Skagafjörður

Nína Morgan vann fimmta Hard Wok mót sumarsins

Fimmta Hard Wok háforgjafarmót sumarsins fór fram í gær þar sem 35 kylfingar tóku þátt. Veðrið var ágætt og skorið á mótinu var mjög gott. Þarna voru margir að spila virkilega vel og fengu allir vöfflur og með því eftir mót. Háforgjafarmót er 9 holu mót fyrir þá kylfinga sem eru með háa forgjöf eða frá 30 og upp í 54. Þeir sem eru með lægri en 30 get að sjálfsögðu verið með en geta ekki unnið til verðlauna.
Meira

Undirritun landsáætlunar um útrýmingu á sauðfjárriðu

Á heimasíðu Stjórnarráðsins segir að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra, Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar og Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, hafi undirritað landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu.
Meira

Pósturinn varar við svikahröppum

Í tilkynningu frá Póstinum segir að því miður er nafn Póstsins oft misnotað af netglæpamönnum. Þá reyna þeir að plata fólk til að smella á vefslóð þar sem það er beðið um að gefa persónuupplýsingar. Skilaboðin berast oftast í tölvupósti eða SMS en þess eru líka dæmi að þrjótarnir noti samfélagsmiðla.
Meira

Nú mega krakkar undir 13 ára ekki nota rafmagnshlaupahjól

Sérstakar reglur um smáfarartæki voru lögfestar þegar Alþingi samþykkti í lok júní frumvarp Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra um breytingar á umferðarlögum. Nýju reglurnar hafa þegar tekið gildi og er markmiðið að auka umferðaröryggi smáfarartækja án þess að standa í vegi fyrir frekari framþróun fjölbreyttari ferðamáta. „Skýrari lagarammi um rafmagnshlaupahjól er skref í áttina að því að aðlaga umferðarlögin að nýjum tímum, tímum þar sem vaxandi hluti fólks kýs aðrar lausnir en einkabílinn til að komast leiðar sinnar,” segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra.
Meira

Laura Chahrour til liðs við Tindastól

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina spænsku Laura Chahrour um að leika með kvennaliðinu á næsta tímabili. „Laura er akkúrat það sem við vorum að leita að. Hún passar fullkomlega í hlutverkið sem við vorum að leitast eftir að fylla.
Meira

Námsferð átta starfsmanna HSN til De Hogeweyk í Hollandi

Átta sjúkraliðar í svæðisdeild Norðurlands vestra fóru í námsferð til Hollands nú í sumarbyrjun og var aðal markmiðið að skoða þar Alzheimer-hverfið De Hogeweyk sem í raun er meira þorp en hverfi og staðsett rétt fyrir utan Amsterdam. „Það er erfitt að lýsa tilfinningunni sem maður fær þegar maður er inni í hverfinu en markmið De Hogeweyk þorpsins er að auka lífsgæði þeirra einstaklinga sem þar búa. Þetta er allt öðruvísi en við eigum að venjast hér á Íslandi,“ segir Sigurlaug Dóra Ingi-mundardóttir (Lulla).
Meira

Stólarnir komnir í tryllta toppbaráttu

Tindastóll og Skallagrímur mættust öðru sinni á fimm dögum í gærkvöldi en þá var loks spilaður margfrestaði leikurinn sem fara átti fram í byrjun tímabils. Leikurinn skipti bæði lið miklu; Tindastólsmenn vildu blanda sér almennilega í toppslaginn en gestirnir koma sér upp af botninum. Það voru Stólarnir sem urðu ofan á í leiknum án þess að eiga neinn stórleik, voru klárlega sterkari aðilinn og unnu nokkuð öruggan 2-0 sigur.
Meira

Anna Karen og Jóhann Örn klúbbmeistarar GSS 2024

Meistaramót GSS fór fram dagana 1. - 6. júlí á Hlíðarendavelli í frekar hvössu og köldu veðri. Rúmlega 80 þátttakendur tóku þátt í sjö mismunandi flokkum. Keppt var í meistaraflokki karla og kvenna, 1. flokki karla og kvenna, 2. flokki karla, háforgjafarflokki, öldungaflokki, 15 ára og yngri í bæði stelpu og drengjaflokki og að lokum 12 ára og yngri. Í fyrra voru klúbbmeistarar systkinin Arnar Geir Hjartarson og Anna Karen Hjartardóttir en þar sem Arnar tók ekki þátt í ár var ljóst að nýr klúbbmeistari yrði krýndur í karlaflokki þetta árið.
Meira

Réttur til sambúðar á hjúkrunarheimilum | Eyjólfur Ármannsson skrifar

„Það er eins og við séum slit­in í sund­ur, það er ekki hægt að segja annað, og ein­mitt þegar kannski væri mest þörf­in fyr­ir stuðning.” Þetta sagði viðmæl­andi í Kast­ljós­sviðtali árið 2013. Eig­in­kona hans þurfti að flytj­ast á hjúkr­un­ar­heim­ili og hann vildi fara með henni en fékk ekki samþykkt færni- og heil­sum­at. Maður­inn heim­sótti kon­una sína dag­lega í þrjú ár.
Meira

Eyþór Franzson og Greta Björg klúbbmeistarar hjá GÓS á Blönduósi

Meistaramót Golfklúbbsins Ós á Blönduósi hélt Meistaramót sitt á Vatnahverfisvelli dagana 5. og 6. júlí. Níu keppendur voru skráðir til leiks og var keppt í þremur flokkum og spilað var tvisvar sinnum átján holur. Veðrið var ekki upp á margar kúlur og hafði talsverð áhrif á keppendur, þá var hvasst og rigning á föstudaginn en á laugardaginn var frekar rólegt en kalt. Eyþór Franzson Wechner sigraði í meistaraflokki karla, Greta Björg Lárusdóttir sigraði í meistaraflokki kvenna og Grímur Rúnar Lárusson sigraði í 1. fokki karla. 
Meira