Arnrún Halla nýr formaður UMSS
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
15.03.2017
kl. 13.32
Á ársþingi UMSS sem haldið var í Ljósheimum í Skagafirði gær var Arnrún Halla Arnórsdóttir kjörin nýr formaður sambandsins. Tekur hún við af Þórhildi Sylvíu Magnúsdóttur. Á þinginu veitti Viðar Sigurjónsson, starfsmaður ÍSÍ, knattspyrnudeild Tindastóls viðurkenningu fyrir Fyrirmyndarfélag ÍSÍ en knattspyrnudeildin hlaut hana fyrst árið 2012. Núna var viðurkenningin endurnýjuð og staðfest áfram.
Meira
