Skagafjörður

Lokahátíð Þjóðleiks

Þjóðleikur, leiklistarhátíð ungs fóks, var haldin í Menningarhúsinu Miðgarði og í Varmahlíðarskóla laugardaginn 29. apríl sl. Hátíðin er haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni og hefur Þjóðleikhúsið frumkvæði að verkefninu í samstarfi við menningarráð, skóla, leikfélög og marga aðra aðila. Þjóðleikur hóf göngu sína á Austurlandi árið 2008-2009 en starfar nú um allt land.
Meira

Steypustöðin leggur rafstreng á Snæfellsnesi

Steypustöð Skagafjarðar mun sjá um lagningu jarðstrengs á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur með viðeigandi greftri, slóðagerð og frágangsvinnu eftir því sem fram kemur á heimasíðu Landsnets. Með lagningu Grundarfjarðarlínu 2, 66 kV jarðstrengs eykst afhendingaröryggi raforku á svæðinu til muna.
Meira

Viðar áfram í Síkinu

Nú fagna allir stuðningsmenn Tindastóls þar sem samningar hafa tekist á milli körfuboltadeildar og Viðars Ágústssonar um að hann leiki áfram með liðinu næsta tímabil. Viðar er einn öflugasti varnarmaður úrvalsdeildarinnar og ljóst að það er liðinu mikils virði að halda honum innan sinna raða.
Meira

Dæmalaus landsbyggðarskattur

Það er nánast pínlegt að hlýða á fjármálaráðherrann okkar réttlæta þá ákvörðun að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna. Frá honum hafa heyrst fullyrðingar um að greinin hafi fengið „skattaívilnanir,“ eigi að sitja við sama borð og aðrar atvinnugreinar, og sé búin að slíta barnsskónum, sem er bara fyndin framsetning. Þetta virðast vera lykilhugtökin í rökstuðningi ráðherrans ásamt því að hægja eigi á vexti atvinnugreinarinnar. Ég ætla ekki að eyða tíma í að hrekja akkúrat þessar fullyrðingar, það hafa margir málsmetandi menn gert, innan sem utan ferðaþjónustunnar. En segi það þó að umræðan er full af frösum og klisjum sem hafa ekkert innihald ef betur er að gáð.
Meira

Veðrabrigði framundan

Nú er útlit fyrir að hlé verði á veðurblíðunni sem leikið hefur við okkur síðustu dagana. Í hugleiðingum veðurfræðings á Vedur.is segir m.a.: „Næsta sólarhringinn verða töluverð umskipti á veðrinu, því í nótt gengur í norðaustan hvassviðri eða storm með ofankomu um landið N-vert, snjókoma til fjalla, en slydda á láglendi, þótt sums staðar nái að hanga í rigningu næst ströndinni.“
Meira

Krakkarnir kenndu foreldrunum júdó

Foreldraæfing vorannar var haldin hjá júdódeild Tindastóls í síðustu viku. Þar fengu iðkendur tækifæri á því að taka foreldra sína í karphúsið og kenna þeim eitthvað í júdó.
Meira

Blóðbankabíllinn á ferðinni

Blóðbankabíllinn verður með blóðsöfnun á Sauðárkróki miðvikudaginn 10. maí frá kl. 12:00-17:00 og fimmtudaginn 11. maí frá kl. 09:00-11:30. Bíllinn verður á planinu við Skagfirðingabúð. Hann verður svo á Blönduósi fimmtudaginn 11. maí frá klukkan 14:00 til 17:00 þar sem hann verður staðsettur á planinu hjá N1.
Meira

Þá stóð sveitarstjórn með heimamönnum en ekki lengur

Ýmsar rangfærslur hafa komið fram í umfjöllun Sveitarfélagsins um Blöndulínu 3 sem þarf að leiðrétta. Í frétt á vef sveitarfélagsins sem einnig var birt á vef Feykis, segir að nú verði að taka ákvörðun um legu línunnar í skipulagi, þar sem skipulagi hennar hafi verið frestað um fjögur ár í síðasta aðalskipulagi og sá tími sé liðinn. Þarna er hlutunum snúið á hvolf. Það er engin ástæða til að festa línuna inn á skipulag. Blöndulína 3 er ekki lengur á framkvæmdaáætlun Landsnets. Þvert á móti væri skynsamlegt fyrir sveitarfélagið að taka legu Blöndulínu 3 út og marka þá stefnu að línuna skuli leggja í jörð.
Meira

Forsetahjónin á Sæluviku

Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid sóttu Skagfirðinga heim í tilefni af Sæluviku sem endaði formlega um helgina. Forsetahjónin þáðu hádegisverð í boði sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar á Hótel Tindastóli, sóttu opið hús í Árskóla á Sauðárkróki, skoðuðu myndlistarsýningu í Gúttó og heilsuðu upp á bændur á Syðra-Skörðugili og Syðri-Hofdölum austan Vatna.
Meira

Vorstemning í lofti

Veðrið undanfarið hefur svo sannarlega hjálpað fólki til að finna fyrir fínni vorstemningu á landinu. Sól og hiti allt að og yfir 20 gráðurnar. Með hlýindunum fylgdi vorflóð í Héraðsvötnum í Skagafirði en bændur sem Feykir hafði samband við, vildu sem minnst gera úr þeim vatnavöxtum enda vanir þeim og oft með meiri látum og klakaburtði með tilheyrandi tjóni.
Meira