Skagafjörður

Flutningaskip Eimskips á Krókinn

Eimskip hefur hafið strandsiglingar á ný til Sauðárkrókshafnar og kom flutningaskipið Blikur í síðustu viku. Um er að ræða tilraunasiglingar sem verða hálfsmánaðarlega að minnsta kosti til haustsins og framhaldið mun svo ráðast af því hvernig magnið þróast.
Meira

N4 gefur út landsbyggðablað

„N4 Landsbyggðir“ er nýtt blað sem N4 gefur út og lítur fyrsta tölublaðið dagsins ljós í næstu viku, þriðjudaginn 20. júní. Blaðið verður prentað í 54.500 eintökum á umhverfisvænan og svansvottaðan pappír hjá Ísafoldarprentsmiðju. N4 Landsbyggðir er eina fríblað landsins sem dreift er á öll heimili á landsbyggðunum sem ekki afþakka fjölpóst. Þá verður blaðinu einnig dreift til allra fyrirtækja landsins.
Meira

Ráðstefna um stöðu mála á Norðurlandi vestra

Ráðstefna um stöðu mála á Norðurlandi vestra var haldin mánudaginn 12. júní sl. Ráðstefnan var haldin að frumkvæði Kaupfélags Skagfirðinga í samvinnu við sveitafélög á svæðinu. Inntak ráðstefnunnar var víðfeðmt og voru haldnar framsögur um landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, menningarmál, ferðaþjónustu, stóriðju og sveitarstjórnarmál. Um 100 manns sóttu ráðstefnuna úr öllum kimum samfélagsins og var ánægjulegt að sjá jafnt kynjahlutfall framsögumanna á ráðstefnunni, þrjár konur og þrír karlar.
Meira

Finnbogi kominn í landslið hestamanna

Skagfirðingurinn Finnbogi Bjarnason tryggði sér sæti í landsliðinu í hestaíþróttum eftir úrtökumót landsliðsnefndar og Spretts um liðna helgi. Fjórir aðrir tryggðu sig inn í liðið á mótinu samkvæmt sérstökum reglum eða lykli að vali í landsliðið sem landsliðsnefnd LH gefur út hverju sinni en fjórir heimsmeistarar frá HM2015 munu fá að verja titil sinn. HM fer fram í Oirschot í Hollandi í ágúst.
Meira

Sjómannadagsgleði á Hofsósi

Á Hofsósi var sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur að vanda í gær. Björgunarsveitin Grettir stóð fyrir heilmikilli dagskrá en hún hófst með helgistund sem haldin var í skjóli frá napurri norðangjólunni við Veitngastofuna Sólvík. Sr. Halla Rut Stefánsdóttir leiddi athöfnina og kirkjukórinn söng við undirleik Stefáns Gíslasonar. Að helgistund lokinni lagði Sonja Finnsdóttir blómsveig að minnisvarða látinna sjómanna.
Meira

Arnar Geir sigraði í opna Friðriksmótinu

Opna minningarmót Friðriks J. Friðrikssonar læknis á Sauðárkróki var haldið á Hlíðarendavelli laugardaginn 10.júní sl. Keppnisfyrirkomulagið var höggleikur með forgjöf í einum opnum flokki og komu keppendur víðsvegar að af landinu.
Meira

Mikið af spottum, netum og alls konar plasti í fjörunni

Það voru hressir krakkar úr Vinnuskola Skagafjarðar sem settust niður á bekknum fyrri framan Nýprent fyrir helgi og mauluðu á nestinu sínu. Þau voru að klára fyrstu vikuna í vinnunni og höfðu aðallega verið að tína rusl.
Meira

Mikil verðmæti í húfi

Fyrir skemmstu bárust svör þriggja ráðherra við spurningum Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur alþingismanns VG í Norðvesturkjördæmi um sjávarrof, sjávarflóð og sjóvarnir. Sjávarrof hefur valdið landeyðingu víða um land og orði til þess að minjar um búsetu og lífsbaráttu genginna kynslóða eru horfnar eða í hættu og í sumum tilvikum á þetta einnig við um mannvirki sem nútímafólk hefur reist og notar.
Meira

Slysavarnardeildin Harpa fagnar 50 árunum

Slysavarnardeildin Harpa á Hofsósi fagnar 50 ára afmæli sínu um þessar mundir en félagið var stofnað á uppstigningardag þann 4. maí 1967. Stofnfélagar voru 28 konur og hefur meginmarkmið félagsins alla tíð verið að afla fjár til að styðja við starfsemi björgunarsveitarinnar Grettis. Það hefur félagið gert með ýmsum hætti í gegnum tíðina, meðal annars með sölu á jólapappír og jólakortum, en frá upphafi hefur helsta fjáröflunarleiðin verið kaffisala að lokinni hátíðadagskrá á sjómannadaginn.
Meira

Sunnudagsljóðið

Sunnudagsljóðið er að sjálfsögðu helgað sjómannadeginum. Það heitir Sjómenn og er eftir Harald Zophoníasson. Ljóðið var flutt á Dalvík á sjómannadaginn 8. júní 1941.
Meira