Skagafjörður

Ragnar Þór með þrennu í fyrsta sigri Stólunna

Tindastólsmenn gerðu góða ferð á Egilsstaði í gær þar sem þeir mættu liði Hattar í sjöttu umferð 2. deildar. Stólarnir höfðu enn ekki unnið leik í deildinni, reyndar verið fjári óheppnir, en lið Hattar hafði unnið einn leik, gert þrjú jafntefli og tapað einum áður en Stólarnir komu í heimsókn. Gestirnir gerðu sér lítið fyrir og stungu af með öllu stigin en Ragnar Þór Gunnarsson gerði öll mörk Tindastóls í 1-3 sigri.
Meira

Bestu leikmenn fótboltans hafa allir spilað fyrir Liverpool

Liðið mitt: Helgi Freyr Margeirsson
Meira

Hvað finnst lesendum feykis.is um þennan furðuljóta bíl?

Það hefur ekki farið framhjá neinum, sem býr á Sauðárkróki, að nýr bíll er í bænum. Um er að ræða breytta Toyotu Corollu og kallast NeuRat. Þetta er nýtt trend í dag sem tekið var upp til að minnast RatRod sem menn gerðu mikið af hér áður fyrr. Reynar er enn verið að smíða RatRod í dag en í þá er notað mikið eldri bíla en þá sem eru úr nútíma samfélaginu, eins og þessi er úr.
Meira

Hunangs- og sojagljáður kjúklingur og sænsk Kladdkaka

Matgæðingar vikunnar í 23. tölublaði Feykis 2015 voru Sæunn Vigdís Sigvaldadóttir og Brynjar Már Eðvaldsson. Þau buðu lesendum upp á girnilegar uppskriftir af Bruschetta í forrétt, hunangs- og sojagljáðan kjúkling og sænska Kladdköku með karamellukremi í eftirrétt.
Meira

Minningarmót um Friðrik J. Friðriksson

Haldið verður opið golfmót á Hlíðarendavelli á morgun til minningar um Friðrik lækni, einn af frumkvöðlum golfiðkunar á Sauðárkróki. Opið fyrir skráningu á golf.is til klukkan 20:00 í kvöld.
Meira

Skíðadeild Tindastóls fær háan styrk

Á fundi byggðarráðs Svf. Skagafjarðar í vikunni var lagt fram bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, varðandi styrkumsókn Skíðadeildar Umf. Tindastóls til samtakanna að upphæð 40 milljónir króna. Var erindið tekið fyrir í stjórn SSNV þann 9. maí 2017.
Meira

Gott öryggi á leikskólum

„Í sjónvarpsfréttum RÚV þann 5. júní 2017, var fullyrt að eftirlit og ástand leiktækja á opinberum leiksvæðum m.a. leikskólum væri í molum. Umræddar fullyrðingar sem fallnar eru til þess að valda foreldrum barna óþarfa ótta, standast ekki nánari skoðun,“ segir á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.
Meira

Jónsmessuhátíð á næstu grösum

Hin árlega Jónsmessuhátíð á Hofsósi verður haldin dagana 16.-17. júní nk. og að vanda stendur mikið til. Dagskráin hefst með Jónsmessugöngu en að þessu sinni verður gengið frá Stafnshóli um Axlarveg niður á þjóðveginn við Miðhús.
Meira

Áfram kalt í veðri

Þrátt fyrir að snjóað hafi til fjalla undanfarna sólarhringa eru allir helstu vegir landsins greiðfærir. Á Þverárfjallsvegi er hiti um frostmark, ein gráða á Vatnsskarði og núll gráður á Holtavörðuheiði en annars hægur vindur og akstursskilyrði í fínu lagi. Spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi kulda norðan lands.
Meira

Tindastóll mætir Grindavík í 8 liða úrslitum

Dregið var dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla og kvenna í hádeginu í dag en eins og frægt var orðið komust stelpurnar í Tindastól þangað með sigri á efstudeildarliðinu Fylki fyrir stuttu. Ekki verður róðurinn auðveldur hjá stelpunum í næsta leik því þær drógust gegn Grindavík sem situr í 7. sæti Pepsídeildarinnar.
Meira