Skagafjörður

Topplið Blikastúlkna mætir á Krókinn

„Leikurinn leggst vel í mig og við erum öll mjög spennt að takast á við liðið sem er efst í deildinni. Þær eru auðvitað ógnarsterkar og á deginum sínum mjög erfiðar við að eiga. En okkar stelpur hafa sýnt að þær hræðast ekkert lið og eru tilbúnar að gefa allt í þetta,“ sagði Donni þjálfari Stólastúlkna en topplið Breiðabliks heimsækir Krókinn í kvöld. í 11. umferð Bestu deildarinnar.
Meira

Landsmót hestamanna hófst í gær

Nú er hafið 25. Landsmót hestamanna en það fer fram á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Mótið, sem hófst í gær og lýkur sunnudaginn 7. júlí, er haldið í sameiningu af tveim stærstu hestamannafélögum landsins, Hestamannafélaginu Fáki og Hestamannafélaginu Spretti. Setning Landsmótsins verður á fimmtudagskvöldið og í framhaldi af því fara leikar að æsast en reikna má með um 7.500 gestum á mótið.
Meira

Kvennamót GSS fór fram í blíðskaparveðri á laugardaginn

Kvennamót GSS fór fram í bongóblíðu á Hlíðarendavelli laugardaginn 30. júní og var þetta í 21. skiptið sem mótið var haldið. Völlurinn skartaði sínu fegursta, blómum skreyttur og snyrtilegur í alla staði. 51 kona, frá níu klúbbum, mættu til leiks og heppnaðist mótið vel. Sigurvegari í ár var Dagný Finnsdóttir frá Golfklúbbi Fjallabyggðar (42 punktar), í öðru sæti var Aldís Hilmarsdóttir frá GSS (41 punktur) og í þriðja sæti var Hulda Guðveig Magnúsdóttir frá Golfklúbbi Siglufjarðar (41 punktur). 
Meira

Aðför að smábátaútgerð á Sauðárkróki | Magnús Jónsson skrifar

„Það veldur undrun félagsmanna Drangeyjar að eitt stærsta útgerðarfélag landsins með um 21.000 þorskígildistonna aflaheimildir skuli ásælast 140 tonna byggðakvóta sem á liðnum árum hefur að mestu leyti farið til útgerða smábáta á Sauðárkróki,” segir m.a. í pistli sem Magnús Jónsson, formaður Drangeyjar – smábátafélags Skagafjarðar skrifar.
Meira

Fyllt grísalund og Oreo ostakaka

Matgæðingar vikunnar eru Gestur Sigurjónsson, kennari í Árskóla, og Erna Nielsen, bókari hjá RH endurskoðun. Gestur og Erna búa á Skagfirðingabraut ásamt fjórum af sex börnum þeirra. Kristu Sól (21), Sigurjóni Elís (10), Brynju (7) og Freyju (7) og hundinum Kappa (2).
Meira

Rabb-a-babb 227: Hrund Péturs

Króksarinn Hrund Pétursdóttir er fædd á því herrans ári 1981 en það ár var Gísli Rúnar Jónsson leikstjóri Áramótaskaupsins sem kannski er helst minnisstætt fyrir þá sök að það var í fyrsta sinn sem þeir Dolli og Doddi brölluðu saman. Fyrsta Indiana Jones bíómyndin, Raiders of the Lost Ark, kom á tjaldið þetta ár sem og Bond-myndin For Your Eyes Only. Já og líka The Incredible Shrinking Woman með Lily Tomlin og Charles Grodin í aðalhlutverkum en myndin fjallaði um konu sem minnkaði og minnkaði í kjölfarið á efnaskiptum í förðunarefnunum sem hún notaði. Sennilega ekki byggð á sannri sögu.
Meira

Bitlausir Stólar máttu sætta sig við jafntefli

Tindastóll tók á móti liði Hafnfirðingum í liði KÁ í gærdag í brakandi blíðu á Sauðárkróksvelli. Leikurinn var frekar bragðdaufur lengi vel en hiti færðist í kolin þegar leið að leikslokum en heimamönnum tókst ekki að knýja fram sigur þrátt fyrir nokkra pressu. Kom þar helst til hálf neyðarlegt bitleysi fyrir framan markið en Stólunum virðist algjörlega fyrirmunað að næla sér í eldheitan framherja. Lokatölur 1-1.
Meira

Séra Aldís Rut ráðin prestur við Grafarvogsprestakall

Skagfirðingurinn séra Aldís Rut Gísladóttir, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, hefur verið ráðin prestur við Grafarvogskirkjuprestakall í Reykjavík. Í frétt á Vísir.is segir að prestakallið hafi þarnast nýs prests frá og með 1. ágúst, en þá verður fyrri prestur sóknarinnar, séra Guðrún Karls Helgudóttir, vígð til embættis biskups Íslands.
Meira

Hvarflaði aldrei að manni að stökkva frá þessu verkefni

Ljúflingurinn og goðsögnin Svavar Atli Birgisson kemur víða við. Hann á eins og flestir vita að baki farsælan feril með liði Tindastóls í körfunni en aðalstarf hans er að vera slökkviliðsstjóri í Skagafirði. Að auki hefur hann um langan tíma kennt á bíl og síðustu vetur hefur hann verið aðstoðarþjálfara mfl. Tindastóls í körfunni – eða alveg þangað til hann og Helgi Margeirs hlupu í þjálfaraskarðið í vetur. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Svavar Atla.
Meira

Geggjuð kjötmarinering og marengsskál

Matgæðingar vikunnar í tbl 29 í fyrra voru Sunna Björk Atladóttir og Kristinn T. Björgvinsson en þau búa í Túnahverfinu á Króknum. Sunna Björk er 35 ára lögmaður og löggiltur fasteignasali að mennt ásamt því að vera eigandi Fasteignasölu Sauðárkróks. Kristinn er 44 ára, menntaður í húsasmíði og vinnur sjálfstætt við þá iðn. Þau eiga saman Björgvin Skúla Kristinsson sem er fjögurra ára. „Þegar við fáum fólk í mat er algjör snilld að henda í þessar uppskriftir – einfalt og þægilegt,“ segir Sunna. 
Meira