Skagafjörður

Bolla, bolla.......

Þá er bolludagurinn á morgun og eflaust margir sem taka forskot á sæluna og fá sér bollu í dag, jafnvel kannski í gær og fyrradag líka! Margir eiga eflaust sínar föstu bolludagsuppskriftir og ganga því einbeittir til verks en alltaf eru einhverjir sem eru að gera hlutina í fyrsta sinn, nú eða jafnvel brydda upp á nýjungum. Hér er leitað í uppskriftasafn Eldhússystra, eins og stundum áður, og hér fylgir girnileg uppskrift af sænskum rjómabollum með marsipanfyllingu. Eldhússystirin Kristín Rannveig Snorradóttir hefur orðið: "
Meira

Áskorendapistill - Ægir Finnsson

Byrjaðu núna!
Meira

Mexíkóskt lasagna og Tagliatelle-Kjúklingur

Kolbrún Birna Jökulrós og Þórkatla Björt Sumarrós voru matgæðingar vikunnar í 8. tölublaði Feykis árið 2015. Þær buðu upp á Mexíkóskt lasagna og Tagliatelle-Kjúkling og Toblerone-ís í eftirrétt. „Okkur systrunum finnst rosalega gaman að dúlla okkur í eldhúsinu og finnst okkur báðum mjög gaman að því að elda og baka. Við gleðjum stundum foreldra okkar þegar þeir koma úr fjósinu og þá erum við búnar að skella einhverju einföldu í eldfast mót og í ofninn, þá erum við langflottastar,“ segja Kolbrún Birna Jökulrós og Þórkatla Björt Sumarrós Þrastardætur, sælkerar vikunnar frá Birkihlíð í Skagafirði.
Meira

Ákveðið að fresta Vetrarhátíð Tindastóls

Vetrarhátíð Tindastóls sem fram átti að fara á morgun hefur verið frestað um tvær vikur vegna veðurs. Að sögn Viggós Jónssonar staðarhaldara skíðasvæðisins í Tindastóli þótti ekki forsvaranlegt að ögra veðurguðunum að þessu sinni.
Meira

NORÐLENSKAR KONUR Í TÓNLIST -í sparifötunum!

Tónleikaröð norðlenskra kvenna í tónlist sem tileinkuð var lofti, sjó og landi sló heldur betur í gegn síðastliðið haust. Tónlistarkonurnar fylltu hvert húsið á fætur öðru og hlutu mikið lof fyrir skemmtilega og einlæga nálgun á lögum tengdum sjómennsku, sveitarómantík og hernámsárunum. Laugardaginn 25. febrúar kl. 20.00 munu tónlistarkonurnar stíga á svið í Hamraborg í Menningarhúsinu Hofi og flytja brot af því besta úr tónleikaröðinni. Sjómannavalsinn, Sveitaball og Það er draumur að vera með dáta eru meðal þeirra laga sem munu hljóma.
Meira

Fulltrúar valdir í Stóru upplestrarkeppnina

Í vikunni voru haldnar upplestrarkeppnir 7. bekkja Árskóla á Sauðárkróki og Varmahlíðarskóla þar sem valdir voru fulltrúar til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer á sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra þann 28. mars næstkomandi.
Meira

Foráttuveður í aðsigi

Búist er við foráttuveðri um land allt í dag og er nú þegar farið að hvessa á sunnanverðu landinu. Spár gera ráð fyrir vaxandi suðaustanátt með snjókomu og síðar rigningu um landið suðvestanvert og stormi eða roki (20-28 m/s) víða síðdegis. Veðrið ætti að ná hámarki fljótlega eftir hádegi suðvestanlands en seinnipartinn í öðrum landshlutum. Milli kl. 16 og 17 er reiknað með að fari að lægja og draga úr vætu, fyrst á Reykjanesi og fljótlega eftir miðnætti muni skilin ganga norðaustur af landinu.
Meira

Foreldrar ungbarna vilja úrbætur í dagvistunarmálum

Í gærmorgun mættu nokkrir foreldrar ungbarna á Sauðárkróki á fund byggðaráðs Svf. Skagafjarðar og afhentu undirskriftalista 45 foreldra þar sem farið er fram á úrlausn daggæslu yngstu barna á Sauðárkróki. Vandræðaástand hefur skapast hjá foreldrum sem ekki koma börnum sínum í dagvistun milli þess er fæðingarorlofi lýkur og þangað til börnin komast á leikskóla.
Meira

Helgargóðgætið - maregnsterta með Góu súkkulaðistykki m/fylltum appolo lakkrís

Ég sá uppskrift af svipaðri tertu fyrir um ári síðan á einhverri bloggsíðu en eins og þeir sem hafa áhuga á bakstri þá breyta þeir alltaf uppskriftunum eftir sínum þörfum og niðurstaðan er þessi hér. Ótúlega góð nammiterta sem klikkar ekki.
Meira

Sigur Tindastóls í sveiflukenndum leik

Tindastóll og Þór Þorlákshöfn mættust í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld í 19. umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta. Tindastólsmenn voru með yfirhöndina mest allan leikinn en Þórsarar voru ólseigir og sáu til þess að halda áhorfendum spenntum allt til loka sveiflukennds leiks. Lokatölur voru 83-76 og Tindastóll, Stjarnan og KR öll með 28 stig en Vesturbæingarnir eiga leik til góða.
Meira