Ferðin en ekki áfangastaðurinn...
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
17.12.2016
kl. 15.58
Ég vil þakka vini mínum Svavari fyrir að skora á mig og gefa mér tækifæri á því að senda pistil í þetta góða blað. Vil ég samt aðvara lesendur því ég mun skrifa um sjálfan mig í þessum pistli. Vel má vera að hann verði þungur á pörtum en fyrir þá sem halda út að lesa hann til enda mun hann enda vel. Þeir sem þekkja mig vita að ég er mikill keppnismaður og á mjög erfitt með að taka tapi hvort sem það er mitt eigið tap í leik eða tap liðs sem ég fylgi í kappleik. Fyrir mér hefur það verið fyrsta sætið sem skiptir máli og allt annað verið tap, því skildi ég aldrei orðtiltækið „það er ferðin sem skiptir máli en ekki áfangastaðurinn“.
Meira
