Skagafjörður

Blóma- og gjafabúðin skiptir um eigendur

Um síðustu mánaðamót urðu eigendaskipti á Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki þegar Hrafnhildur Skaptadóttir tók við rekstrinum af Brynhildi Sigtryggsdóttur, eða Binný í Blómabúðinni, sem hafði rekið búðina um árabil. Eins og kunnugir vita er Hrafnhildur þó enginn nýgræðingur í blómaversluninni þar sem hún hefur starfað í búðinni hjá Binný undanfarin níu ár.
Meira

Feykigott á grillið

Sumardagurinn fyrsti er nú liðinn og góða veðrið rétt handan við hornið. Þá er rétt að rifja upp þrjár uppskriftir að óviðjafnanlegum kryddlegi sem birtust í 16. tölublaði Feykis 2015 og óhætt er að mæla með. Það er ekkert sem jafnast á við góðan grillmat til að gæða sér á á fallegu sumarkvöldi.
Meira

Molduxamót á morgun

Hið árlega Molduxamót í hinni fallegu íþrótt körfubolta, verður haldið á morgun laugardaginn 22. apríl 2017 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki (Síkinu). Keppt verður í þremur riðlum í aldursflokkum 40+ og 30+. Alls keppa tólf lið á mótinu sem koma alls staðar að af landinu.
Meira

Kröfur í þrotabú Sjávarleðurs 420 milljónir

Á Vísi.is er sagt frá því að lýstar kröfur í þrotabú Sjávarleðurs á Sauðárkróki hafi numið 419,7 milljónum króna en einungis 59 milljónir hafi fengist greiddar. Fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta þann 30. júní á seinasta ári og að skiptum hafi lokið 28. mars síðastliðinn. Eignir félagsins voru fasteignin Borgarmýri 5 á Sauðárkróki og veðsettur lager og vörubirgðir. Fasteigninni var ráðstafað til veðhafa á veðhafafundi auk þess sem samþykkt var tilboð í lager og birgðir á veðhafafundi þannig að af eignum félagsins greiddust einungis veðkröfur. Lýstar veðkröfur námu 296 milljónum króna og fengust eins og áður segir 59 milljónir upp í þær.
Meira

Farið yfir lög um gatnagerðargjald

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp til að fara yfir lög um gatnagerðargjald en 1. júlí næstkomandi verða liðin 10 ár frá því að lögin gengu í gildi. Á vef ráðuneytisins kemur fram að talið sé tímabært að fara yfir reynsluna af framkvæmd laganna meðal annars með hliðsjón af fyrirliggjandi dómum og úrskurðum.
Meira

“Hann er ekki í neinu.”

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi og gleðilega páskahátíð. Amen. “Leyfið börnunum að koma til mín og varnið þeim eigi því slíkra er Guðs ríki.” Svo mælti Jesús eitt sinn þegar lærisveinar hans vörnuðu börnunum því að komast nálægt honum. Hann talaði oft um börnin, og hvatti fullorðna fólkið stundum til þess að verða eins og börn. Börnin voru í hans huga saklaus og hrein og tilbúin að treysta öðrum. Þau komu til dyranna eins og þau voru klædd og sögðu sína skoðun. En um leið höfðu þau enga sérstaka verðleika til þess að hrósa sér af.
Meira

Gleðilegt sumar

Feykir óskar landsmönnum öllum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn.
Meira

Esther Ágústsdóttir skólastjóri Bataskólans

Skagfirðingurinn, Esther Ágústsdóttir frá Kringlumýri, er annar tveggja skólastjórnenda Bataskóla Íslands sem opnaði við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær. Við hlið hennar starfar Þorsteinn Guðmundsson leikari og grínisti sem nú leggur stund á sálfræði við HÍ. Bataskólinn er samstarfsverkefni Geðhjálpar, Reykjavíkurborgar, HR, HÍ og Landspítalans.
Meira

Tekist á um vernd og orkunýtingu landsvæða

Sveitarstjórn Svf. Skagafjarðar tók fyrir, á síðasta fundi sínum, umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Bendir sveitarstjórnin á það að í þeirri þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram fyrir Alþingi er aðeins lagt til að einn virkjunarkostur á vatnasviði á Norðurlandi vestra verði í orkunýtingarflokki og einn virkjunarkostur í vindorku.
Meira

Elstu ljóðaprentanir Jónasar Hallgrímssonar, Benedikts Gröndal, Eggerts Ólafssonar og Kristjáns fjallaskálds á uppboði

Bókauppboð verður haldið í Safnaðarheimili Grensáskirkju við Háaleitisbraut 66 í Reykjavík laugardaginn 22. apríl og hefst klukkan 14. Uppboðshaldari er Bjarni Harðarson bóksali en regluvörður er Ingibjörg Benediktsdóttir fyrrverandi hæstaréttardómari og aðstoðarmaður uppboðshaldara er Valdimar Tómasson ljóðskáld.
Meira