Skagafjörður

Margir reyndu við myndagátu Feykis

Dregið hefur verið úr fjölmörgum réttum lausnum á myndagátu sem birtist í Jólablaði Feykis. Lausn gátunnar er eftirfarandi: Íslendingar fengu tvisvar tækifæri á árinu til að kjósa sér æðstu embættismenn þjóðarinnar, forseta og þingmenn/alþingismenn.
Meira

Hefur styrkt menningarmál í héraði í hálfa öld

Menningarstyrkir KS voru afhentir á mánudaginn var. Í máli Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra kom fram að sjóðurinn hefði í hálfa öld styrkt menningarmál í héraði og hlypu upphæðir styrkja á hundruðum milljóna á núvirði. Þá eru ótaldir þeir styrkir sem fara til íþróttamála. Þórólfur sagði ánægjulegt fyrir kaupfélagið að geta stutt við hið blómlega menningarlíf sem dafnar í héraðinu. Alls voru veittir 26 styrkir til ýmissa kóra, félagasamtaka, stofnana og einstaklinga, sem á einn eða annan hátt leggja eitthvað til menningarmála á svæðinu. Eftirtaldir hlutu styrki:
Meira

Mestu atvinnutekjur á Norðurlandi vestra árið 2015 komu úr opinberri stjórnsýslu

Verulegur samdráttur varð á Norðurlandi vestra í atvinnutekjum bæði í Húnavatnssýslum og í Skagafirði samkvæmt skýrslu Byggðastofnunar Atvinnutekjur 2008-2015 eftir atvinnugreinum og svæðum. Í skýrslunni er gefin mynd af þróun atvinnutekna á landinu eftir atvinnugreinum kyni, landshlutum og svæðum. Atvinnutekjur á Norðurlandi vestra námu tæpum 18,4 milljörðum kr. á árinu 2015 og höfðu dregist saman um 260 milljónir að raunvirði frá árinu 2008 eða um 1,4%. Í Húnavatnssýslum drógust atvinnutekjur saman um 3,0% og íbúum fækkaði um rúmlega 200 eða 6,6%, mest í Húnaþingi vestra og á Skagaströnd. Í Skagafirði drógust atvinnutekjur saman um 0,4% og íbúum fækkaði um ríflega 130 eða 3,3%.
Meira

Vetrarsólstöður í dag

Í dag, 21. desember eru sólhvörf að vetrarlagi eða vetrarsólstöður, en þá er sólargangur stystur á himni. Vísar orðið sólstöður til þess að sólin stendur kyrr, það er hættir að hækka eða lækka á lofti. Þessi árstími er heiðnum mönnum hátíðlegur ekki síður en þeim kristnu en því er fagnað að sólin fer hækkandi á lofti. Þá eru haldin jólablót hjá goðum ásatrúarmanna og blótað til heilla Freys, árs og friðar.
Meira

Áróra Rós hlaut milljón úr Vísindasjóði Landspítala

Tíu styrkir til klínískra rannsókna ungra vísindamanna á Landspítala voru afhentir úr vísindasjóði hans fimmtudaginn 15. desember sl. í Hringsal stofnunarinnar. Styrkþegarnir gerðu grein fyrir rannsóknum sínum en hver styrkur nemur einni milljón króna. Meðal styrkþegar var Skagfirðingurinn Áróra Rós Ingadóttir næringarfræðingur.
Meira

Sjómenn í verkfalli fram á nýtt ár

Sjómannaverkfall sem hófst þann 14. desember sl. stendur enn yfir og ljóst að staðan er snúin. Fréttir herma að nokkur spölur sé í land hvað samninga snertir en sjómenn vilja ekki þann samning sem lagður hefur verið fram. Fundað var í morgun á milli deiluaðila sem stóð stutt yfir en boðað hefur verið til nýs fundar eftir áramót.
Meira

22 kepptu í jólajúdó

Jólamót júdódeildar Tindastóls fór fram í gær í íþróttahúsinu á Sauðárkróki en um innanfélagsmót var að ræða. Allir keppendur fengu gullpening og pítsur að móti loknu og mikil gleði ríkti í herbúðum þeirra.
Meira

Jólatónar í kvöld og á morgun

Tónleikarnir Jólatónar verða í kvöld klukkan 20:30 í Glaumbæjarkirkju og á morgun þriðjudag í Miklabæjarkirkju klukkan 17:00 og Hóladómkirkju kl 20:30. Fram koma strengjasveit auk ungra söngvara og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Meira

Þreksporti gert gagntilboð í Borgarflöt 1a

Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi sl. fimmtudag að gera fyrirtækinu Þreksport gagntilboð í húseignina Borgarflöt 1a. Hljóðaði það upp á 48 milljónir króna og hefur verið gengið að því.
Meira

Stormur í dag og útlit fyrir hvít jól

Veðurstofa íslands hefur gefið út viðvörun en búist er við stormi, eða meira en 20 m/s norðvestantil á landinu og á hálendinu í dag. Þetta á einnig við víða um land í nótt og aftur seint á morgun. Þá má búast við mikilli úrkomu á Suðausturlandi í nótt. Í nótt verður sunnan og suðaustan 18-25 m/s og talsverð rigning eða slydda á spásvæði Stranda og Norðurlands vestra.
Meira