Stólarnir rúlluðu Valsmönnum upp á Hlíðarenda
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
06.11.2017
kl. 22.53
Tindastóll og Valur áttust við í 16 liða úrslitum Maltbikarsins í kvöld og var leikið á Hlíðarenda. Stólarnir léku vel í kvöld og náðu strax ágætri forystu. Valsmenn reyndu að klóra sig inn í leikinn fyrir hlé en Stólarnir gáfu ekkert eftir og síðan var bara sýning í síðari hálfleik. Sigtryggur Arnar og Hester voru frábærir í leiknum með alls 66 stig en lokatölur voru 70-104.
Meira
