í Bretlandi hyggist fljúga tvisvar í viku í janúar og febrúar frá Bretlandi til Akureyrar, samtals 14 flug á 7 vikum.
Meira
