1219 kærðir frá áramótum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.06.2017
kl. 14.17
Nú fer enn ein helgin í hönd með fríum og ferðalögum og er ekki úr vegi að minna ferðalanga á að gæta varúðar og muna að best er að koma heill heim og að hálftími til eða frá skiptir sjaldnast öllu máli. Sem betur fer hefur lögreglan vökult auga á vegum úti og á Facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kemur fram að frá áramótum hafi 1219 ökumenn verið kærðir fyrir hraðakstur í umdæminu sem er mikil aukning frá því á sama tíma í fyrra þegar sambærileg tala var 556 ökumenn.
Meira
