Stórleikur í Síkinu á mánudagskvöldi
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
19.02.2017
kl. 15.47
Það verður toppslagur í Dominos-deildinni í körfubolta mánudagskvöldið 20. febrúar en þá koma Stjörnumenn í heimsókn í Síkið og munu kljást við baráttuglaða Tindstólsmenn. Stjarnan er sem stendur á toppi deildarinnar með 26 stig, líkt og KR. Stólarnir eru skrefinu á eftir með 24 stig og geta með sigri styrkt stöðu sína ennfrekar fyrir úrslitakeppnina. Góður stuðningur stuðningsmanna Stólanna er því mikilvægur og um að gera að fjölmenna í Síkið.
Meira
