Tindastóll - KR í kvöld – Allir í Síkið!
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
06.01.2017
kl. 11.23
Það má búast við baráttuleik þegar KR mætir Tindastóli í Síkinu í kvöld. Tindastóll sat á toppi úrvalsdeildarinnar yfir jólin með 18 stig líkt og Stjarnan sem steig eitt fet áfram í gær eftir sigurleik gegn Þór Akureyri. KR nartar í hæla Tindastóls með 16 stig og nú hefur verið uppljóstrað að landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson muni leika sinn fyrsta leik með KR síðan árið 2009.
Meira
