Skagafjörður

Fjórar Feykiflottar semja við Tindastól

Á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að félagið hafi gengið frá samningum við þær Brynju Líf, Emmu Katrínu, Klöru Sólveigu og Rannveigu um að spila fyrir Tindastól í Subway deildinni á komandi tímabili. Israel Martin þjálfari segir það góðar fréttir fyrir félagið í heild „Það er mjög mikilvægt að tryggja samfellu í þessu uppbyggingarverkefni sem liðið er í, halda í það góða sem byggt hefur verið upp og horfa til framtíðar“
Meira

Samúel Rósinkrans Kristjánsson ráðinn umsjónarmaður Eignasjóðs

Á heimasíðu Skagafjarðar segir að Samúel Rósinkrans Kristjánsson var ráðinn í starf umsjónarmanns Eignasjóðs á Veitu- og framkvæmdasviði hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Eignasjóður Skagafjarðar leigir út fasteignir til stofnana og einstaklinga. Eignasjóður leggur áherslu á gott samstarf og þjónustu við viðskiptavini sína og hefur að leiðarljósi fagleg vinnubrögð við hönnun, framkvæmd og viðhald húsnæðis.
Meira

Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Kjarnafæði Norðlenska

Mbl.is segir frá því að hlut­haf­ar í Kjarna­fæði Norðlenska hf. hafi samþykkt til­boð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á allt að 100% hluta­fjár í Kjarna­fæði Norðlenska hf. en þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Kjarna­fæði Norðlenska hf. Fram kemur að hlut­haf­ar Búsæld­ar ehf., fé­lags bænda sem er eig­andi rúm­lega 43% hluta­fjár, munu ákveða hver fyr­ir sig hvort þeir selji sína hluti en Eiður Gunn­laugs­son og Hreinn Gunn­laugs­son, sem hvor um sig eiga rúm­lega 28% hluta­fjár, munu selja allt sitt hluta­fé.
Meira

Ostasalat og kjúklingur með pestó og paprikusnakki

Matgæðingar þessa vikuna eru Freyja Rut Emilsdóttir og Helgi Jóhannesson en þau búa á Króknum ásamt börnum sínum; Emmu Katrínu 16 ára, Júlíu Marín alveg að verða 13 ára og tvíburunum Aroni Elmari og Jóel Darra sem eru 7 ára. Sú elsta, Laufey Helga, býr í Reykjavík.
Meira

„Það vantar bara að setja boltann oftar yfir línuna“

„Ég er mjög sáttur við þróunina á leik liðsins. Þetta er allt í rétta átt og það erum við mjög ánægð með,“ sagði Donni þjálfari Sigurðsson þegar Feykir spurði hann eftir Stjörunleikinn hvort hann væri ánægður með þróun liðsins en Stólastúlkur hafa haldið vel í boltann í síðustu leikjum og spilað góðan fótbolta. Uppskeran þó aðeins eitt stig og lið Tindastóls nú í sjöunda sæti deildarinnar.
Meira

Íþróttagarpurinn Una Karen

Meira

Skagfirðingar hamingjusamastir og almennt sáttir með sitt | Rætt við Vífil Karlsson

Í frétt á vef SSV (ssv.is) segir að hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði hafi mælst mest á landinu í nýrri íbúakönnun landshlutanna. Íbúar Stranda og Reykhóla ásamt Vestur-Húnavatnssýslu voru óhamingjusamastir í könnuninni. Í könnuninni er afstaða þátttakenda til eigin hamingju og almennrar ánægju með þjónustu sveitarfélagsins þar sem þeir búa dregin saman. Þá mælir könnunin alls 40 búsetuskilyrði eftir 24 landshlutum en um 11 þúsund manns tók þátt í henni. Vífil Karlsson, sem starfar sem fagstjóri atvinnu- og byggðaþróunarsviðs hjá SSV í Borgarnesi, er í forsvari fyrir íbúakönnuninni og hann svaraði nokkrum spurningum Feykis varðandi könnunina. Hann er með BS í hagfræði frá Háskólanum í Bergen og doktor í hagfræði frá Háskóla Íslands.
Meira

Markalaust jafntefli í mikilvægum leik

Tindastóll og Stjarnan mættust í baráttuleik á Króknum í gær en liðin eru á svipuðum slóðum í Bestu deildinni, Stjörnustúlkur sæti og tveimur stigum betur settar og sigur Stólastúlkna hefði orðið sætur. Það fór þó svo að liðin skildu jöfn, komu ekki boltanum í netið þrátt fyrir nokkrar ágætar tilraunir og lokatölur því 0-0.
Meira

Shaniya Jones til liðs við Tindastól

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina bandarísku Shaniya Jones um að spila með liði Stólastúlkna í Subway deild kvenna á komandi tímabili. Shaniya er 24 ára leikstjórnandi sem kemur til liðsins frá efstu deildinni í Króatíu þar sem hún skilaði yfir 25 stigum að meðaltali í leik.
Meira

Bónda skylt að afhenda Matvælastofnun hrút vegna hættu á riðusmiti

Á heimasíðu Mast segir að nýlega úrskurðaði matvælaráðuneytið bónda einum á Norðurlandi vestra að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á riðuveiki. Fyrir lá að hann hafði haft samgang við riðuveika kind og gæti því hugsanlega verið smitberi. Eftir að riðutilfelli greindist í Miðfjarðarhólfi vorið 2023 fór fram smitrakning sem leiddi þetta í ljós. Eina leiðin til að finna út úr því væri krufning og athugun á heilavef hrútsins. Bóndanum er því skylt að afhenda hrútinn hvort sem honum líkar það eða ekki. 
Meira