Rabarbarahátíðin komin til að vera
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
03.07.2024
kl. 10.00
Laugardaginn 29. júní fór fram Rabarbarahátíð í Húnabyggð, nánar tiltekið í gamla bænum á Blönduósi. Var þetta í fyrsta skiptið sem þessi hátíð er haldin en aðalmarkmið hátíðarinnar var tvíþætt; annars vegar að vekja fólk til umhugsunar um rabarbara og nýtingu hans og hins vegar að vekja athygli á svæðinu sem er falin perla. Þar sem hátíðin var einkaframtak grasrótarhóps sem hefur tröllatrú á tröllasúrunni tryggu gáfu allir vinnuna sína og ýmiss fyrirtæki og einstaklingar styrktu hátíðina með einum eða öðrum hætti.
Meira