Íbúðir við Ránarstíginn á Króknum komnar í sölu
feykir.is
Skagafjörður
11.07.2024
kl. 13.46
„Við erum að tala um mjög glæsilegar eignir sem Friðrik Jónsson verktaki hefur byggt en þeir hafa getið sér gott orðspor fyrir nákvæmni og vönduð vinnubrögð,“ segir Júlíus Jóhannsson fasteignasali en Landmark fasteignamiðlun er nú með til sölu tvær splunkunýjar íbúðir á Barnaskólareitnum á Sauðárkróki, Ránarstig 3 og 7. „Þarna erum við að bjóða upp á eignir sem að okkar mati hefur vantað á markaðinn og eru fullbúnar að öllu leyti, bæði utan sem innan. Fólk getur flutt beint inn og allt tilbúið. Skipulag er gott, húsið klætt að utan með áli og því viðhaldslétt,“ segir Júlli.
Meira