Styttist í lokun leikskólans á Hofsósi
feykir.is
Skagafjörður
23.03.2017
kl. 08.18
Leikskólamál á Hofsósi hafa verið til skoðunar í nokkurn tíma eftir að upp komst um mygluvandamál í núverandi húsnæði Barnaborgar á Hofsósi. Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra hefur gefið út að starfsleyfi leikskólans falli úr gildi þann 1. maí. nk. svo tíminn er orðinn naumur. Eftir nokkra þrautagöngu sveitarfélagsins við að finna tímabundið húsnæði fyrir starfsemina hefur ein formleg ákvörðun verið tekin í byggðarráði um að koma leikskólanum tímabundið fyrir í Félagsheimilinu Höfðaborg. Sú lausn hefur mætt talsverðri andstöðu á staðnum og samkvæmt heimildum Feykis er nú unnið að því að skoða aðrar leiðir m.a. að flytja leikskólann tímabundið í einbýlishús á Hofsósi.
Meira
