Skagafjörður

Í [skagfirsku] poppi er þetta helst

Það má kannski halda því ögn fram að það hafi verið pínu skagfirsk slagsíða á Vinsældalista Rásar 2 síðustu vikur. Þannig sat um skeiða tengdadóttir Skagafjarðar, Salka Sól, makindalega á toppi listans með lagið Sólin og ég. Næst fyrir neðan var KUSK og bankaði á dyr Sölku Sólar en hin hálfskagfirska Kolbrún Óskarsdóttir gaf í byrjun sumars út notalegt bossanóva sumarlag sem hún syngur á sænsku og kallar einmitt Sommar.
Meira

Gwen spilar sinn síðasta leik með Stólastúlkum í dag

Það er spilað í Bestu deild kvenna á Króknum í dag en þá tekur lið Tindastóls á móti Sjtörnunni í afar mikilvægum leik í neðri hluta deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 16.15 og það er frítt á völlinn í boði Steypustöðvar Skagafjarðar. Stuðningsmenn eru hvattir til að fjölmenna og nota tækifærið til að kveðja þýska varnarjaxl liðsins, Gwen Mummert, en hún yfirgefur Stólastúlkur þar sem henni hefur borist spennandi tækifæri um að spila í sterkari deild.
Meira

„Lítið annað að gera en að sinna hestum og prjóna“

Anna Freyja Vilhjálmsdóttir býr á Króknum með Jökli manninum sínum og börnunum, Svanbjörtu Hrund, Sæþóri Helga og Heiðbjörtu Sif. Anna Freyja vinnur í Skagfirðingabúð og sinnir fjölskyldunni milli þess sem hún prjónar.
Meira

Fullt hús og rúmlega það á Græna Salnum í Bifröst

 Það voru um 130 gestir og 30 flytjendur í níu atriðum sem skemmtu sér konunglega á tónleikunum Græni Salurinn sem fram fóru í Bifröst 22. júní sl. Fjörið hófst hálfníu að kvöldi og stóð fram yfir miðnætti og því hefur verið fleygt að þetta hafi verið albestu tónleikarnir hingað til.
Meira

Góður dagur hjá Ísponica á Hofsósi

Nú á laugardaginn var haldin opnunarveisla Ísponica í frystihúsinu gamla við Norðurbraut á Hofsósi. Veðrið lék við gesti og gangandi á Hofsósi og meira að segja forvitinn hvalur kíkti í heimsókn – eða þannig. Á staðnum var markaður þar sem hægt var að næla sér í bæði vörur og matarkyns. Boðið var upp á leiki fyrir krakka og tónlistaratriði.
Meira

Samningar framlengdir við Fab Lab-smiðjurnar á Íslandi um þrjú ár

Á heimasíðu Stjórnarráðsins segir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hafi ákveðið að framlengja samninga ráðuneytanna við Fab Lab-smiðjurnar á Íslandi um þrjú ár. Samhliða verða framlögin hækkuð um samtals 91 m.kr. á samningstímabilinu, eða úr 324 m.kr. í 415 m.kr. á næstu þremur árum.
Meira

„Það mæta margar stjörnur til leiks og allir bestu knaparnir“ | Þórarinn Eymundsson í viðtali

 Nú er hafið 25. Landsmót hestamanna en það fer fram á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Mótið, sem hófst nú mánudaginn 1. júlí og lýkur sunnudaginn 7. júlí, er haldið í sameiningu af tveim stærstu hestamannafélögum landsins, Hestamannafélaginu Fáki og Hestamannafélaginu Spretti. Setning Landsmótsins verður á fimmtudagskvöldið og í framhaldi af því fara leikar að æsast en reikna má með um 7.500 gestum á mótið. Af þessu tilefni þótti Feyki rétt að narra einn þekktasta hestamann þjóðarinnar, Þórarinn Eymundsson, heimsmeistara, tamningamann og reiðkennara á Hólum, í örlítið spjall en segja má að hann sé uppalinn á Landsmótssvæðinu á Vindheimamelum í Skagafirði.
Meira

Nauðsynlegar athugasemdir við hálfsannleik FISK | Magnús Jónsson skrifar

Í grein á Feykir.is þann 2. júlí undir yfirskriftinni „Nauðsynlegar leiðréttingar“ eftir framkvæmdastjóra FISK Seafood er of mikið af hálfsannsleik til að því sé ekki svarað. Þó skal tekið fram að ég ætla ekki að standa í ritdeilum við hann enda taldi ég eftir ágætan fund okkar í fyrra að smábátamenn þyrftu ekki að reikna með þeim aðgerðum sem fyrirtækið fer nú í gegn hagsmunum þeirra. En lengi skal manninn reyna. Hér á eftir verður farið yfir helstu staðreyndir sem tengjast þessu máli.
Meira

Stólarnir í þriðja sæti að lokinni fyrri umferð 4. deildar

Fyrri umferðinni í 4. deild karla í knattspyrnu lauk í Borgarnesi í gær þegar Skallagrímur fékk lið Tindastóls í heimsókn. Tæknilega séð var þetta reyndar fyrsti leikurinn í síðari umferðinni en eins og staðan er núna hafa öll liðin í deildinni spilað níu leiki. Stólarnir sóttu ekki gull í greipar Skallanna í fyrra en í gær gekk betur og strákarnir krætu í þrjú mikilvæg stig og eru nú í þriðja sæti deildarinnar. Lokatölur 1-3.
Meira

Aðalheiður Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf ráðgjafa/tengiliðar hjá fjölskyldusviði Skagafjarðar

Á vef Skagafjarðar segir að Aðalheiður Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf ráðgjafa/tengiliðar hjá fjölskyldusviði Skagafjarðar sem var auglýst laust til umsóknar í júní. 
Meira