feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
16.04.2017
kl. 01.32
Páskadagur (Dominica Resurrectionis Domini) er sunnudagur í páskum, en páskar eru haldnir fyrsta sunnudag eftir að tungl verður fullt næst eftir vorjafndægur. Samkvæmt trúarhefð kristinna manna var það á sunnudeginum á páskum gyðinga sem María Magdalena og María móðir Jakobs (Markúsarguðspjallið 16. kafla) sáu að Jesús var ekki lengur í gröfinni því að hann hafði risið upp frá dauðum, samkvæmt WikiPedia. Kristnir menn halda þess vegna páskadaginn sem gleði og fagnaðardag. Jesús lifði þrátt fyrir að hafa verið tekinn af lífi á krossinum og það gerir páskana að mestu hátíð kristinna manna og forsendu kristinnar trúar.
Meira