Skagafjörður

Þrjár systur spiluðu meistaraflokksleik

Síðastliðinn laugardag lék meistaraflokkur Tindastóls í knattspyrnu kvenna æfingaleik við Hamrana á Akureyri. Svo skemmtilega vildi til að þrjár systur léku með liði Tindastóls, þær Snæbjört, Hugrún og Eyvör Pálsdætur. Eyvör, sem er aðeins 14 ára gömul, lék sinn fyrsta leik með liðinu en systur hennar fengu að spreyta sig þegar þær voru 15 ára.
Meira

Hross hrapaði til dauða

Veturgamalt tryppi drapst eftir að hafa hrapað niður fjallshlíð Staðaraxlar sl. sunnudag en hrossahópur sem var í hólfi frá bænum Vík hafði klifið upp á fjallið. Svo virðist sem styggð hafi komið að honum, sem var í lokuðu hólfi, líklega eftir sprengingar á þrettándanum.
Meira

Fæðuunnin bætiefni úr íslenskum innmat, kirtlum og villtum jurtum- Hópfjármögnun á Karolina Fund

Í gær hófst á netinu hópfjármögnunarátak Pure Natura ehf. en það fer fram á vef Karolina fund www.karolinafund.is. Pure Natura er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki, staðsett á Sauðárkróki og var það stofnað árið 2015 með það að markmiði að framleiða fæðuunnin vítamín og bætiefni úr lamba-innmat, kirtlum og jurtum.
Meira

Markvisst verður unnið gegn skattundanskotum, þar með talið í skattaskjólum

Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var undirrituð í Gerðarsafni í Kópavogi í dag. Ný ríkisstjórn leggur áherslu á eflingu velferðar-, heilbrigðis- og menntakerfa og að stöðugleiki í efnahagslífinu verði festur í sessi til hagsbóta fyrir samfélagið allt eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá flokkunum þremur.
Meira

Mamma Mia í Miðgarði

Árshátíð nemenda eldri bekkja Varmahlíðarskóla verður haldin næstkomandi föstudagskvöld 13. janúar í Menningarhúsinu Miðgarði kl 20:00 en þá verður söngleikurinn Mamma Mia sem slegið hefur rækilega í gegn á heimsvísu settur á svið í leikstjórn Helgu Rósar Sigfúsdóttur. Frumgerð tónlistar og söngtexta er eftir Abbameðlimina Benny Andersson og Björn Ulvaeus og er aðeins boðið upp á þessa einu sýningu.
Meira

Styrmir á verðlaunahátíð FIFA í Zürich

Króksarinn Styrmir Gíslason er nú staddur, í Zürich í Sviss þar sem verðlaunahátíð FIFA fer fram seinna í dag ásamt Benna Bongó trumbuslagara Tólfunnar svokölluðu en Styrmir er einn af stofnendum hennar sem gerði garðinn frægan á Evrópumótinu í sumar. Tólfan fór fyrir íslensku stuðningsmönnunum sem fjölmenntu á leiki Íslands og fengu hvarvetna lof fyrir framkomu sína og uppskáru fyrir vikið tilnefningu sem bestu stuðningsmenn knattspyrnuliða Evrópu.
Meira

Málþing um Harald Bessason á 30 ára afmæli Háskólans á Akureyri

Formleg afmælisdagskrá Háskólans á Akureyri hefst föstudaginn 13. janúar með málþingi sem nefnist Haraldur Bessason og mótunarárin. Erindi verða flutt um Harald Bessason sem fræðimann og kennara, svo og fyrstu ár skólans út frá sjónarhóli starfsmanns og nemanda, auk þess sem rektor skólans mun fjalla um framtíðarsýnina.
Meira

Óvíst hvaða lægð stjórni veðrinu næstu daga

Vaxandi norðaustanátt er í kortum Veðurstofunnar fyrir Strandir og Norðurland vestra en í nótt er gert ráð fyrir 15-23 m/s, hvassast á annesjum og Ströndum. Víða snjókoma, en slydda við sjóinn til morguns. Minnkandi vindur og úrkoma síðdegis á morgun. Norðaustan 8-13 og él annað kvöld, en hægari og þurrt að kalla í innsveitum.
Meira

Styrkir til meistaranema

Samband íslenskra sveitarfélaga veitir nú í annað sinn allt að þremur meistaranemum styrki til að vinna lokaverkefni á sviði sveitarstjórnarmála sem tengjast stefnumörkun sambandsins 2014-2018. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 750.000 kr. og stefnt er að því að veita þrjá styrki eftir því sem kemur fram á heimasíðu sambandsins.
Meira

Draugagangur í Síkinu

Lið Tindastóls og KR buðu upp á geggjaðan körfuboltaleik í Síkinu í kvöld þar sem liðin áttust við í 12. umferð Dominos-deildarinnar. Tindastólsmenn spiluðu frábærlega með Pétur Birgis í ofurstuði í fyrri hálfleik og voru hreinlega búnir að jarða Vesturbæingana. En þeir risu upp í síðari hálfleik, héldu haus og með Jón Arnór óstöðvandi komust þeir með mikilli seiglu inn í leikinn. Síðustu fjórar mínúturnar sprungu Stólarnir á limminu og KR gerði á þeim kafla 21 stig gegn fimm stigum Tindastóls og unnu leikinn 87-94!
Meira