Skagafjörður

Tröll gera víðreist

Handbendi – brúðuleikhús, atvinnuleikhús á Norðurlandi vestra, sem rekið er á Hvammstanga sýnir brúðuverkið Tröll eftir Gretu Clough í Tjarnarbíói þann 30. september kl. 15:30. Í framhaldi af því verða nokkrar sýningar á verkinu á Norðurlandi en að þeim loknum verður haldið til Englands þar sem sýnt verður á nokkrum stöðum áður en leikferðinni lýkur með sýningu í South Bank Centre í Lundúnum. Það verður að teljast merkilegur viðburður að verk frá atvinnuleikhúsi sem rekið er í litlu þorpi eins og Hvammstanga sýni í jafn glæsilegu húsi og South Bank Centre er, við bakka Thames í miðborg Lundúna.
Meira

Hester kemur í næstu viku

Undirbúningstímabilið er hafið hjá körfuboltaliðum Dominos deildarinnar og hefur Tindastóll leikið æfingaleiki gegn Þór á Akureyri og ÍR um síðustu helgi. Um helgina átti að leika tvo leiki, föstudag og laugardag, en vegna jarðarfarar fellur seinni leikurinn niður. Leikið verður gegn Njarðvík úti á föstudagskvöld og eru stuðningsmenn sunnan heiða hvattir til að mæta og láta í sér heyra.
Meira

Feykir um allt Norðurland vestra

Í Feyki vikunnar er ýmislegt skemmtilegt að sjá eins og oft áður. Þar sem tími gangna og rétta, þá sérstaklega stóðrétta, eru um þessar mundir eru viðtöl við valinkunna hestamenn í blaðinu ásamt öðru skemmtilegu efni. Feykir vikunnar á að berast inn á hvert heimili á Norðurlandi vestra að þessu og vonandi heimilisfólki til ánægju.
Meira

Minnt á reglur um útivistartíma barna

Lögreglan á Norðurlandi vestra minnir á reglur um útivistartíma barna en kveðið er á um hann í 92. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 þar sem segir:
Meira

KS eykur hlut sinn í Árvakri

Íslenskar sjávarafurðir, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, hefur keypt hlut Lýsis ehf. í einkahlutafélaginu Þórsmörk en það félag er eigandi Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins o.fl. Með kaupunum er hlutur Íslenskra sjávarafurða kominn í 15,84 prósent, samkvæmt því sem kemur fram á Vísi.is í dag.
Meira

Árleg inflúensubólusetning

Á næstunni verður bólusett gegn inflúensu á heilsugæslustöðvum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Í auglýsingum frá Heilbrigðisstofnuninni kemur fram að allir einstaklingar eldri en 60 ára ættu að láta bólusetja sig svo og öll börn og fullorðnir með langvinna hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma. Þá er æskilegt að heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í framantöldum áhættuhópum fái bólusetningu svo og þungaðar konur. Einnig eru lungnabólusetningar ráðlagðar einstaklingum eldri en 60 ára.
Meira

Nemendur rafiðna fá spjaldtölvur gefins

Í gær komu þau Bára Halldórsdóttir, frá fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og Ásbjörn Jóhannesson, framkvæmdastjóri SART, færandi hendi í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Tilefni heimsóknarinnar var að afhenda nemendum á fyrsta ári í grunndeildar rafiðna spjaldtölvur til eignar en Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins og Rafiðnaðarskólinn sjá um að allir nemendur þeirra skóla sem kenna rafiðnir eignist slík tæki.
Meira

Þú kemst þinn veg er gestasýning LA í október

Leikfélag Akureyrar laðar að gestasýningar á hverju leiksári sem auka fjölbreytni, dýpka leikhúsupplifun og auðga leikhúslíf hér norðan heiða. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að nýlokið sé sýningum á Hún pabbi í Samkomuhúsinu og voru viðtökurnar frábærar og sýningin vel sótt. Þann 15. október verður tekið á móti Þú kemst þinn veg sem er frelsandi og fyndin heimildarsýning sem veitir einstaka innsýn í lífsbaráttu manns með geðsjúkdóm.
Meira

Opinn fundur SA á Sauðárkróki

Haustfundaröð Samtaka atvinnulífsins um Ísland hefst í þessari viku og verður opinn fundur SA á Sauðárkróki haldinn á Kaffi Krók kl. 16.30-18 miðvikudaginn 20. september. Í tilkynningu frá samtökunum segir að boðið verði upp á síðdegiskaffi og krassandi umræður. Allir eru velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.
Meira

Alþjóðlegi ostborgaradagurinn er í dag

Er ekki alveg tilvalið að grilla hamborgara í kvöld þar sem það er alþjóðlegi ostborgaradagurinn í dag?
Meira