Skagafjörður

Enn er hægt að krækja sér í kótelettumiða

Ákveðið hefur verið að framlengja miðasölutímann á kótelettukvöld Lions, sem fram fer annað kvöld í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, fram á morgundaginn. Miðasalan hefur gengið vel að sögn Ásgríms Sigurbjörnssonar hjá Lionsklúbbi Sauðárkróks og er hann ánægður með viðtökur Skagfirðinga.
Meira

Gestaheimsókn - Framtíðarhópur Tokyo 2020

Helgina 21. – 23. apríl sóttu góðir gestir Sunddeild Tindastóls heim. Gestirnir voru afrekshópur unglinga í sundi (14-17 ára) Framtíðarhópur Tokyo 2020 sem undirbýr sig nú fyrir Ólympíuleika 2020. Með hópnum voru 3 þjálfarar. Æfingar hópsins í þessari ferð hófust á Blönduósi á föstudagskvöld þar sem sundfélag staðarins, Hvöt, tók á móti þeim. Síðan var stefnan tekin á Krókinn þar sem hópurinn gisti í Húsi Frítímans.
Meira

Sat í stjórn í einn dag

Stefán Vagn Stefánsson á Sauðárkróki var í fyrradag kjörinn af Alþingi í stjórn Ríkisútvarpsins samkvæmt tilnefningu Framsóknarflokksins. Seta Stefáns í stjórninnni stóð þó ekki lengi, eða einungis í sólarhring, þar sem kjör hans stangaðist á við lög um kjörgengi fulltrúa í stjórnina en þar eru sveitarstjórnarfulltrúar ekki kjörgengir. Sama átti við um Kristínu Maríu Birgisdóttur frá Grindavík. Í samtali við fréttastofu útvarps í gær sagði Stefán Vagn að hann hefði gjarna viljað sitja lengur en sólarhring í stjórninni en mönnum hefði yfirsést þetta við kosninguna.
Meira

Uppselt er á danslagatónleika

Þess verður minnst nk. föstudagskvöld að 60 ár eru liðin frá því að danslagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks hóf sitt blómaskeið sem stóð yfir í mörg ár. Haldnir verða tónleikar þar sem dægurlagaperlur fyrri ára verða rifjaðar upp með hjálp fjölda söngvara og hljóðfæraleikara. Aðsóknin hefur farið fram úr björtustu vonum því uppselt er á auglýsta sýningu nk. föstudagskvöld en ákveðið hefur verið að halda aukatónleika kl. 23:00 sama kvöld ef næg þátttaka fæst. Miðasala fer fram í síma 8660114.
Meira

Árskort Tindastóls komin í sölu

Nú er farið að styttast í Íslandsmót hjá meistaraflokkum Tindastóls og líkt og undanfarin ár bíður knattspyrnudeildin upp á árskort til sölu sem gildir á leiki félagsins. Meistaraflokkarnir spila 20 leiki á Sauðárkróksvelli í sumar, meistaraflokkur karla spilar ellefu leiki og meistaraflokkur kvenna níu.
Meira

Þegar Lady Astor ánetjaðist kókinu

Þingmaðurinn, Óli Björn Kárason, ritar skemmtileg minningarbrot um leiklist, sæluviku og frelsi á bakvið tjöldin í Bifröst í nýjasta blaði Feykis sem helgað er Sæluviku Skagfirðinga sem hefst næsta sunnudag. Á Sauðárkróki sleit Óli Björn barnskónum ásamt æskuvini sínum dr. Sveini Ólafssyni en í uppsetningu Leikfélags Sauðárkróks á Tehúsi ágústmánans fengu þeir mátar ábyrgðarhlutverk meðfram leikstörfum sínum, þ.e. að passa upp á einn sem var enginn venjulegur leikari.
Meira

Ábyrgðarkeðjan má ekki rofna

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem lýtur að því að sett verði lög um keðjuábyrgð, þ.e. ábyrgð verktaka á því að undirverktakar hans standi skil á samningsbundnum launum, greiði opinber gjöld og hagi starfsemi sinni almennt samkvæmt lögum og reglum íslensks vinnumarkaðar.
Meira

„Þarf aðgerðir strax í vegamálunum,“ segir Bjarni Jónsson

Bjarni Jónsson, sem tók sæti sem varamaður á Alþingi í lok mars, beindi fyrirspurnum til samgönguráðherra varðandi fjármuni til viðhalds og uppbyggingar þriggja tengivega á Norðurlandi vestra. Vegirnir sem um ræðir eru Hegranesvegur, Reykjastrandarvegur og Vatnsnesvegur. Nú hefur borist svar frá ráðherra við fyrirspurnum Bjarna sem segir svörin valda miklum vonbrigðum.
Meira

Vel gengur hjá Heimi í Kanada

Karlakórinn Heimir úr Skagafirði er nú staddur á Íslendingaslóðum í Kanada þar sem raddböndin eru þanin í Vancouver og Victoría en þar verða haldnir tónleikar í samstarfi við Íslendingafélögin á hvorum stað. Sl. laugardag tók kórinn þátt í stóru kóramóti í Chan Center í Vancouver og söng þar fyrir fullu húsi.
Meira

Hildur Heba og Jódís Helga reyndust bestar í stærðfræði

Úrslit í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og níundu bekkja í grunnskólum á Norðurlandi vestra og Tröllaskaga fór fram í Ólafsfirði í gær. Hildur Heba Einarsdóttir nemandi Árskóla á Sauðárkróki gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina.
Meira