Skagafjörður

Heimildamyndin Dóra – Ein af strákunum frumsýnd

Á morgun klukkan 15 verður heimildamyndin Dóra – Ein af strákunum frumsýnd í Króksbíó. Myndin segir frá liðlega fertugri húsmóður í Reykjavík sem gerist kokkur á grænlenskum verksmiðjutogara. Sýningartími er 53 mínútur og kostar miðinn 1.000 krónur en aðgangseyrir rennur óskiptur til Krabbameinsfélags Skagafjarðar. Framleiðandi myndarinnar er kvikmyndagerðarfyrirtækið Skottafilm á Sauðárkróki.
Meira

Tilkynning frá Skagafjarðarveitum

Vegna viðgerðar á stofnlögn er kaldavatnslaust í hluta Varmahlíðar eitthvað fram eftir degi en viðgerð stendur yfir. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem truflunin kann að valda.
Meira

Kjöri á manni ársins lýkur á hádegi á nýársdag

Eins og fram hefur komið hér á vefnum og í síðasta tölublaði ársins af Feyki stendur yfir kjör á manni ársins á Norðurlandi vestra. Gefst íbúum svæðisins sem fyrr kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Kosningin stendur til hádegis á nýársdag.
Meira

Stefnir í fínt brennuveður

Fjórar brennur eru fyrirhugaðar í Skagafirði um áramótin, á Hofsósi, Hólum, Sauðárkróki og Varmahlíð. Það eru björgunarsveitirnar sem hafa veg og vanda af brennunum og flugeldasýningunum eins og áður. Kveikt verður í öllum áramótabrennunum á sama tíma kl. 20:30 og flugeldasýningarnar hefjast kl 21. Á Hofsósi er brennan við Móhól og á Hólum sunnan við Víðines. Á Sauðárkróki er brennan norðan við hús Vegagerðarinnar og í Varmahlíð við afleggjarann upp í Efri-byggð.
Meira

Íþróttamanni Skagafjarðar afhentur bikarinn á æfingu – Myndband

Pétur Rúnar Birgisson íþróttamaður Skagafjarðar og Israel Martin besti þjálfarinn að mati dómnefndar voru færðir bikarar og viðurkenningaskjöl á æfingu. Þá fékk meistaraflokkur karla tilnefningu sem lið ársins. Þar sem engin miskunn er gefinn í íþróttunum þegar ná á árangri komust þeir Pétur Rúnar og Israel Martin hvorugur á afhendingu viðurkenninga hjá UMSS í kvöld en athöfnin fór fram í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Eftir að formaður körfuboltadeildarinnar hafði tekið við viðurkenningunum var brugðið á það ráð að fara með góssið á æfingu eins og sést á meðfylgjandi myndbandi.
Meira

Pétur Rúnar íþróttamaður ársins

Í kvöld fór fram val á íþróttamanni Skagafjarðar í Húsi frítímans á Sauðárkróki að viðstöddu fjölmenni. Fjöldi ungra íþróttakappa fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í sínum greinum og besti þjálfarinn verðlaunaður sem og besta liðið. Besta liðið að mati valnefndar að þessu sinni var lið meistaraflokks karla í knattspyrnu en það þótti afreka vel í sumar er það færði sig upp um deild og ekki síst fyrir það að liðið sigraði andstæðinga sína 17 leiki í röð á Íslandsmótinu.
Meira

Svipmyndir úr Sæluviku

Síðast liðið vor fékk Feykir styrk úr Uppbyggingarsjóði til framleiðslu á dægurmálaþáttum. Ákveðið var að verja honum til að gera annars vegar þátt sem sýndi svipmyndir úr Sæluviku Skagfirðinga annars vegar og hins vegar til að framleiða jólaþátt í samstarfi við nemendur í kvikmyndagerð við FNV.
Meira

Verður 280 manna þátttökumet slegið?

Hið árlega Gamlársdagshlaup verður haldið á Sauðárkróki á gamlársdag, 31. desember. Í fyrra var þátttökumet í hlaupinu þegar 280 manns skráðu sig til leiks. Að sögn Árna Stefánssonar forsvarsmanns hlaupsins er ekki útilokað að það met verði slegið í ár.
Meira

Sjúkraflug liggur niðri af mannavöldum

Í gær sá Flugmálafélag Íslands sig knúið til að senda frá sér ályktun þar sem sú alvarlega staða kom upp að Reykjavíkurflugvöllur var með öllu ófær þann daginn. Engin sjúkraflugvél gat lent á vellinum þar sem búið er að loka þeirri flugbraut sem nýtist í stormi úr suðvestri og er í daglegu tali nefnd Neyðarbrautin. Brautin er þó enn á sínum stað og í góðu ástandi. Segir í ályktuninni að aðeins stjórnmálamenn standi í vegi fyrir lendingum á brautinni.
Meira

Heimir með hátíð um áramót

Á morgun, föstudaginn 30. desember, heldur Karlakórinn Heimir í Skagafirði sína árlegu tónleika í Menningarhúsinu Miðgarði. Í ár bera tónleikarnir yfirskriftina Hátíð um áramót.
Meira