Skagafjörður

Dagurinn sjálfur er hápunkturinn | Óli Þór Ólafsson svarar Dagur í lífi brottfluttra

Síðast staldraði Dagur í lífi við hjá Herdísi frá Hrauni þar sem hún kafaði í ylvolgum sjó við Eilat í Ísrael en nú er lesendum boðið að stíga um borð í ímyndaðan fararskjóta og taka stefnuna í vestur eftir endilöngu Miðjarðarhafi, spenna sætisólar og búa sig undir langa síestu á sprúðlandi heitum Iberíuskaga. Þar tekur á móti okkur Óli Þór Ólafsson sem stundar þar fjarnám við Háskóla Íslands á kjörsviðinu fræðslustarf og mannauðsþróun. Hann býr nú í 500 manna bæ, Chera, í Valencia héraði á Spáni.
Meira

Af tveimur skáldum | Ragnar Þór Pétursson kennari skrifar

Það var í frosti og hríð, snemma í apríl, nokkru fyrir þarsíðustu aldamót, að séra Matthías fékkst ekki til að koma í kvöldmat á heimili sínu á Akureyri. Sem var óvenjulegt. Matthíasi lét sig yfirleitt ekki vanta við máltíðir (eins og sást á honum). Þar að auki átti yngsti sonur hans afmæli þennan dag. Eftir árangurslausa tilraun til að fá karlinn til að líta upp af skrifborðinu ákvað eiginkona hans að hún og börnin myndu borða ein. Og það gerðu þau. Alllöngu seinna birtist Matthías loks í dagstofunni, skælbrosandi, rjóður og reifur. Hann hafði eytt síðustu klukkutímum í glaðasólskini hugans við að yrkja það sem hann átti eftir að kalla „kvæðismynd“ um Skagafjörð.
Meira

Yfir 60 iðkendur á Símamótinu frá Norðurlandi vestra

Um þessa helgi fer fram risa knattspyrnumót fyrir 5., 6. og 7. flokk kvenna í Kópavogi undir yfirskriftinni Símamótið og er þetta í 40. skiptið sem það er haldið. Tindastóll og Hvöt/Fram sendu að sjálfsögðu nokkur lið til leiks og má áætla að það séu yfir 60 iðkendur frá Norðurlandi vestra á svæðinu.
Meira

Samtals 66 frumkvæðisverkefni í fullum gangi í Brothættum byggðum

Á árinu 2024 hlutu samtals 66 frumkvæðisverkefni brautargengi úr frumkvæðissjóðum DalaAuðs, Sterks Stöðvarfjarðar, Sterkra Stranda og Betri Bakkafjarðar. Samtals voru til ráðstöfunar tæpar 64 m.kr. úr sjóðunum í ár, þ.m.t. fjármunir sem bættust við frá verkefnum þar sem styrkfé hafði verið skilað og styrkþegar hætt við verkefni.
Meira

Áfram Ísland!

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar nú tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM 2025 í þessum landsliðsglugga en liðið þarf þrjú stig til að tryggja sér sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss í júlí á næsta ári. Fyrri leikurinn er á Laugardalsvelli í dag kl. 16:15 en þá kemur sterkt landslið Þýskalands í heimsókn. Fyrir islenska liðinu fer Glódís Perla Viggósdóttir sem er einnig fyrirliði stórliðs Bayern Munchen í þýsku Búndeslígunni en Glódís er ættuð frá Skagaströnd.
Meira

Draumaprinsinn þarf að vera vel fjáður, ekki af sauðfé, ég á nóg af svoleiðis!

Það ráku eflaust margir lesendum Bændablaðsins upp stór augu þegar þeir lásu blað vikunnar sem kom út í gær, fimmtudaginn 11. júlí, því á bls. 7 er heilsíðu ,,auglýsing" með einstæðum bændum. Tilgangur síðunnar er að finna draumamaka fyrir þessa flottu bændur en þarna var allavega eitt mjög kunnuglegt andlit á ferðinni. Sigríður Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi í Víðidalstungu í Húnaþingi vestra og ráðunautur hjá RML, var þar á meðal. Feykir var fljótur að senda henni nokkrar spurningar sem að sjálfsögðu tók vel í. 
Meira

Aðeins 881 tonn eftir af aflaheimildum strandveiðitímabilsins

Á vefnum 200 mílur á mbl.is segir að vís­bend­ing­ar séu um að Fiski­stofa muni stöðva strand­veiðar í næstu viku, en óljóst er hvort síðasti veiðidag­ur verði á miðviku­dag eða fimmtu­dag. Eins og staðan er núna er aðeins 881 tonn eft­ir af þeim 2.000 tonnum sem matvælaráðherra undirritaði breytingar á þann 27. júní sl.. Með aukningunni fór heildarráðstöfun í þorski til strandveiða úr 10.000 tonnum upp í 12.000 tonn.
Meira

Krakkarnir í Sumarfjöri í Húnabyggð buðu eldri borgurum á kaffihús í Húnaskóla

Á Facebook-síðu Húnabyggðar var skemmtileg færsla með fullt af myndum af krökkunum í Sumarfjöri, námskeið fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára, ásamt eldri borgurum. Síðastliðinn miðvikudaginn buðu þau nefnilega öllum eldri borgurum í Húnabyggð í kaffi í mötuneyti Húnaskóla því þar voruð þau búin að setja upp kaffihús.
Meira

Tjón talsvert vegna flóða í Fljótum

Í síðustu viku greindi Feykir.is frá því að tún og engjar í nágrenni Miklavatns í Fljótum væru víða komnar á kaf en vatnshæðin hefur sjaldan verið jafn há og þessa dagana. Feykir spurði bændurna á Brúnastöðum, Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur og Jóhannes Ríkharðsson, út í ástandið og sögðu þau vatnsstöðu Miklavatns í Fljótum hafa hækkað mjög mikið síðastliðin þrjú ár. Var svo komið nú í byrjun júlímánaðar að hún var a.m.k. einum metra yfir eðlilegu ástandi.
Meira

Taka höndum saman til að stemma stigu við áfengisneyslu ungmenna undir lögaldri

Lögreglan á Norðurlandi vestra og viðburðastjórnendur Húnavöku og Elds í Húnaþingi hafa tekið höndum saman um aðgerðir til að stemma stigu við áfengisneyslu ungmenna undir aldri. Lögregla mun viðhafa virkt eftirlit með áfengislöggjöfinni á báðum hátíðum þar sem skýrt er kveðið á um að engum má afhenda áfengi sem ekki er orðinn 20 ára, miðað við afmælisdag. Þá má heldur enginn sem ekki er orðinn 20 ára neyta áfengis.
Meira