Sveitarfélög í Húnavatnssýslum taka þátt í Arctic Coast Way
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
11.04.2017
kl. 14.14
Á heimasíðu Blönduósbæjar kemur fram að sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu hafi í síðustu viku ákveðið að verða þátttakendur í verkefninu Arctic Coast Way og einnig hefur Húnaþing vestra tekið ákvörðun um aðild að því. Eins og áður hefur komið fram á feykir.is er markmið verkefnisins að styrkja stöðu Norðurlands í markaðssetningu innanlands og erlendis og að hvetja ferðamenn til að staldra lengur við á Norðurlandi, að draga fram helstu áherslur og vinna markvisst að uppbyggingu staðanna sem að veginum liggja og að gera Norðurland að freistandi valkosti fyrir ferðamenn árið um kring.
Meira
